Nýtt land-frjáls þjóð


Nýtt land-frjáls þjóð - 06.04.1972, Blaðsíða 2

Nýtt land-frjáls þjóð - 06.04.1972, Blaðsíða 2
* NYTT LAND Listamannalaunum hafnað Undanfarin þrjú ár hefur starfsstyrkjum verið úthlutað til listamanna, og komið hafa fram tillögur um ac? véita listamannalaun eftir sams konar reglum Ég teldi það spor i rétta átt, ef þessar til- lögur næðu fram að ganga. Aftur á móti ev "úaildandi kerfi og framkvæmd þess svo heimskuleg, að ómögulegt er að líta á það sem alvarlega til- raun ríkisvaldsins til að efla íslenzkt listalíf með almanna- fé. Þrátt fyrir mikla óánægju, bæði meðal listamanna og al- mennings, hefur gamla fyrir- komulagið haldizt. Nefndin er kosin út frá flokkspólitískum sjónarmiðum og í henni sitja — og hafa setið — menn sem hvorki hafa vilja né tækifæri til að fylgjast með því sem er að gerast á sviði lista. Gamal- Lausar stöður Þrjár kennarastöður við Menntskólann á Akureyri eru lausar til umsóknar. Kennslugreinar: íslenzka, félagsfræði, stærðfræði og eðlisfræði. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, Reykjavik, fyrir 15. maí n. k. Menntamálaráðuneytið, 29. marz 1972. Hf. Eimskipafélag ísiands AÐAL- FUNDUR Aðalfundur H.f. Eimskipafélags íslands verður haldinn í fundarsalnum í húsi félagsins í Reykja- vifc, þriðjudaginn 16. mai 1972, kl. 13.30. Dagskrá: 1. Aðalfundarstörf samkvæmt 13. grein samþykkta félagsins. 2. Tillögur til breytinga á samþykktum félagsins, samkvæmt 15. grein samþykktanna (ef tillögur koma fram). 3. Önnur mál, löglega upp borin. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hlut- höfum og umboðsmönnum hluthafa á skrifstofu fé- lagsins, Reykjavík 10.—12. maí. Reykjavík, 22. marz 1972. STJÓRNIN. ÚTBOÐ Tilboð óskast í gatnagerð og lagnir í nýtt íbúðar- hverfi syðst í Háaleitishverfi. Útboðsgögn eru afhent í skrifstofu vorri gegn 3.000,00 króna skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 12. apríl 1972 kl. 11.00 f.h. INNKAUPASTQFNUN REYKJAVÍKUR6ORGAR Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800 mennasjónarmið hafa verið ríkjandi, þannig að úthlutun- in hefur litið út eins og elli- og raunabótastyrkir, en geng- ið fram hjá ungu listafólki og þannig hefur óbeint verið stuðlað að stöðnun iistarinnar í landínu. Ég get því ekki, samvizku minnar vegna, tekið á móti þeim listamannalaunum sem mér voru veitt í ár, og mun ég ekki taka við slíkum launum fyrr en nauðsynlegar breyt- ingar hafa verið gerðar. Ég vil hvetja þá listamenn sem fengið hafa listamanna- laun í ár til að hafna þeim og knýja þannig fram umbætur á þessu fáránlega fyrirkomu- lagi. Jón Gunnar Árnason. Fréttatilkynning Framh. af 8. síðu fyrir, að varið verði sameigi- lega til menningarmála rúm- lega 31,6 millj. d. kr. á árinú 1973, auk tæplega 14 millj. d. kr., sem verða munu áfram í fjárlögum Norðurlandaríkja til málefna, sem ekki eru enn tekin með í sameiginlegu fjár hagsáætlunina. Er hér um nokkra hækkun fjárframlaga að ræða í heild, miðað við það sem verið hefur. Stjórnir og þing hvers að- ildariands mun fjalla um fjár hagsáætlunina til endanlegr- ar afgreiðslu í sambandi við f j árlög. Ráöherrafundinn sátu af ís lands hálfu Magnús Torfi Ólafsson, menntamálaráð- herra og Birgir Thorlacius, ráðuneytisstjóri. Menntamálaráðuneytið, 25. marz 1972. Hortug þjóð Framhald af bls. 1 í baráttu um hin fölsku verð- mæti og maður gegn manni. Samnefnið Þjóð er aðeins inni haldslaust skrautyrði til notk unar á helgum. En óhamingj- an ein er flestum þá sameign. Líkast til á enginn hópur mann bágra en við, þó við vitum það ekki. Við erum eins og útlent sáðgras í magurri mold á köldu vori. Hinar til- búnu „lífsnauðsynjar“ okkar verða aldrei nógar, því mikið vill alltaf meira. Og svo er komið, að það er ekki nógu gott að hafa mikið, ef aðrir hafa jafnt eða betur. Svo er komið hag náttúrubarna frá öldinni sem leið. Og öllu sönnu lífsverðmæti varð að svifta þessi börn. Það varð að eyða hinum erfða auði andans til að geta skapað holrúm fyrir hina nýframleiddu gerfivöru, innflútta eða stælda. Það verð ur að skapa þörf, svo hægt sé að selja. Listir heitir þessi auð ur nú. Ákaflega fallegt nafn á froðu. „Guð hjálpi Guoi“, sagði Matthías eitt sinn. Aldrei hef ur meiri örvænting þjappað sér í orðfærra ákall. Guð hjálpi þó fyrst vorri vesalings áttavilltu þjóð. Vinnubúðalýð við ókunnar víkur og firði, án tengsla við jörð og haf, lífs- fylling, svölun og frið í hjarta. K. Frétíatilkynning Ráðuneytið hefur í dag gef- ið út reglugerð um innflutn- ingsgjald af bifreiðum og bif- hjólum. Gjaldið hefur verið ákveðið 25% af cif-verði og er áætlað, að það valdi 10-12% verhækkun á bifreiðum. Tekjur af gjaldi þessu munu verða notaðar til vegagerðar skv. vegaáætlun 1972. Fjármálaráðuneytið, 4. apríl 1972. »vorið góða grænt og hlýtt...« r þegar komiö suður í álfu. LOFMIÐíh vorlækkun Loftieiða ICELANDIC gildir frá lapríl -15. maí

x

Nýtt land-frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt land-frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/1529

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.