Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1990, Page 80
5.2 Ungbarnaeftirlit
Flest börn fá ungbarnaeftirlit frá viðkomandi heilsugæslustöð. Stærsta
undantekningin eru þau börn sem sinnt er af Barnadeild Heilsuverndarstöðvar
Reykjavíkur. A Barnadeild Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur og í útibúi í
Langholtsskóla, bárust 615 fæðingartilkynningar 1990 en 611 tilkynningar 1989,
sem eru um 13% allra fæðingartilkynninga þessi ár. Enginn einn staður sá um
jafn mörg börn og Heilsuverndarstöð Reykjavíkur. Á heilsugæslustöðvunum í
Hafnarfirði, Kópavogi, Árbæ og Seltjarnarnesi voru á milli 300 til 400 fæðingar-
tilkynningar en utan höfuðborgarsvæðisins bárust flestar tilkynningar á
heilsugæslustöðvarnar á Akureyri og í Keflavík eða á milli 200 og 300 tilkynn-
ingar (sjá nánar töflu B 5.1 í töfluhluta).
Ungbarnaeftirlit hefst oftast með því að hjúkrunarfræðingur eða ljósmóðir
heimsækir barn og foreldra fyrstu 6 vikurnar. Barnið kemur síðan í skoðun á
heilsugæslustöð við 6 vikna aldur og síðan við 3, 4, 6, 7, 10, 14 og 18 mánaða aldur
og loks við 2 1/2 og 4 ára aldur.
Börn eru skoðuð af lækni og hjúkrunarfræðingi og lögð er áhersla á fræðslu
um umönnun barna. Fylgst er með vexti barna og þroska og gerðar eru
viðeigandi ónæmisaðgerðir.
5.3. Heimahjúkrun
Samkvæmt lögum er framkvæmd heimahjúkrunar verkefni heilsugæslu-
stöðva. Þannig er framkvæmd hennar úti á landi en í Reykjavík koma fleiri
aðilar að þessari þjónustu (Landlæknisembættið, 1994, bls. 3). Heimahjúkrun
er líklega nokkuð vanskráð þó það sé vissulega misjafnt eftir heilsugæslu-
stöðvum. Á árinu 1990 voru skráðar um 70.000 vitjanir hjúkrunarfræðinga á
heilsugæslustöðvum vegna heimahjúkrunar, en tekið skal fram að skýrslur
vantaði frá 8 heilsugæslustöðvum (sjá töflu B 5.1 í töfluhluta). Á Heilsuverndar-
stöð Reykjavíkur voru skráðar tæplega 74.000 vitjanir hjúkrunarfræðinga
vegna heimahjúkrunar.
Hjúkrun í heimahúsum fer vaxandi bæði vegna íjölgunar aldraðra og aukins
skilnings á þýðingu heimahjúkrunar samhliða öðrum úrræðum á heilsufar-
svandamálum aldraðra. Það er nokkrum erfiðleikum bundið að bera saman
heildarfjölda vitjana vegna heimahjúkrunar á milli ára, einkum vegna þess að
ekki berast skýrslur um heimahjúkrun frá öllum heilsugæslustöðvum á ári
hverju. Þó er hægt að bera saman skráðar vitjanir á einstökum stöðvum og
Heilsuverndarstöð Reykjavíkur. Sem dæmi má nefna að á Akureyri voru
skráðar um 8000 vitjanir árið 1985 en næstum helmingi fleiri árið 1990. Á
Egilsstöðum voru skráðar um 350 vitjanir 1985 en tæplega 1000 árið 1990. í
Hafnarfirði voru skráðar tæplega 8000 vitjanir 1985 en um 9500 árið 1990
(Heilbrigðisskýrslur 1985 og 1990). Samkvæmt ársskýrslu Heilsuverndar-
stöðvar Reykjavíkur voru skráðar tæplega 35.000 vitjanir árið 1985 en um 74.000
árið 1990. Vitjunum vegna heimahjúkrunar hefur Qölga ört síðan 1990.
Heimahjúkrun getur verið tímafrek, einkum ef starfsfólk heilsugæslustöðva
þarf að fara um langan veg til að sinna skjólstæðingum sínum, eins og stundum
er raunin á landsbyggðinni.
78