Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1990, Blaðsíða 86
Áfengisneysla virðist hafa farið hægt vaxandi síðustu ár ef marka má
sölutölur. Þann 1. mars. 1989 var sala áfengs bjórs heimiluð og var það ár metár
hvað varðar áfengissölu á íbúa.
Tafla 5.4 Áfengisneysla 1980-1990
Áfenglssala 1000 lítrar Sterkt
Ár Bjór1> Vín áfengl
1980 3 1348 1257
1981 1 1433 1266
1982 5 1585 1217
1983 5 1812 1224
1984 207 1887 1333
1985 356 1754 1411
1986 317 1673 1541
1987 439 1672 1611
1988 504 1525 1702
1989 6947 1169 1383
1990 6472 1174 1349
1991 6043 1260 1372
Lítrar á hvem fbúa Lítrar af
15 ára og eldri hreirunvínanda
Sterkt áhvemíbúa
Bjór Vín áfengi 15 ára og eldri
0,02 8,15 7,60 4,33
0,01 8,52 7,53 4,36
0,03 9,26 7,11 4,25
0,03 10,42 7,04 4,39
1,18 10,71 7,57 4,51
2,00 9,85 7,92 4,41
1,76 9,28 8,55 4,58
2,40 9,13 8,80 4,73
2,70 8,16 9,11 4,60
36,67 6,17 7,30 5,52
33,83 6,17 7,06 5,24
31,10 6,49 7,06 5,13
1) Tölur ársins 1980-1988 tilgreina framleiddan bjór en frá og með 1. mars 1989, þegar sala
áfengs bjórs var heimiluð, eru sölutölur ÁTVR fyrir bjór tilgreindar.
Heimild: Hagstofa íslands, 1992, bls. 168.
Tölur um áfengisneyslu lækkuðu nokkuð aftur árið 1990, þó ekki yrðu þær
jafn lágar og þær voru áður en sala áfengs bjórs var heimiluð.
í ofangreindum tölum um sölu á áfengi er ekki tekið tillit til þess magns af
áfengi sem áhafnir skipa og flugvéla koma með og það magn sem ferðamenn
hafa meðferðis. Heimabruggað áfengi er að sjálfsögðu einnig undanskilið.
Á níunda áratugnum urðu nokkrar mikilvægar breytingar varðandi sölu á
áfengi. Skemmtistöðum og veitingastöðum með vínveitingaleyfi Qölgaði úr 37
árið 1980 í 206 árið 1990 (SÁÁ, 1992, bls. 3). Þá hefur útsölustöðum fjölgað og leyfð
hefur verið sala á áfengum bjór. Með tilliti til alls þessa má e.t.v. segja að
aukning áfengisneyslu hafi orðið minni en búast mætti við. Á sama tíma hefur
áfengismeðferð og áfengisvörnum vaxið fiskur um hrygg. Sem dæmi má nefna
að gerðar voru athuganir á árangri áfengismeðferðar SÁA á árunum 1984 og
1987. Talið var um verulegan bata að ræða, ef sjúklingur notaði ekki áfengi
næstu 2 árin á eftir meðferð. Samkvæmt þessari skilgreiningu voru varanlegar
batalíkur einstaklings sem kemur í meðferð í fyrsta sinn og lýkur fullri meðferð
um 60% (sama heimild, bls. 3).