Nýtt land-frjáls þjóð


Nýtt land-frjáls þjóð - 03.08.1972, Blaðsíða 2

Nýtt land-frjáls þjóð - 03.08.1972, Blaðsíða 2
2 NÝTT LAND Auglýsing um gjulddugu og innheimtu opinberru gjuldu í Reykjuvík Álagningu opinberra gjalda 1972 er nú lokið og hefur gjaldendum verið sendur álagningarseðill, þar sem tilgreind eru gjöld þau, er greiða ber sameiginlega til Gjaldheimtunnar samkvæmt álagningu 1972. Gjöld þau, sem þannig eru innheimt og tilgreind á álagningarseðli eru þessi: Tekjuskattur, eignarskattur, kirkjugjald, slysa- tryggingargjald vegna he'imilisstarfa, iðnaðargjald, slysatryggingargjald atvinnurekenda skv. 36. gr. 1. nr. 67/1971 um al’mannatryggingar, lífeyristrygg- ingagjald, almennur launaskattur, sérstakur launa- skattur, útsvar, aðstöðugjald, kirkjugarðsgjald, og iðnlánas jóðsgj ald. Samkvæmt reglugerð nr. 95 1962 um sam- eiginlega innheimtu opinberra gjalda í Reykjavík 1. gr. b-lið, ber hverjum gjald' anda að greiða álögð gjöld að frádregnu því sem greitt hefur verið fyrirfram. með 5 jöfnum greiðslum þ. 1. ágúst, 1. sept., 1. okt., 1. nóv. og 1. des. Séu mánaðargreiðslur ekki inntar af hendi 1.-15. hvers mánaðar. falla öll gjöldin í eindaga og eru lögtakskræf. Ef gjöld eru ekki greidd áður en 2 mánuðir eru liðnir frá gjalddaga verður gjaldandi krafinn um dráttarvexti af því sem órgeitt er, 1% fyrir hvern mánuð. eða brot úr mán- uði, sem líður þar fram yfir frá gjalddaga, unz gjöldin eru greidd. Dráttarvextir verða reiknaðir við áramót og innheimtir sérstak- lega á næsta ári. Gjaldendum er skylt að sæta því, að kaup- greiðendur haldi eftir af kaupi þeirra til- skyldum mánaðarlegum afborgunum, enda er hverjum kaupgreiðanda skylt að annast slíkan frádrátt af kaupi að viðlagðri eigin ábyrgð á skattskuldum starfsmanns. Reykjavík, 27. júlí 1972. Gjaldheimtustjórinn. Verkumenn Vegna stækkunar Áliðjuversins í Straums- vík óskum við eftir að ráða nokkra starfs- menn á eftirtalda vinnustaði: Kersmiðju Skautsmiðju Flutninga- og svæðisdeild. í flutninga- og svæðisdeild leitum við sér- staklega eftir mönnum sem hafa þunga- vinnuvélaréttindi eða eru vanir meðferð vinnuvéla, svo sem krana, lyftara o.fl. tækja. Þeim, sem eiga eldri umsóknir hjá fyrir- tækinu er bent á að hafa samband við starfsmannastjóra. Umsóknareyðublöð fást hjá bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar, Austurstræti, Reykjavík, og bókabúð Ollivers Steins, Hafnarfirði. Umsóknir óskast sendar eigi síður en 8. ágúst 1972 í pósthólf 244, Hafnarfirði. ÍSLENZKA ÁLFÉLAGIÐ H.F. Straumsvík. Nýr landlæknir Umsóknarfrestur um emb- ætti landlæknis rann út 20. júlí. Fjórir læknar sóttu um embættið, þeir Arinbjörn Kolbe’insson, Auðólfur Gunn- arsson, Brynleifur Stein- grímsson og Ólafur Ólafsson. Forseti íslands hefur í dag samkvæmt tillögu heilbrigð- ir- og trvgginpamálaráðherra skipað Ólaf Ólafsson lækni til að gegna embætti land- lækms frá 1. október 1972 að telja. Gjöf til Landspítalans Með gjafabréfi dagsettu 1. ágúst 1972 hefur stúkan nr. 1 Ingólfur I.O.O.F. í Reykja- vfk gefið geislalækningadeild Landsnítalans grunneeislun- artæki af gerðinni Therap’ix C-100. Þessi gjöf var gefin í til- efni 75 ára afmælis stúkunn- a.r, sem stofnuð var 1. ágúst 1997. Hallgrímur Dalberg vfir- meistari stúkunnar afhenti he’’ 1 brigðis’.nálaráðh. Masnúsi Kjartanssyni gjafabréfið í afmælisfagnaði hjá stúkunni í gær. Frá borgarstjórn Framhald af 8. síðu. íhaldinu. Fjárhagsáætlun er bindandi en ekki leiðbeinandi fyrir embættismenn Reykja- víkurborgar. Ég vil einnig benda á gíf- urlegar rekstrarhækkanir vegna stjómar borearinnar. Þannig hækkuðu gjöld vegna stjómar borgarinnar úr kr. 57.107.000,00 1970 í ki 78.101.000.00 árið 1971, eða um 37% og má skiota kostn- aðinum í þrennt eins og tafl- an á baksíðu sýnir. Borgarritari telur í grein- argerð sinm með reikningum borgarsjóðs, að meðaltals- hækkun launa milli ára með vísitöluhækkunum hafi num- ið ca. 28% og bendir einnig á verðlagshækkanir. Víst er þó, að launahækkanir og verðlagshækkanir skýra ekk'i hin stórhækkuðu útgjöld við stjórn borgarinnar á síðasta ári og bendi ég þá sérstak- lega á rekstur borgarskrif- stofunnar, sem hækkaði um 41% sbr. hér að ofan. Ég bað m.a. um skýringar á þessum hækkunum á umræddum borgarstjórnarfundi en fékk engin svör. Þessi staðreynd m.a. ýtir undir þá aknennu skoðun borgarbúa, að við bú- um við spillt embættis- mannakerfi, þar sem fjár- málaóreiða ríkir. sem ýta barf við og það rækilega. T’il gamans má geta þess, að Markús Örn Antonsson o.fl. komu með tillögu um skákkennslu j skólum. Var samþykkt samhljóða að vísa tillögunni til fræðsluráðs Reykjavíkur. Er vonandi, að sú bylgja skákáhuga, sem nú hefur risið vegna skákeinvíg- is aldarinnar — ’megi rísa enn hærra og eru skólarnir t'ilval- inn vettvangur til að efla skákiðkun almennt. Olafur Ragnarsson. LAUSAR STÖÐUR Menntaskólinn á ísafirði hefur þriðja starfs- ár sitt næsta haust. Skólinn heldur uppi kennslu á tveimur kjörsviðum: Raungreina- kjörsviði (tvískipt í eðlis- og náttúrufræði- braut) og félagsfræðikjörsviði. Nemenda- fjöldi næsta vetur er áætlaður milli 120 og 130 í 1. til 3. bekk. Skólinn er einsetinn. Kénnarastöður við skólann í eftirtöldum greinum eru hér með auglýstar lausar til uimsóknar: 1. Erlend mál: aðalgrein þýzka. 2. Erlend mál: aðalgrein enska. (Æskilegt að enskukennari gæti kennt að nokkru leyti við Gagnfræðaskólann á ísafirði). 3. Á félagsfræðikjörsviði (félagsfræði, hag- fræði, bókhald o.fl.): % úr stöðu, sem væntanlega verður ufllt starf skólaárið 1973/74. Viðskipta- að hagfræðimennt- un æskilegust. Skólinn sér kennurum sínum fyrir húsnæði. Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist menntamálaráðuneyt- inu, Hverfisgötu 6, Reykjavík, fyrir 20. ágúst n.k. Athygli skal vakin á því, að Gagnfræða- skólinn á ísafirði auglýsir lausar stöður í dönsku og viðskiptagreinum. Til greina kemur að umsækjendur annist jafnframt stundakennslu við eMnntaskólann. Men.tamálaráðuneytið, A6tin n" 24. júlí 1972. Skrifstofustúlku Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir að ráða stúlku til skrifstofustarfa hið fyrsta. Vélritunarkunnátta nauðsynleg. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins Rafmagnsveitur ríkisins, Starfsmannadeild, Laugavegi 116, Reykjavík. Tilboð óskast í innanhússfrágang (mús- húðun, pípulagnir, tréverk, málun o.s.frv.) í Læknamiðstöð á Egilsstöðum. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri gegn 5.000,00 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað 24. ágúst 1972, kl. 11,00 f.h.

x

Nýtt land-frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt land-frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/1529

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.