Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1990, Blaðsíða 97
6. Heilbrigðisþjónustan
&-1 Uppbygging heilbrígöisþjónustu og heilbrígðisstefna
í lögum um heilbrigðisþjónustu, nr. 97/1990, segir að allir landsmenn skuli
eiga kost á fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem á hverjum tíma eru tök á að
veita til verndar andlegri, líkamlegri og félagslegri heilbrigði.
, í mars 1991 samþykkti Alþingi þingsályktun um íslenska heilbrigðisáætlun.
Islenska heilbrigðisáætlunin átti sér nokkurra ára aðdraganda. Árið 1977
samþykktu aðildarríki Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar að stefna að því
að um næstu aldamót hefðu allir jafnan rétt til heilbrigðisþjónustu sem gerði
þeim kleift að lifa heilbrigðu lífi. Sjö árum síðar settu Evrópuríki innan
stofnunarinnar sér 38 markmið sem ná þyrfti til að láta drauminn um
Heilbrigði allra árið 2000" rætast. Þingsályktunartillaga um íslenska
heilbrigðisáætlun var lögð fram á Alþingi árið 1987, endurskoðuð og rædd á
Heilbrigðisþingi í febrúar 1988, lögð aftur fram á Alþingi og loks samþykkt sem
ályktun Alþingis 19. mars 1991 (Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti, 1992).
^arkmið íslensku heilbrigðisáætlunarinnar er að bæta heilsufar þjóðarinnar.
Aætlunin var sett fram í 32 liðum og tók hún mið af markmiðum Alþjóða-
þeilbrigðismálastofnunarinnar.
A Islandi hefur heilbrigðisþjónustan lengi verið á ábyrgð ríkisvalds og
sveitarfélaga. Þann 1. janúar 1990 gengu í gildi lög sem samþykkt höfðu verið
arið áður (nr. 87/1989) um breytingu á verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga.
Með lögunum urðu miklar breytingar á yfirstjórn heilbrigðismála og málefna
almannatrygginga. Sjúkrasamlögin voru lögð niður og starfsemi þeirra að
fullu falin sjúkratryggingum Tryggingastofnunar ríkisins. Kostnaður sveitar-
félaganna, sem áður var 15% færðist yfir til ríkisins. Þátttaka sveitarfélaga í
atvinnuleysistryggingum var ennfremur færð yfir til ríkisins. Einnig var
starfsemi sjálfstætt starfandi heilsugæslustöðva færðar yfir til ríkisins, en það
eru þær heilsugæslustöðvar sem ekki starfa í tengslum við sjúkrahús
(Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti 1991, bls. 13-14). Eins og fram kemur í
kafla 6.2.4 hér að aftan eru áform um að flytja að nýju stóra þætti heilbrigðis-
þjónustunnar til sveitarfélaganna og láta þau kosta hana þó svo að þeim verði
mtlaðir tekjustofnar til þess.
Fyrstu lög um heilbrigðisþjónustu, sem tóku gildi í janúar 1974, skiptu
verulegu máli í uppbyggingu nútímalegrar heilbrigðisþjónustu um landið allt.
Aðalvandamál heilbrigðisþjónustunnar á þessum tíma var læknaskortur í
áreifbýli og var hann einkum talinn stafa af úreltri héraðsskipan. Talið var
nauðsynlegt að stækka héruðin og stofna heilsugæslustöðvar, sem gerðu
mögulega hópvinnu lækna og annarra heilbrigðisstarfsmanna. í heilbrigðis-
þjónustulögum var fólgin stefnumótun um uppbyggingu heilbrigðisþjónustunnar
þsr sem heilsugæsla hafði forgang (Framkvæmdanefnd um framtíðarkönnun,
Í986, bls. 116).
Heilsugæslustöðvar gegna lykilhlutverki í heilsugæslu á íslandi.
Uppbygging heilsugæslustöðva hefur gengið fremur greiðlega ef undan er skilin
Heykjavík þar sem enn hefur ekki verið lokið við uppbyggingu heilsugæslu-
95