Nýtt land-frjáls þjóð


Nýtt land-frjáls þjóð - 06.04.1972, Blaðsíða 1

Nýtt land-frjáls þjóð - 06.04.1972, Blaðsíða 1
NYTT 13. tbl. Fimmtudagur 6. apríl 1972. t. árg. T.AKTI JJÍaXi JkJ „Úr því Bandaríkjastjórn sá að sér ber að svara í sama tón“ Nýtt land hefur beðið mig, að skýra les- endum frá, hvað ráðið hafi afstöðu minni til afgreiðslu ríkisstjórnarinnar á svari við orðsendingu Bandaríkjastjórnar um lengingu flugbrautar á Keflavíkurflugvelli. í þessu máli eins og öðrum, sem varða samskipti við Bandaríkin, tók ég fyrst og fremst mið af því stefnumarki flokkanna, sem að ríkisstjórninni standa, að binda endi á bandaríska hersetu á íslandi. í mínum aug um er jákvæð afgreiðsla ríkisstjórnarinnar á erindi Bandaríkjanna um flugbrautarleng- inguna skref að því marki, að bandarískri hersetu ljúki án þess að það raski öðrum og eðlilegum samskiptum ríkjanna. Bandaríkjastjórn hafði, áður en núverandi stjórn kom til valda hér á landi, tekið að sér að annast lengingu flugbrautarinnar. Eftir að stjórnarskiptin.urðu í fyrrasumar, og nýja stjórnin birti stefnuyfirlýsingu sína, voru svo efndir á því fyrirheiti bundnar skilyrði um að horfið yrði frá settu marki um brottför hefsins. Ríkisstjórnin kunngerði jafnharðan að slík þvingunartilraun yrði að engu höfð, og bjóst til að annast sjálf útvegun f jár til að standa straum af nauðsynlegri lengingu flug brautarinnar. Þessi eindregna afstaða íslenzku stjórnar- innar varð til þess, að bandarísk stjórnvöld breyttu um afstöðu. Þau öfl í Washington, sem vildu reyna að beita íslendinga þving- unum, Iétu undan síga fyrir öðrum, sem ekki telja stætt á að setja eftirá óaðgengileg skil- yrði fyrir að gefið loforð sé efnt. Stefnubreyting Bandaríkjastjórnar i þessu máli er í samræmi við vaxandi tilhneigingu til hófsemi og raunsæis í bandariskri utan- ríkisstefnu. íslendingum ber að taka sinna- skiptunum sem merki um, að þau bandarisk Magnús Torfi Ólafsson . stjórnvöld sem um samskiptin við ísland fjalla, vilji láta í ljós að gengið verði af þeirra hálfu til viðræðnanna sem í hönd fara, og fjalla munu í fyrsta áfanga um endur- skoðun samningsins frá 1951, í góðri trú og á jafnréttisgrundvelli. Úr því að Bandaríkja- stjórri sá að sér, bar íslenzku ríkisstjórninni að svara í sama tón, eins og nú hefur verið gert. Mikill meirihluti íslendinga vill að erlendri hersetu í landinu ljúki fyrr en seinna, án þess að til óþarfa ýfinga komi milli íslands og Bandaríkjanna. Ríkisstjórn, sem sýnir í verki skilning á þessum þjóðarvilja, fullnæg- ir með því einu helzta skilyrðinu til að afla sér þess traust, sem er meginforsenda fyrir að henni auðnist að leiða afdrifaríkt utan- ríkismál farsællega til lykta. Magnús Torfi Ólafsson. Kristján frá Djúpalæk: jt r HORTUG ÞJOD I VANDA Allt fram á þessa öld lifðu fslendingar, sem algjör nátt- úrubörn, dreifð um annes og fjalladali. Ómenntuð verklega sækjandi allar þarfir til nátt- úrunnar, án þess að gefa neitt í staðinn. Sjúkdómar og slys sáu um grisjunina, fólkinu fjölgaði ekki úr hófi. Sam- rœmi milli auðlegðar náttúru eg þarfa barna hennar hélzt, engin eitrun né rányrkja, utan skógar hurfu. En þetta var starfsamt og hamingjuríkt fólk, vissi um fátt „betra“, gerði því ekki kröfur framyfir það, sem hugsanlegt var að fá. En allt í einu gerðist bylting. Það losnaði um aldalanga kyrr stöðu hugar og handa. Búseta dreifðra byggða raskaðist og flótti hófst til afmarkaðra svæða við víkur og fjarðar- botna, einkum að Faxaflóa. Tækni og menning, okkur alls framandi, varð krafa og trúar atriði. Komið var upp nokkurs konar vinnubúðum við víkur- mynnin og stórútgerð hafin, iðnaður settur upp ásamt þús und skrifborðum og stólum í sölum undir skýrslugerð og bókfærslu talna. Frumstæð náttúrubörn voru nú barin til bókar og iðna, sem var þeim allt jafnfjarri eðli. Lífsleiði og falskt verðmælamat varð af- leiðingin, ásamt mistökum á mistök ofan í tilraunavinnu á nýjum atvinnuplönum. Fram- sýnir braskarar sáu hér kom- ið hráefni í færibönd, sem gæti borið þá upp á tinda fjár og frama. Þeir skópu stjórn- málaflokka og boðuðu hver sína trii. Trúin er hið eina, sem slegið getur dómgreind frumstæðra manna nægilegri Lenging flugbrautarinn- ar á Keflavíkurflugvelii breytir í engu stefnu ríkisstjórnarinnar í varnarmálum Þann 28. marz lét Bandríkjastjórn frá sér fara eftir- farandi tilkynningu. Ríkisstjórn Bandaríkjanna hefir í dag tilkynnt, að hún samþykki fyrir sitt leyti að sjá um vissar endur- bætur á Keflavíkurflugvelli. Umræður um þessar framkvæmdir hófust milli ríkis- stjórnar Bandaríkjanna og ríkisstjórnar íslands 1970-71 og var málið lagt fyrir Bandaríkjaþing 1971. Hér er fyrst og fremst um að ræða lengingu þverbrautar. Aðrar framkvæmdir miða að því að endurbæta aðstöðu fyrir flugvélar varnarliðsins. Ákvörðunin um að fallast á of- angreindar framkvæmdir byggist á þeirri skoðun ríkis- stjórnar Bandaríkjanna, að lenging þverbrautarinnar og bætt aðstaða fyrir flugvélar varnaliðsins sé hags- munamál bæði hvað snertir flugöryggi og varnarmátt Atlantshafsbandalagsins. Ef samþykki ríkisstjórnar íslands kemur til, geta framkvæmdir væntanlega hafist innan skamms. í fyrradag hélt íslenzka ríkisstjórnin fund, þar sem u mál þetta var tekið til ákvörðunar og eftir þann fund | var gefin út eftirfarandi fréttatilkynning: Einar Ágústsson, utanrikisráðherra, afhenti í dag sendifulltrúa Bandaríkjanna, Theodore Tremblay, svar við greinagerð þeirri er bandaríski sendiherrann afhenti 27. marz s. 1. um lengingu þverbrautar á Keflavíkur- flugvelli og aðrar framkvæmdir þar. f svarinu segir, að ríkisstjórn íslands samþykki ofan- greindar framkvæmdir. Jafnframt er bent á það á- kvæði í málefnasamningi ríkisstjórnarinnar að varnar- samningurinn skuli tekinn til endurskoðunar eða upp- sagnar í því skyni, að varnarliðið hverfi frá íslandi í áföngum og að því stefnt að brottför liðsins eigi sér stað á kjörtímabilinu, og tekið fram, að samþykkt á framlengingu þverbrautarinnar breyti í engu stefnu ríkisstjórnarinnar að því er dvöl varnarliðsins hér snerti. Á ríkisstjórnarfundi greiddu ráðherrar Alþýðubanda- lagsins atkvæði gegn því, að ofangreindu tilboði Banda- ríkjanna yrði tekið og létu bóka ágreining af sinni hálfu. Reykjavík, 4. apríl 1972 FORSÆTISRÁÐUNEYTIÐ. Prófessor Gylfi Forseti íslands hefur sam- kvæmt tillögu menntamála- ráðherra skipað dr. Gylfa Þ. Gíslason prófessor í rekstrar- hagfræði í tengdum greinum í viðskiptadeild Háskóla ís- lands frá 1. marz 1972 að telja. Umsækjendur um prófessors embætti þetta voru tveir, þ.e. Gylfi Þ. Gíslason og Sveinn Valfells, rekstrarverkfræðing- ur. blindu svo pólitíkusar og aðr- ir slíkir geti mótað þá að vild og látið þá þjóna undir sig Hver pólitíkus æsti upp lægstu hvatir síns hóps og kenndi þeim að heimta allt fyrir sig og sína af hinum og gegn. Þannig skópu þeir „stéttir" og skópu þeim hugmyndaheim sem aðeins var blekkingavef- ur. Aðaluppistaða hugmynda- heimanna var „Ég“ og fyrir „Mig“. Græðgin varð innsta eðli, öfundin hið næsta, þessar hjúpaði svo skynhelgin, er skráði á fána sinn „stétt með stétt“ og ,flokkur allra stétta*. En peningar urðu hið sanna keppikefli, þó ekki veg.ua þeirra sjálfra, heldur vegna þeirra þarfa, sem lýðskrumar ar skópu fólkinu og fullnægðu svo gegn framsali hinna mis- vel-fengnu peninga. Nú stendur stétt gegn stétt FTamhald á bls. 2

x

Nýtt land-frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt land-frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/1529

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.