Nýtt land-frjáls þjóð - 06.04.1972, Blaðsíða 5
NYTT LAND
IJIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHIIIIIIIIIIIII
iTiiiimmimimiiiiimiiiimiimimiiimiimiiiiimiiiiiimiiiiimiiimiiimiiiTi
Iðnám.
Iðnnemum fækkar frá ári
til árs, bæði tölulega og hlut-
fallslega. Flestír eru sammála
mm að lág laun iímnema sé
höfuðörsök þessa ófremdar-
ástands, sem þegar er orðinn
eðlilegri iðnþróun fjötur um
fót. Samtök iðnnema og
sveinafélögin telja að þennan
vanda eigi að leysa með því
að bæta kjör iðnnema, þar
sem augljóst sé, að meðan kjör
in eru svo bágborin sem raun
ber vitni, fáist ungt. fólk ekki
til þess að heíja iðnnám.
Þetta er rétt, en þótt kaup iðn
nema yrfci hækkað rnyndi það
sennilega ekki íeysa vanda-
mál iðnaðarins, hærri kaup
örfar ekki meistara til þess
að fjölga nemendum, og vanda
málið yrði trauðla leyst með
hærra kaupgjaldi iðnnemum
til handa.
Eina leiðin til þess að leysa
þetta vandamál er að afnema
meistaranámið og koma á
verknámsskólum og veita iðn
nemum fj árhagslega aðstoð
til námsins á sama hátt og
öðru æskufólki sem stundar
skólanám.
Forskóli í nokkrum iðngrein
um, sem komið hefur verið á,
er spor í rétta átt, fyrsta skref
ið til stofnunar verknáms-
skóla og afnáms meistara-
námsins.
Iðia á Akureyri.
Iðja félag verksmiðjufólks
á Akureyri og Starfsmanna-
félags SÍS efna sameiginlega
til utanlandsferða á sumri
Atvinnurekendur
Að gefnu tilefni skal vakin athygli á, að samkvæmt
ákvæðum heilbrigðissamþykktar Reykjavíkur þarf
löggildingu heilbrigðismálaráðs (heilbrigðisnefnd-
ar) á húsakynnum, sem ætluð eru til:
Tilbúnings, geymslu og dreifingar á matvælum og
öðrum neyzluvörum.
Matsölu, gisti- og veitingahússstarfsemi.
Skólahalds.
Reksturs barnaheimila, ennfremur sjúkrahúsa og
annarra heilbrigðisstofnana.
Reksturs rakara-, hárgreiðslu- og hvers konar
snyrtistofa.
Iðju og iðnaðar.
Umsóknir skulu sendar heilbrigðismálaráði áður en
starfrækslan hefst, og er til þess mælzt, að hlutað-
eigendur hafi þegar í upphafi samráð við skrifstofu
borgarlæknis um undirbúning og tilhögun starf-
seminnar um allt, er varðar hreinlæti og hollustu-
hætti.
HEILBRIGÐISMÁLARÁÐ.
Lögreglumannsstarf
Laust er til umsóknar starf eins manns í rann-
sóknardeiM lögreglunr“ir í Kópavogi. Æskilegt að
umsækjandi hafi reynslu í lögreglustörfum.
Nánari upplýsingar gefa yfirlögregluþjónn og að-
stoðaryfirlögregluþjónn Digranesvegi 4, Kópavogi.
Umsóknarfrestur er til 20. apríl n.k.
BÆJARFÓGETINN í KÓPAVOGI.
komanda. Gert er r;Vð fyrir
15 daga ferð og að lagt verði
upp 19. júlí.
Þá hyggst Iðja að venju
skipuleggja ferðir innanlands
á sumri komanda.
Skák í Reykjavík.
Fulltrúaráð verkalýðsfélag-
anna í Reykjavik og Taflfélag
Reykjavíkur gangast fyrir
skákmóti verkalýðsfélaganna
í Reykjavik og verður mótið
háð dagana 7., 8. og 9. april
n. k. Keppt verður í 4ra
manna sveitum.
Tll Rússlands.
Snorri Jónsson, framk.stjóri
A.S.Í. sótti þing Alþýðusam-
bands ráðstjórnarríkjanna,
sem fulltrúi íslands. Þingið
var háð í Moskvu.
Orlofsáramót:
Með orlofslögunum, sem
tóku gildi 1. jan.-s.-l. var or-
lofárinu breytt þannig, að or-
lofsárið hefst nú 1. apríl og lýk
ur 31. marz. Orlofsári því, sem
orlof í sumar verður reiknað
eftir lýkur þvi á föstudaginn
langa þ. e. 31. marz, en það
hófst 15. maí 1971.
4ra vikna orlof þýðir að laun
þegar fá tvo orlofsdaga fyrir
hvern unninn mánuð. í fram
kvæmd verður orlof fyrir fulla
vinnu því aðeins 22 dagar á
komandi sumri, þar sem or-
lofsárið frá 15. maí 1971 til
31. marz 1972 er ekki nema
10i/2 mánuður, reiknað sem 11
mánuðir og orlof samkvæmt
því 33 virkir dagar.
Sumarið 1973 verður orlof,
miðað við fulla vinnu, hins-
vegar 24 virkir dagar.
Samkvæmt nýju lögunum
verður orlof reiknað 8.33% af
allri vinnu, ef menn fá orlof
greitt með orlofsmerkjum.
Samkvæmt eldri orlofslög-
um var orlofið veitt á tíma-
bilinu 1. júní til 15. sept. Þessu
hefur nú verið breytt þannig,
að orlofstímabilið hefst 2. maí
og lýkur 15. september. —
nema viðkomandi verkalýðs-
félag hafi ákvæði um annað
orlofstímabil í samningum sín
um, en svo er um mörg verka-
lýðsfélög.
Vegna fyrrgreindra breyt-
inga á orlofsári og orlofstíma
bili er nauðsynlegt að laun-
þegar kynni sér þessar breyt-
ingar og hafi samráð við
stéttarfélag sitt um orlofstím
ann og tölu orlofsdaga.
Alþýðbankinn
Aðalfundur Alþýðubankans
verður haldinn 15. apríl n. k.
Auk venjulegra aðalfundar-
starfa verður tekin ákvörðun
um aukningu hlutafjár.
Verkamannabankinn.
Danski verkamannabank-
inn — Arbejdsmandbaken —
var stofnaður árið 1919 og er
nú einn af stærstu bönkum
landsins. — Bankinn hefur frá
upphafi notið fyllsta traust
verkalýðssamtakanna, enda er
hann eign þeirra og Sosila-
demokrataflokksins, og engra
annara, því engir einstakling-
ar eru meðal eigenda bankans.
Verkamannabankinn hefur
nú tekið upp fjölþætta fyrir-
greiðslustarfsemi fyrir laun-
þegasamtökin og félagsmenn
þeirra. Veitir bankinn marg-
víslega aðstoð á félagsmála-
sviðinu, skipuleggur ráðstefn-
ur, námskeið, skólarekstur,
allskonar fræðslustarfsemi og
veitir auk þess leiðbeiningar
um fjárfestingamál o. fl. Hef-
ur bankinn þegar tugi sér-
fræðinga í þjónustu sinni, víðs
vegar um alla Danmörku, sem
hafa þessi störf á hendi.
Framhald á bls. 6.
Auglýsing
um skoðun bifreiða í lögsagnar-
umdæmi Reykjavíkur
Aðalskoðun bifreiða i lögsagnarumdœmi Reykja-
vikur í apríl 1972.
Þriðj udaginn 4. apríl R-2401 til R-2550
Miðvikudaginn 5. — R-2551 til R-2700
Fimmtudaginn 6. — R-2701 til R-2850
Föstudaginn 7. — R-2851 til R-3000
Mánudaginn 10. — R-3001 til R-3150
Þriðjudaginn 11. — R-3151 til R-3300
Miðvikudaginn 12. — R-3301 til R-3450
Fimmtudaginn 13. — R-3451 til R-3600
Föstudaginn 14. — R-3601 til R-3750
Mánudaginn 17. — R-3751 til R-3900
Þriðjudaginn 18. — R-3901 til R-4050
Miðvikudaginn 19. — R-4051 til R-4200
Föstudaginn 21. — R-4201 til R-4351
Mánudaginn 24. — R-4351 til R-4500
Þriðjudaginn 25. — R-4501 til R-4650
Miðvikudaginn 26. R-4651 til R-4800
Fimmtudaginn 27. — R-4801 til R-4950
Föstudaginn 28. — R-4951 til R-5100
Bifreiðaeigendum ber að koma með bifreiðar sínar
til bifreiðaeftirlitsins, Borgartúni 7, og verður skoð-
un framkvæmd þar alla virka daga kl. 8,45 til 16,30
Aðalskoöun verður ekki framkvœmd á laugardög-
um.
Festivagnar, tengivagnar og farþegabyrgi skulu
fylgja bifreiðunum til skoðunar. Við skoðun skulu
ökumenn bifreiðanna leggja fram fullgild ökuskír-
teini. Sýna ber skilríki fyrir því, að bifreiðaskattur
og vátryggingagjald ökumanna fyrir árið 1972 séu
greidd og lögboðin vátrygging fyrir hverja bifreið
sé í gildi. Þeir bifreiðaeigendur, sem hafa viðtæki
í bifreiðum sínum, skulu sýna kvittun fyrir greiðslu
afnotagjalda ríkisútvarpsins fyrir árið 1972.
Ennfremur ber að framvísa vottorði frá viður-
kenndu viðgerðarverkstæði um að ljós bifreiðar-
innar hafi verið stillt. Athygli skal vakin á því, að
skráningarnúmer skulu vera vel læsileg.
Vanrœki einhver að koma bifreið sinni til skoðunar
á auglýstum tima, verður hann látinn sœta sektum
samkvœmt umferðarlögum og bifreiðin tekin úr
umferð, hvar sem til hennar nœst.
Þetta tilkynnist öllum, sem hlut eiga að máli.
Lögreglustjórinn í Reykjavík, 24. marz 1972.
Sigurjón Sigurðsson.
HAPPDRÆTTI HASKOLA ISLANDS
Á mánudag verSur dregið í 4. flokki.
4.100 vinningar að fjárhæð 26.520.000 krónur.
Á morgun er síðasti heili endurnýjunardagurinn.
Happdrætti Húskála Islands
4. FLOKKUR
i
4 á 1.000.000 kr. 4.000.000 kr.
4 á 200.000 kr 800.000 kr.
180 á 10.000 kr. 1.800.000 kr.
3.904 á 5.000 kr. 19.520.000 kr.
AUKAVINNINGAR:
8 á 50.000 kr 400.000 kr.
4.100
26.520.000 kr.