Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1990, Page 58
meðal 75 ára og eldri, á þeim aldri ber mest á elliglöpum meðal kvenna.
3.4.9 Sjúkdómar í taugakerfi og skynfærum
Undir þennan flokk falla sjúkdómsgreiningar á bilinu ICD9 320-389.
Tæplega 3.400 einstaklingar, eða 4,5%, lágu á sjúkrahúsum 1989 vegna þessara
sjúkdóma. Legudagarnir voru rúmlega 44.000, eða 6,3%. A sama ári dóu 27
einstaklingar vegna þessara sjúkdóm, sem eru 1,6% dauðsfalla.
Tíðni þessara sjúkdóma er nokkuð há á meðal barna og unglinga á aldrinum
0-14 ára, helst síðan lág fram að miðjum aldri og fer þá hækkandi með vaxandi
aldri (mynd 3.15).
Mynd 3.15 Fjöldi karla og kvenna á 1.000 íbúa sem lágu á sjúkrahúsum 1989
vegna sjúkdóma í taugakerfi og skynfærum (ICD9,320-389)
60 T
50
0-14 15-24 25-44 45-64 65-74 75 og eldri
Algengasta sjúkdómsgreiningin er drer (ský) á auga, ICD9 366, samtals 418
einstaklingar. Þessi sjúkdómsgreining er mjög óalgeng meðal fólks undir
sextugu en eftir það fer þeim ört íjölgandi sem þjást af þessum sjúkdómi. Önnur
algengasta sjúkdómsgreiningin er miðeyrabólga með ígerð og ekki nánara
greind, ICD9 382, samtals 387 einstaklingar. Mikill meirihluti þeirra sem fá
þessa sjúkdómsgreiningu eru börn á aldrinum 0-4 ára. Aðrar algengar
sjúkdómsgreiningar eru flogaveiki, ICD9 345 og Parkinsonsveiki, ICD9 332.
3.4.10 Sjúkdómar í blóörásarfærum
Ef miðað er við fjölda einstaklinga sem leggjast inn á sjúkrahús, fjölda
legudaga og fjölda dauðsfalla eru sjúkdómar í blóðrásarfærum eitt af helstu
heilsufarsvandamálum íslendinga.
Arið 1989 lágu ríflega 5.000 einstaklingar á sjúkrahúsum vegna þessara
sjúkdóma, sem eru tæplega 10% þeirra sem lágu á sjúkrahúsum það ár. Samtals