Nýtt land-frjáls þjóð - 28.02.1969, Blaðsíða 12

Nýtt land-frjáls þjóð - 28.02.1969, Blaðsíða 12
NÝTTLAND l'RJALíi þjöð" mXlSVARI VERKALYÐSHREYFINGAR OG VINSTRI STEFNU 28. febrúar 1969. HVAÐ ER VERKSMIÐJUTOGARI? Eins og auglýsing, sem birt er á öðrum staS í blaS- inu, ber meS sér, hefur Far manna- og fiskimannasamb. Islands gengizt fyrir stofnun hlutafélags, Úthafs hf., í því skyni aS kaupa og reka verksmiSjuskuttogara- Er al menningi nú gefinn kostur á að kaupa hluti í félaginu og ber vissulega að vona að undirtektir verSi góðar þrátt fyrir erfiSa tíma. Hér getur þaS sannazt sem svo oft áS ur ,aS margt smátt gerir eitt stórt- I „boSsbréfi til allra Islendinga frá Úthaf hf. “, sem víSa hefur veriS dreift, eru m. a. dregnir fram í stuttu máli helztu kostir verksmiSjuskuttogara fram yfir önnur fiskiskip og fara hér á eftir nokkur atriði úr þeirri upptalningu: Getur veitt á meira dýpi en önnur íslenzk skip. Veiðir með betri árangri við botn og uppi í sjó. Stærra vörpuop gefur meiri fisk í togtíma- Nemur ný og fjarlæg miS, eykur heildarafla. Fullnýtir aflann, skapar ný verSmæti. Hagnýtir aSeins ferskt hrá efni- Geymir aflann án á- Framhald á bls. 11. Eining rekur skrifstofu verkalýðsfélaganna á Akureyri. Einnig barnaheimili á sumrum. Þá á félagið 3 hús í orlofsheimilahverfi ASN á Iillugastöðum í Fnjóskailal. Myndin er tekin þar. AÐALFUNDUR EININGAR Góð fjárhagsafkoma. Orlofsheimili taka til starfa Aðalfundur Verkalýðsfélags- ins Einingar var haldinn i fé- lagsheimilinu Bjargi á Akur- eyri sunnudaginn 23. febrúar. Alþýðubandalagið á Norðurlandi eystra í upplausn Um næstsíðustu helgi fóru framámenn Abl., þeir Lúðvík, Magnús og Ragnar Arnalds, í yfirreið um Norðurland. Eftir frásögnum Þióðviljans að dapma virtist svo sem hetjur hefðu riðið um héruð og haft hvar- vetna sigur. Menntaskólanem- endur sáu fyrir góðri fundar- sókn á Akureyri og forvitnir heimamenn þyrptust að til að skoða þessa farfugla „að sunn- an“. Handauppréttingar með tillögu um að stjómin segði af sér tókust næstum eins og á Al- þingi, eða hverjir úti um landið hefðu átt að óska „Viðreisninni" lengri lífdaga? Fylgismenn Björns Jónssonar fyrirfundust hvergi, þótt lýst væri eftir þeim! Á Akureyri, m. a. s. tóku nokkr- ir heimamenn til máls og af- Framhald á bls. 11. LÍTi-a FRÉTTAB LAÐ VIÐREISNARILMUR „Snemma í morgun urðu menr ónotalega varir við stækan óþef, sem lagði um Alþýðuhúsið. Fannst hvergi orsök ólyktarinnar, þótt leitað vgsri, en hún magnað- ist sífellt eftir því sem leið á morguninn. Var lögreglan kvödd á vettvang því menn örvæntu um, að fólk héldist við i húsinu þegar starfs- dagur byrjaði. Eftir töluverða leit komst lögreglan að raun um hvað ólyktinni olli. — ---“ (Vísir, 25. febrúar). Jú, þú átt kollgátuna, lesandi góður! Ólyktin átti upptök sín i potti í húsakynnum Alþýðublaðs ins. Ætli þeir hafi ekki verið að kokka leiðara um blessun „Við- reisnarinnar" fyrir alþýðu manna! HVER HEFUR KLOFIÐ? Aðalfundur kvenfélags sósíal- ista var baldinn sl. þriðjudags- kvöld. Urðu harðar deilur um það, hvort leggja skyldi félagið niður eða ekki. Urðu niðurlagningarkon ur í minni hluta og gengu út. Mikið hitamál varð það, hvorar hefðu klofið. þær sem út gengu eða þær sem eftir sátu. Hins veg- ar héldu talsmenn beggja hópa þvi fram, að Einar Olgeirsson hefði lagt blessun sína yfir sínar tillögur. Svo að hvor, sem hefur rétt fyrir sér, virðist enginn vafi leika á, að Einar hefur klofið — en líklega ekki á réttum stað? VINNUHAGRÆÐING Frá Akureyri fréttist, að jarð- skjálftamælar staðarins séu til húsa í tukthúsinu. Benda þeir Reykvíkingum á hvort ekki væri vinnuhagræðing að hafa sama hátt á hér syðra? ÁBURÐARDREIFARI Sú saga er hermd, að „Austri“ hafi hitt kunningja sinn á förn- um vegi nokkru eftir að hann hóf herferðina miklu gegn Hannibal og Birni í fyrra, og tóku þeir tal saman um daginn og veginn. Kom þar talinu að kunninginn spurði „Austra“, hvort hann hefði hlust- að á búnaðarþáttinn í útvarpinu nýlega. „Austri“ kímdi og kvað það eitt svið, sem hann hefði ekki beitt snilligáfu sinni að, og fylgdist lítt með þeim hlutum. „Það er mikil skyssa“, sagði kunninginn. „Það má margt af þeim læra. T. d. var á dögunum einn ráðunautur að útlista fyrir bændum yfirburði innlends áburð ar yfir þann útlenda og hvatti þá til að nota hann meir. „Um að gera að bera á nógan skít. Það eykur gróðurinn að mun og gerii hann heilbrigðari. En passið ykk ur á einu, keyrið ekki of mikinn skít í flögin. Þá vaxa bara upp gorkúlur, illgresi og arfi“.“ „Það var eins og blessuð skepn- an skildi...“ A. m. k. dönsuðu fánalitimir í röð yfir andlit Austra. „BAK VIÐ MIG BÍTUR DAUÐINN.. Það hefur komið í ljós í Félagi ísl. rafvirkja, eins og annars stað ar í verkalýðsfélögunum: Þegar krati stendur upp (eða lognast út af) stendur íhaldssendill á bak við hann reiðubúinn til að taka við. Þannig var það hjá Eggerti í Múrarafélaginu. Þannig er hjá Óskari í rafvirkjafélaginu. Þannig verður það hjá Jóni í Sjómanna- félaginu. „Sjá hér hve illan endi...“ NÝ STÓRIÐJUFRAMKVÆMD Almælt er að erlent auðfyrir- tæki hafi leitað hófanna um að fá að reisa Sultarólaverksmiðju hér á landi. Hefur því verið vei tekið, enda um orkufrekan iðnað að ræða og rætt um að virkja Hjálp 1 Þjórsárdal í því sam- bandi. Telur auðhringurinn að engu sé að kvíða með nægan markað innanlands meðan Við- reisnin sé við völd, og með vax- andi fólksfjölda geti iafnvel orð ið um gjaldeyrisskapandi utflutn ing að ræða, einkum til Ástralíu og S-Afríku. Hvert belti verður aðeins með einu gati, svo að þau munu ekki endast lengi, en ný framleidd gati þrengri við hverja gengislækkun. Virðast því fram- tíðarhorfur þessa þjóðþrifafyrir- tækis óneitanlega glæsilegar. Formaður, Björn Jónsson, flutti skýrslu félagsstjórnar. Kom þar fram, að félögum hafði fjölgað mikið á árinu, voru við aðalfund í fyrra 1089, en eru nú 1386. Þar af eru 169 í Dalvíkurdeild og 88 í Hrís- eyjardeild. Á árinu tók orlofsheimili Al- þýðusambands Norðurlands að Ulúgastöðum í Fnjóskadal til starfa, en þar á félagið þrjú or- lofshús. Voru tvö húsanna leigð félagsmpnnum til orlofsdvala á sl. sumri og hvergi nærri hægt að fullnægja eftirspurn. Þriðja húsið var lánað til íbúðar fyr- ir umsjónarmann, þar sem hús ASN, sem umsjónarmanni er ætlað, var ekki tilbúið. Á kom- andi sumri verða öll þrjú hús- in til ráðstöfunar fyrir félaga einingar. í húsi félagsins, Þingvalla- stræti, sem félaginu var gefið fyrir fáum árum, er nú unnið að miklum breytingum og end- urbótum. Þar verður bókasafn félagsins og lesstofa og funda- salur fyrir smærri fundi. Barnaheimili rak félagið á sl. sumri svo sem undanfarin sum- ur. Eining rekur skrifstofu verka lýðsfélaganna á Akureyri í fé- lagi við fleiri verkalýðsfélög. Störf þar fara sívaxandi vegna fjölbreyttara starfs félaganna og ekki sízt í sambandi við hið slæma atvinnuástand. Þakkaði formaður starfsmönnum skrif- stofunnar, Jóni Helgasyni og Jóni Ásgeirssyni, sérstaklega fyrir mikil og vel unnin störf Atvinnu- og kjaramál. Er formaður hafði rakið ýmsa þætti félagsstarfseminnar, sneri hann máli sínu að höfuð- verkefnunum: Baráttunni fyrir fullri atvinnu og kjarabarátt- unni. Hann benti á, að síðasta ár hefði ekki verið hagstætt Iaunafólki. Það hefði verið ár gengisfellingar, atvinnuleysis og byrjandi kreppu. Þá ræddi hann verkfallið í fyrravetur til að knýja það fram, að greiddar væru verðbætur á laun eftir vísi tölu. Fullur sigur hefði ekki fengist þá, en umtalsverður varnarsigur. En friðurinn væri úti. Nú væri aftur gerð árás á þessum sama vettvangi. Aftur yrði að snúast til varnar sam- eiginlegri árás ríkisvalds og at- vinnurekenda. Formaður kvaðst draga í efa, að nokkurn tíma hefði orðið eins mikil bein kjaraskerðing á stuttum tíma og nú. Ef hætt frh. á bls. 6. Var nokkur að hlæja? Ritstjóri Þjóðviljans tekur sér í munn í blaðinu í dag orðið drengskap í fyrsta sinn í mörg ár. Ástæðan var sú að fréttaritari Morgunblaðsins varð sér úti um orðréttar yf- irlýsingar, er við bæjarfull- trúar gamla Alþýðubanda- lagsins, gáfum á bæjarstjórn arfundi í gær, 25. febrúar. Fyrst hringdi fréttari-tarinn í mig og fékk yfirlýsinguna gegnum síma, og síðan, eftir ósk minni, til Jóns Ingimars- sonar. Eg afhenti frétta- mönnum þriggja Akureyrar- blaða sem viðstaddir voru fundinn, eitt afrit af yfirlýs ingu minni. Að sjálfsögðu gat Þjóðviljinn orðið sér úti um yfirlýsinguna orðrétta, bæði með því að hringja í síma 96-12042 eða með hjálp fréttaritara síns, sem sat hið næsta mér í bæjarfulltrúa- sæti. 26. febrúar 1969. Ingólfur Árnason. I

x

Nýtt land-frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt land-frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/1529

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.