Nýtt land-frjáls þjóð - 06.04.1972, Blaðsíða 8
Þann 4. þ. m. varð Hið íslenzka Prentaraféla g 75 ára. Það hefur frá upphafi verið í for-
Fréttatilkynning
Fundur menntamálaráð-
herra Norðurlanda var hald-
inn í Osló fimmtudaginn 23.
þ. m. til þess að ræða tillögur
að fjárhagsáætlun æa fram-
kvæmdir á sviði, mennmgar-
mála á grundvelii nofræna
menningarmálasamningsins,
sem tók gildi í. janúar 1972.
Einnig var sameiginlegur fund
ur ráöherranna og mennta-
málanefndar Norðurlanda-
ráðs, en formaður hennar er
dr. Gylfi Þ. Gíslason, alþingis
maður.
Á fundinum voru menn
sammála um að ætla 450 þús.
d. kr. á árinu 1972 til þess að
koma á fót eldfjallarannsókn
arstöð á íslandi.
Þá var ákveðið til hverra
skyldi leita um að taka sæti
í þremur ráðgefandi nefndum,
sem komið verður á fót til að
fjalla um kennslumál, rann-
sóknarmál og önnur menning
armál.Verður skýrt frá nefnda
skipununum síðar þegar end-
anlega hefur verið frá þeim
gengið.
Fjárhagsáætlunin gerir ráð
Framhald á bls. 2.
ustu fyrir íslenzkum verkalýðsfélögum og það hefur ósjaldan brotið upp á ýmsum hags-
bótum launþegum til handa. Þessi mynd er af núverandi stjórn Prentarafélagsins. Blaðið
óskar prenturum til hamingju með félag sitt og mun nánar geta þess síðar.
Það eru margar ástæður
til þess að við birtum
hér brot úr kvæði eftir
Guðmund skólaskáld.
Guðmundur Guðmunds-
son (1874-1919) var ein-
lægur friðarsinni og gott
skáld. íslenzk bók-
menntasaga er fáorðari
en skyldi um þennan á-
gæta höfund. Eftirfar-
andi brot úr Ijóðaflokkn
um „Friöur á jörðu“ höfð
ar ekki síður til okkar í
dag heldur en árið 1911
þegar það birtist fyrst á
prenti.
J^álcind
„Hvað kemur okkur íslendingum við
þótt aðrar þjóðir berjist suður í löndum?
Því hér ber aldrei ófrið neinn að höndum..
Hvað varðar oss um allra þjóða frið?“
Já, svo er spurt. — En skammsýn, skilsljó þjóð,
þú skilur ei, hvað til þíns friðar heyrir!
— Þú veizt ei, hvað þér auðnan lengi eirir,
ef Norðurlöndin döggvar dauðablóð.
— Vér höfum aldrei eignast flota og her,
og oss frá slíku tjóni gæfan forði!
en bæði í haturs-hugsun, verki og orði
hver annan stöðugt vegið höfum vér!
Og „hlutlaust ríki“ en annað ekki en spor
í átt til friðar, meðan hermál vaka, —
þar verður dýpra árum í að taka,
ef ómætt skal um frelsi og kjörin vor.
Og munið eitt: að aldrei smáþjóð nein
er óhult meðan striðið loftið skyggir, —
rétt hennar engin vernd með vopnum tryggir,
það getur alheimsfriður fullgerð ein.
Og gætum þess, að hangir okkur hjör
of höfuðsvörðum: rógur vor á milli,
er lamar framkvæmd handa og hugarsnilli
og heftir vora þráðu sigur för.
Svo leggjum allir hönd á heimsbót þá,
er hæst er sett á tímans stefnuskrá!
Og byrjum fyrst í okkar heimahögum
að hjálpa röðli að fjölga sólskinsdögum!
Er mannaást tengist hreinni ættlands-ást
hjá öllum landsins börnum. skal það sjást,
að þjóðin vor á framtíð fyrir höndum
og fegri en nokkur þjóð í öðrum löndum.
Mánudaginn 27. apríl s. I. hélt starfsráð fund um mennta-
málin. Menntamálaráðherra Magnús Torfi Ólafsson flutti inn
gangsorð og svaraði fyrirspurnum. Að vonum bar margt á
góma. Undanfarin ár hefur ríkt „heftiplástursaðferð“ við-
reisnar í menntamálum.
Verkalýðsmálanefnd hefur tekið að sér að undirbúa næsta
starfsráðsfund, sem haldinn verður á Hótel Esju í apríllok
og verður hann boðaður með bréfi.
Á annan í páskurn var „Opið hús“ í húsakynnum Húnvetn-
ingafélagsins við Þingholtsstræti (skráð á Laufásvegi 25).
Þetta er nýjung í jsólitískri starfsemi. Samtökin vilja stuðla
að því að óflokksbundið fólk svo og Samtaka fólk geti hitzt og
rætt um daginn og veginn. Er í ráði að fá forsvarsmenn SFV
til að vera á staðnum til skrafs og ráðagerða. Þarna er selt
kaffi og er allt mjög óformlegt og í rabbfundastíl. Hugsan-
legt er, að fyrirlesarar fáizt til að halda erindi um ýmis mál-
efni og er starfsemi þessi í mótun og uppbyggingu og er von
til þess, að á þennan hátt takizt að opna hinn flokkslega
hring ólíkt því sem gengur og gerist í ísl. stjórnmálalífi. Fólb
er almennt beðið að leggja hönd á plóginn og stuðla að því
að „Opið hús“ verði umræðuvettvangur borgaranna um þjóð-
mál og þar með eins konar hugmyndasmiðja. Næsta „Opið
hús“ verður sunnudaginn 16. apríl kl. 2-6 og verður nánar aug
lýst síðar.
Framkvæmdastjórn SFV boðar til fundar félaga innan SFV
á aldrinum 35 ára og yngri í Tjarnarbúð (uppi) miðvikudag-
inn 12. apríl kl. 20.30.
Fundarefni verður hugmynd um stofnun æskulýðsnefndar
SFV og önnur mál, sem fundarmenn kunna að vilja ræða.
Þess er fastlega vænst að félagar f jölmenni.
Félagsfundur um borgarmál og sameiningarmál verðnr
haldinn á Hótel Esju 10. apríl kl. 8.30. Steinunn Finnboga-
dóttir, borgarfulltrúi, hefur framsögu um borgarmálin Og
Inga Birna Jónsdóttir, form. SF„ segir frá sameiningarvið-
ræðum vinstri félaganna. Nánar auglýst síðar.
Stjómin.
L
í
Fimmtudagur 6. apríl 1972.