Nýtt land-frjáls þjóð - 06.04.1972, Blaðsíða 6
6
£ n¥tt land
FRAMTIÐARSTARF
Tölvuvinnsla
Borgarspítalinn óskar að ráða sem fyrst, háskóla-
menntaðan starfsmann til að annast stjórnun
skipulagningu og forritun á gagnavinnsluverk-
efnum spítalans.
Starfið býður upp á fjölbreytilegt og flókin við-
fangsefni á nýjasta sviði tölvutækninnar og krefst
frumkvæðis og starfsgetu umsækjanda.
Skriflegar umsóknir greini aldur, nám og fyrri
störf, sendist framkvæmdastjóra Borgarspítalans,
fyrir 1. maí n. k.
Reykjavík, 4. apríl 1972
Heilbrigðismálaráff Reykjavíkurborgar.
ÚTBOÐ
Tilboð óskast i sölu á 10 spennubreytum fyrir Raf-
magnsveitu Reykjavikur.
Útboðsgögn eru afhent í skrifstofu vorri.
Tilboðin verða opnuð á sama stað föstudaginn 5.
maí n.k. kl. 11.00 f.h.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
íkirkjuvegi 3 — Sími 25800
Deildarhjúkrunarkonustaða
Staða deildarhj úkrunarkonu á nýrri sjúkradeild,
endurhæfingar- og bæklunarlækningadeild í Land-
spitalanum, er laus til umsóknar. Laun samkvæmt
kjarasamningum opinberra starfsmanna.
Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur, menntun
og fyrri störf sendist stjórnarnefnd rikisspítalanna,
Eiríksgötu 5, fyrir 18. apríl n.k.
Reykjavík, 4. apríl 1972
SKRIFSTOFA RÍKISSPÍTALANNA.
ökukennarapróf —
Ökukennarapróf og próf á bifreið fyrir fleiri en 16
farþega verða á Akureyri og í Reykjavík í þessum
mánuði.
Umsóknir ásamt tilskyldum fylgiskjölum skulu ber-
ast til bifreiðaeftirlitsins á Akureyri eða Reykjavík
fyrir 13. þ. m. Á Akureyri er tekið á móti umsóknum
á skrifstofu bifreiðaeftirlitsins við Þórunnarstræti
en í Reykjavík í fræðilega prófherberginu, Borgar-
túni 7 milli kl. 17 og 18.
Reykjavlk, 4. apríl 1972
BIFREIÐAEFTIRLIT RÍKISINS.
Bókmenntafræðsla
Framh. af bls. 4
Gildi fagurra lista fyrir menn
einstakling ætti að vera okkur
öllum ljóst. Sá mikli og al-
menni áhugi fólks á popp-
hljómsveitum og nútíma söng
ingarlif-þjóðarinnar og hvern
og tónlist gefur ærið tilefni til
endurmats á allri söngkennslu
á skyldunámsstigi og fram-
haldsskólastigi.
Ef gert væri ráð fyrir mjög
verulegri aukningu á músík-
fræðslu í skólum, þannig að
til viðbótar almennri söng-
kennslu, kæmi einnig kennsla
í hljóðfæraleik í stærri eða
smærri hljómsveitum, svo
ekki sé fleira nefnt, þá rækj-
um við okkur strax á skipu-
lagslegt vandamál, sem stend
ur í beinum tengslum við ríkj
andi uppeldisstefnu. Hér á ég
við þá stefnu, að öll skólabörn
eigi að njóta sambærilegrar
menntunar án tilliti til bús-
setu. Nú vitum við, að í fram-
kvæmd er ekkert fjarri sanni,
í stórum kaupstaðaskólum er
aðstaða til ýmissa hluta mun
betri en í fámennum skólum
sveitanna. En enda þótt svo
sé, verður að teljast mjög hæp
ið að vinna að menntunarjöín
uði á þann hátt að draga úr
athafnarsviði stóru skólanna.
Músíkfræðsla skólabarna í
Trékyllisvík verður sízt verri
við það þótt börnin í Lang-
holtsskóla fái aðstöðu til þess
að spila í hljómsveit eða læra
ballett. Með tilkomu sjónvarps
ins eykst hið almenna gildi
aukinnar músíkkennslu þar
sem aðstæður eru fyrir hendi,
en slík fræðsla hefur ómetan-
legt menningargildi fyrir þjóð
ina í heild, auk þess sem það
mundi stuðla að aukinni fjöl-
breytni í dagskrá sjónvarps-
ins og fjölbreytni i tómstunda
og skemmtanalífi ungs fólks.
Það er því fyllsta ástæða til
þess að taka upp skipulagða
listfræðslu, ekki einungis á
skyldunámsstigi heldur einnig
á framhaldsskólastigi. Ef fram
haldsskólastigið verður sam-
ræmt samkvæmt framkomn-
um tillögum (sbr. 3. gr.) ætti
að vera auðvelt að nýta hina
ýmsu listskóla (s. s. tónlista-
skóla, myndlistaskóla, leik-
listarskóla, ballett- og dans-
skóla, o. fl.) sem stofnaðir
f hafa verið og starfræktir eru
víða um land. Áhugamenn um
listfræðslu ættu því að taka
höndum saman og hefja um-
ræður um framtíðarskipulag
listfræðslu í skólum landsins.
Verkalýðsmál
Framhald af bls. 5.
Múrarar.
Múrarafélag Reykjavíkur
hefur nú í undirbúningi
skemmtiferð til Mallorka og
er gert ráð ‘r að fyrri ferð-
in hefjist 1 ' k égústmánaðar
og sú seinn' um mánaðamót-
in águst-september.
Fleiri á ferðinni.
Nokkur verkalýðsfélög und-
irbúa nú sumarferðir innan-
lands og utan á suinri kom-
anda. — Vaxandi fjárráð or-
lofssjóða félaganna hafa auk
ið áhuga verkalýðsfélaganna
á sameiginlegum ferðalögum.
Auglýsing
til þeirra aðila, einstaklinga eða stofnana, sem
skipti hafa við fjármálaráðuneytið.
Fjármálaráðuneytið hefur ákveðið að gera til-
raun til að bæta þjónustu ráðuneytisins við við-
skiptaaðila þess, þ. e. a. s. reyna að tryggja þeim
betri þjónustu og greiðari afgreiðslu mála en ráðu-
neytið lætur nú í té, hvort sem um er að ræða
munnleg erindi eða skrifleg. Þetta hyggst ráðu-
neytið gera með því að koma ákveðnara skipulagi
en verið hefur á vinnutilhögun starfsfólks ráðu-
neytisins í þeim tvíþætta tilgangi að veita viðskipta-
aðilum ráðuneytisins öruggari aðgang að starfs-
mönnum þess tiltekinn hluta dagsins og gefa starfs-
mönnum kost á að vinna á öðrum tímum dags
önnur störf í ráðuneytinu, sem krefjast samfellds
næðis.
Tilraun þessi getur því aðeins náð tilgangi sínum,
að viðskiptaaðilar ráðuneytisins taki þátt í henni
og hagi störfum sínum í samræmi við þær óskir,
sem hér á eftir eru gerðar:
Þess er óskað, að aðilar, sem erindi eiga á skrif-
stofur ráðuneytisins ákveði símleiðis viðtalstíma
fyrirfram og beini símtölum á sérstakan símavið-
talstíma þannig:
Viðtalstímar
mánudaga—föstudaga kl. 8.45—11.00 f.h.
miðvikudaga kl. 17.00—19.00 e.h.
Símaviðtalstímar
mánudaga—föstudaga kl. 11.00—12.00 f.h.
miðvikudaga kl. 16.00—17.00 e. h.
Er með viðtalstíma á miðvikudögum leitazt við að
tryggja, að hver sem er geti náð tali af starfsmönn-
um ráðuneytisins án tillits til síns eigin vinnutíma.
Munu allir starfsmenn verða við látnir til viðtala
á þeim tima, sem að framan greinir, nema brýn
forföll hamli.
Aðra hluta vinnudagsins en að framan greinir,
verða skrifstofur ráðuneytisins að vísu opnar, en
þá munu starfsmenn ráðuneytisins verða bundnir
við önnur störf í ráðuneytinu.
Því fer ráðuneytið þess á leit, að viðskiptaaðilar
þess komi ekki til viðtala óboðaðir eða án fyrirfram
samkomulags á öörum tímum dags, en hér að fram-
an greinir.
Simamiðstöð mun sjá um að koma símaboðum til
starfsmanna og þeir þá hrirígja aftur til hlutaðeig-
andi, þegar færi gefst, einkum tíiilli kl. 10 og 11 á
morgnana. Simamiðstöð mun ennfremur aðstoða
viö' að skipa viðtölum starfsmanna á viðtalstíma.
Ráðuneytið mun gera þessa tilraun fyrst í stað
til júníloka, og þá taka ákvörðun um, hvort þessu
skuli haldið. Jafnframt mun á grundvelli þeirrar
reynslu tekin afstaða til, hvort svipað vinnufyrir-
komulag mætti taka upp í fleiri opinberum stofn-
unum.
Almennur viðtalstími ráðherra verður eftir sem
áður á miðvikudögum fyrir hádegi.
FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ, 28. marz 1972.
Innréttingar
Tilboð óskast í frágang innanhúss í byggingu Veð-
urstofu íslands við Bústaðaveg, Reykjavík.
Innifalið í verkinu er smíði veggja, lofta, hurða,
borða, skápa o. s. frv. og ennfremur dúkalögn og
málun.
Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Borgar-
túni 7, Reykjavík, gegn 5.000,00 kr. skilatryggingu.
Tilboð verða opnuð á sama stað föstudaginn 14.
april kl. 11:00 f.h.
INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS
BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844
/w?\