Nýtt land-frjáls þjóð - 06.04.1972, Blaðsíða 7
NYTT LAND
______________ *
Konráð Þorsteinsson:
MÁLEFNI VANGEFINNA
Nýlega flutti Karvel Pálma-
son ásamt fleirum tillögu á
Alþingi um athugun á þörf
fyrir byggingu heimila fyrir
vangefna. Vonandi nær þessi
þarflega tillaga fram að ganga
sem fyrst, því þrátt fyrir stór-
kostlegt átak, sem gert hefir
verið á undanförnum árum til
úrbóta í málefnum vangefina,
þá skortir ennþá mikið á að
bætt hafi verið svo sem þörf
er á úr þeirri vöntun sem enn
er á hælisrými fyrir vangefna.
Nýlega var haldinn aðalfund-
ur Styrktarfélags Vangefinna
i Reykjavík. Fundurinn var
hal»*\nn í hinu nýja og glæsi-
lega dagvistarheimili, sem fé-
lagið hefir haft forgöngu um
að reisa við Stjörnugróf, og
nefnist heimilið Bjarkarás.
Þetta heimili er talandi tákn
um þau „Grettistök“ í sam-
félagshjálp, sem unnt er að
lyfta, þegar velvilji og skiln-
ingur stjórnvalda, leggst á
eitt með áhuga og fórnfýsi fé-
lagasamtaka hugsjónafólks.
Það þarf ekki að leita langt
aftur í tímann, til þess að
komast í þann sjónarhól, sem
veitir innsýn í það ömurlega
ástand, sem þá var ríkjandi í
málefnum vangefinna. For-
eldrar og aðrir aðstandendur
urðu að hafa á heimilum van-
gefna einstaklinga, sem höfðu
hrópandi þörf fyrir hælisrúm,
þar sem þeir gætu verið í um-
hverfi því, sem þeim var eðli-
legt, og jafnframt fengið þá
umönnun, sem störfum hlaðin
móðir eða aðrir aðstandendur,
voru alls ófærir að inna af
hendi. Oft sköpuðust sorgleg
vandamál vegna umgengni
vangefinna unglinga við yngri
börn. En það var ekki í neitt
hús að venda. Þótt eins og áð-
ur hefir verið drepið á, sé
langt frá því að aðkallandi
þörfum sé fullnægt, þá er þó
um nær því ótrúlega breyt-
ingu að ræða frá þvi sem var.
Nú eru starfrækt hér á landi
fimm heimili fyrir vangefið
fólk. Af þeim er Kópavogshæl
ið stærst, en auk þess eru
heimili að Sólheimum í Gríms
nesi, Tjaldanesi og Skálatúni
í Mosfellssveit og heimilið Sól
borg á Akureyri. Einnig eru
starfandi tvö dagvistunar-
heimili, sem starfrækt eru á
vegum Styrktarfélags vangef-
inna í Reykjavík. Þetta eru
heimilin Lyngás við Safamýri
og Bjarkarás við stjörnugróf.
Það er án efa mikil þörf fyrir
a.m.k. eitt myndarlegt heimili
í hverjum landsfjórðungi.
Eins og gefur að skilja vilja
vandamenn vistfólksins geta
fylgst með því og heimsótt það
öðru hvoru. Alltaf er hætt við
að tengslin slitni frekar þegar
miklar fjarlægðir eru á milli.
Styrktarfélög vangefinna hafa
unnið aðdáanlegt starf í þessu
mikla mannúðar og velferðar
máli, og hvar myndu frekar
eiga við hvatningarorð Krists.
„Það sem þér hafið gert ein-
um af þessum mínum minn-
stu bræðrum, það hafið þér
gert mér.“ Viðhorf okkar sem
teljumst geðheil, til hinna van
gefnu hlýtur að mótast fyrst
og fremst af þeirri afstöðu, að
skapa þessum varnarlitlum
einstaklingum sem viðunan-
legastan aðbúnað, svo þeim
líði vel. í öðru lagi að veita
þeim þá fræðslu og þjálfun
andlega og líkamlega, sem þeir
geta veitt viðtöku. Vangefið
fólk hefir oft á vissum sviðum
mjög næman skilning og
hæfni til þess að taka á móti
uppfræðslu sem rótfestist í
hugarheimi þeirra. Uppörfun
og uppfræðsla um ýmsa hluti
getur veitt ómetanlegum
straumum gleði og uppörf-
unar inn í vitund þeirra og
skapað varanlega birtu í hug-
arheim þeirra. í þriðja lagi
að veita þeim fræðslu og þjálf
un sem miði að því að gera þá
að meiru eða minna leyti sjálf
bjarga. Ýmsir meira eða
minna vangefnir einstakling-
ar búa yfir hæfileikum, sem
þegar þeir leysast úr læðingi,
gera þeim kleyft að ganga út
í lífsbaráttuna með nýjum við
horfum nýrri orku, nýrri djörf
ung. Það væri langur listi, ef
upp ætti að telja nöfn allra
þeirra lífs og liðinna, sem með
fórnfúsu starfi hafa lagt hönd
að verki í þessu mikla upp-
byggingarstarfi. Ef til vill
verður þetta rakið siðar í ein-
stökum þáttum, t.|Ö. "þrekvirk
ið sem unnið hefir' verið að
Sólheimum í Grímsnesi. Það
lýsandi fordæmi sem hér er
um að ræða, ætti að vera okk-
ur öllum, bæði einstaklingum
og stjórnvöldum, hvatning til
þess að taka höndum saman
um það að leysa sem mest og
bezt úr aðkallandi vandamál-
um vangefinna og búa þeim
sem bjartasta og fegursta til-
veru. HeiU hverjum þeim sem
hönd á plóginn leggur.
Konráð Þorsteinsson.
Læknisstaða
Staða sérfræðings í lungnasjúkdómum við Vífils-
staði er laus til umsóknar. Laun samkvæmt kjara-
samningum Læknafélags Reykjavíkur og stjórnar-
nefndar ríkisspítalanna.
Umsóknir með upplýsingum um aldur, námsferil og l
fyrri störf sendist stjórnarnefnd ríkisspítalanna, |
Eiríksgötu 5, fyrir 24. apríl n.k.
*‘r:í ■’ Reykjavík, 22. marz 1972.
SKRIFSTOFA RÍKISSPÍTALANNA
t&X# & KttoOWr,
,t ■ ' - - '
«0*> <>”*?■
UfílÍM' *» '
gsÞÍ
——
Á ölium árstímum býður Flugféiagið yður
tíðustu, fljótustu og þægilegustu ferðirnar
og hagstæðustu kjörin með þotuflugi til
Evrópulanda.
Nú er tími vorfargjaldanna. Venjuleg far-
gjöld lækka um þriðjung til helztu stór-
borga Evrópu.
Það þorgar sig að fljúga með Flugfélaginu