Nýtt land-frjáls þjóð


Nýtt land-frjáls þjóð - 06.04.1972, Blaðsíða 3

Nýtt land-frjáls þjóð - 06.04.1972, Blaðsíða 3
NYTT LAND NÝTTLAND FRJÁLS ÞTÓÐ tmmrnmrntmmm^^mamm^mmmmmmmmrnmmmmamummmmmmmmmi Útgefandi: Huginn h.f. Framkvæmdastjóri: Björgúlfur Sigurðsson Ritstjórn: Garðar Víborg, ábm., Bjarni Guðnason, Aðalgeir Kristjánsson, Halldór S. Magnússon, Ingólfur A. Þorkelsson. Ritstjórnarfulitrúi: Lárus B. Haraldsson. Ritstj., afgr., augl.: Ingólfsstræti 8 - Simar 19215 og 19985 Setning og prentun: Prentsmiðjan Edda h.f. Áskriftargjald kr. 800,00 árg. - í lausasölu kr. 20,00 eint. Orð skulu standa Málefnasamningur sem núverandi stjórnarflokkar hafa gert með sér er grundvallaður á mörgum beim málum sem hafa verið höfuð baráttu- og hagsmunamál í áraraðir. Nú- verandi stjórnarflokkar lofa bar úrbótum fólki til handa í áföngum á næstu árum í f jölmörgum beim málum sem ekki hafa náð fram að ganga til bessa, brátt fyrir baráttu, hörð átök og löng verkföll. Óvinveittir valdhafar og sundruð og duglítil verkalýðs- barátta hafa verið íslenzkri launbegabaráttu fjötur um fót á Iiðnum árum, en fólkið sjálft hefur vanrækt að nýta brótt bann sem félagalega sterk samtök geta veitt og veita. í stað bess hefur fólkið haldið að sér höndum, sundrað og óánægt verið áhorfendur og oftast látið pólitíska æfin- týramenn um mál sín. Þannig hafa málin bróazt fólkinu í óhag og kjör bess farið ört versnandi, brátt fyrir batnandi bjóðarhag, gott ár- ferði efnahagslega, mikil aflabrögð, vélvæðingu og bætta bú- skaparhætti. Hinsvegar hafa stórgróðamenn og stóreignamenn vaðið uppi og vaxið sem gorkúlur á mykjuhaug. Hér verður að breyta til og ef samningur núverandi stjórn- arflokka stendur, mun báð gerazt. TJm betta og samninginn í heild verðum við að standa sterkan vörð með rífttsstjórninni, líf hennar krefst bess. Við í S.F.V. munum láta orð forsætisráðherra núverandi stjómar okkur að kenningu verða og lesa stjórnarsamning- inn kvölds og morgna og fylgjast vel með, hvað bokast, hvað vinnst dag hvern og hvað hvert ár færir okkur nær beim takmörkum sem samningurinn lofar. Við munum jafnframt minna á bað sem hægt gengur eða gleymist, fellur niður á milli, lendir utan vegar. Ef við gerum bað ekki, svíkjum við bað fólk og okkur sjálf sem stóðum að sigri S.F.V. og feldum fyrrverandi stjórn. íslenzk stjórnmál voru komin í óleysanlegan vítahring sem tryggði óvinsælli ríkisstjórn brotlausa setu. Þáverandi stjórnarandstöðuflokkum, var um megn að rjúfa bann vítahring, hann hefði heldur ekki rofnað í síðustu al- bingiskosningum ef S.F.V. hefði ekki komið til hjálpar, — hér tala staðreyndir. Þess vegna verðum við að halda vöku okkar, halda áfram að efla samtökin félagslega og efla blaðið „Nýtt land“ fjár- hagslega og gera báð að góðu landsmálablaði. Skylda okkar er, að standa vörð um gerðir ríkisstjórnar- innar og hjálpa til við endurbyggingu bjóðarbúsins og bjóð- arheildarinnar efnahagslega og ganga ríkt eftir að kjör fólks- ins verði bætt, og að ekkert gleymist sem málefnasamning- urinn kveður á um, — öll bau orð verða að standa. G. V. DVALARSTYRKIR LISTAMANNA Menntamálaráð íslands hefur ákveðið að úthluta á þessu ári allt að 10 styrkjum, 80 þús. kr. hverjum, til handa listamönnum er hyggjast dvelja erlendis um a. m. k. tveggja mánaða skeið og vinna þar að listgrein sinni. Umsóknir sendist skrifstofu Menntamálaráðs, Skál- holtsstíg 7. Umsóknir verða afgreiddar tvisvar á árinu, vor og haust. MENNTAMÁLARÁÐ ÍSLANDS. iniiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiitiiuiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiyj. Ur víöri veröld iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii Lok borgarastyrj aldar í Súdan í Addis Abeba í lok febrúar 1972 náðist samkomulag um lok borgastyrjaldarinnar í Sú dan á milli ríkisstjórnar lands ins og skilnaðarhreyfingarinn ar í suðurhluta landsins, Anja Nja. Súdan verður sem næst sambandsríki, ef samkomulag ið verður staðfest. (Súdan er sem kunnugt er stærsta land Afríku, um 2,5 milljónir fer- kílómetra að flatarmáli, en í- búar þess eru um 15 milljónir að tölu). I. Borgarastyrjöldin í Súdan hófst i þann mund er Bretar drógu sig til baka, en skömmu áður en sjálfstæði landsins var lýst yfir. Hún hófst á upp- reisn suðurhersins svonefnda 18. ágúst 1954. Borgarastyrjöldin hefur ver ið háð af hörku og grimmd af báðum aðilum. Uppreisnar- menn munu sjaldan hafa hald ið saman fjölmennu liði. Engu að síður hafa fleiri en ein millj ón jarðyrkja flosnað upp í Suður-Súdan í átökunum. Þeir hafa ýmist leitað til bæja eða lengra inn í landið eða til nágrannalandanna. Þannig hafa um 163.000 flóttamann- anna leitað hælis í Uganda og um 40.000 í Zaire (Kongó). (Jafnframt hefur liðlega ein milljón manna haldið frá Suður-Súdan til Norður-Sú- dan í atvinnuleit, síðan landið hlaut sjálfstæði). Uppreisnarmenn eru sagðir hafa notið stuðnings vestur- veldanna og Israel, en aðdrátt arleiðir þeirra hafa legið um Eðíópíu, Uganda og Zaire (Kongó). Síðla á árinu 1971 samdi Súdan við Eðíópíu og Uganda um, að þau tækju fyr ir vopnasendingar til upp- reisnarmannanna, en ríkis- stjórn Súdan lýsti um leið yfir að hún væri reiðubúin að veita suðurhéruðum landsins meira sjálfsforæði en áður. Þegar svo var þrengt að kost- um þeirra, sáu uppreisnar- menn þann kost vænstan að ganga til samninga við ríkis- stjórn Súdan. II. í maí 1969, fáeinum dögum eftir að hann hrifsaði stjórn- artaumana í sínar hendur, veitti Nimeiry hershöfðingi suðurhluta Súdan nokkurt sjálfsforæði, þótt veigamestu ákvarðanirnar um mál hans væru eftir sem áður teknar í Khartoum. Ráðherra sá, sem tók við málum Suður-Súdan var Joseph Garang, sem var frá suðurhéruðunum og naut nokkurra vinsælda í þeim. Hann varð samt einn þeirra, sem stóðu að tilrauninni til að hrekja Nimeiry hershöfð- ingja frá völdum í júlí 1971. Nimeirv hélt völdunum að lok um, og Garang var tekinn af lífi. Við málum Suður-Súdan tók Abel Aleir. Síðar á árinu 1971 var Aleir kjörinn vara- forseti. í suðurhéruðunum voru um það leyti settir héraðs stjórar sem báru ráðherra- nafnbót. III. Samningaviðræðurnar í Addis Abeba fóru fram undir forsæti séra Burgess Carr frá Líberíu, ritara Al-Afríkuönsku kirkjuráðstefnunnar. Fyrir samninganefnd súdönsku rík Kunngerðar hafa verið til- lögur þær, sem fulltrúar Norð ur-Vietnam báru 1971 fram fyrir hönd ríkisstjórnar sinn- ar í samningaviðræðunum í París. Að sögn Times eru frið- artillögur Norður-Vietnam á þessa leið: 1. Allur herafli Bandaríkj- anna og bandamanna þeirra verði fluttur á brott á árinu 1971. 2. Allir hermenn og óbreytt- ir borgarar, sem hertekn- ir hafa verið í stríðinu, verði úr haldi leystir jöfn um skrefum sem herirnir verða á brott fluttir, og lokið verði við að leysa þá úr haldi, um leið og brott flutningi herjanna lýkur. 3. Bandaríkin láti af stuðn- ingi við stjórnmálavöldin í Suður-Vietnam, sem víki fyrir nýrri landsstjórn, sem bráðabirgðabyltinga- stjórnin geti hafið við við ræður um vandamál landsins. 4. Bandar. greiði skaðabæt- ur til ríkisstjórnarinnar 1 Hanoi og bráðabirgðabylt isstjórnarinnar var Abel Aleir varaforseti, en fyrir samninga nefnd uppreisnarmanna var Ebbon Gwonza, fyrrum ráð- herra, sem verið hefur í út- legð siðan 1965. Meginatriði samkomulags- ins eru þessi: Suðurhéruðin hljóti eigið þing og lands- stjórn í Juba. Suður-Súdanir skipti her landsins í samræmi við höfðatölu sína. Anja Nja- hreyfingin falli frá skilnaðar- stefnu sinni. ingastjórnarinnar vegna stríðstjóns. 5. Endi verði bundinn á i- hlutun Bandaríkjanna í Vietnam og þau virði Gen far-samkomulagsgerðirn- ar frá 1954 og 1962 um Indó-Kína og Laos. 6. Vandamál vegna sam- skipta landa Indó-Kína verði leyst af indó-kín- verskum aðilum á grund- velli gagnkvgémrar virð- ingar, sjálfstæðis, full- veldis og óskertra landa- mæra, og íhlutunarleysis um innanlandsmál hverra annarra. 7. Vopnahlé verði milli allra viðkomandi aðila, eftir að náðst hefur samkomulag um ofannefnd atriði. 8. Alþjóðlegu eftirliti verði á fót komið. 9. Alþjóðleg ábyrgð verði á varðveizlu grundvallar- réttinda þjóða Indó-Kína hlutleysis Suður-Vietnam Laos og Kambodsíu, og varanlegs friðar á svæð- inu. H. J. AUGLÝSING Norsk stjórnvöld bjóða fram nokkra styrki handa erlendum ungmennum til námsdvalar við norska lýðháskóla eða menntaskóla skólaárið 1972—73. Er hér um að ræða styrki úr sjóði, sem stofnaður var 8. maí 1970 til minningar um, að 25 ár voru liðin frá því að Norðmenn endurheimtu frelsi sitt, og eru styrkir þessir boðnir fram í mörgum löndum. Ekki er vitað fyrirfram, hvort nokkur styrkjanna kemur ! í hlut íslendinga. Styrkfjárhæðin á að nægja fyrir fæði, húsnæði, bókakaupum og einhverjum vasapeningum. Umsækiendur skulu eigi vera yngri en 18 ára og ganga þeir að öðru jöfnu fyrir, sem geta lagt fram gögn um starfsreynslu á sviði félags- eða menn- ingarmála. Umsóknum um styrki þessa skal komið til menntamálaráðuneytisins, Hverfisgötu 6, Reykja- vík. fyrir 14. april n.k. — Sérstök umsóknareyðu- blöK í ráðuneytinu. MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ, 29. marz 1972. Friðaitillögur N orður-V ietnam

x

Nýtt land-frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt land-frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/1529

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.