Bæjarins besta


Bæjarins besta - 30.04.1997, Blaðsíða 5

Bæjarins besta - 30.04.1997, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 1997 5 fjölbreytni í starfinu.“ Handverksfélagið hefur aðstöðu í skólanum á sumrin fyrir gallerý sitt sem nefnist Koltra og hefur það verið fjölsótt af ferðamönnum. Ýlfa segir að stefnt sé að því að taka þátt í stórri hand- verkssýningu á Akureyri í ágúst, en þar verða saman komin félög af öllu landinu. - En er möguleiki á að gera meira úr handverk- inu, þannig að fólk hafi það sem fullt starf? „Ég veit það ekki. Þetta er náttúrulega svo bundið við ferðamenn þannig að ég sé það eiginlega ekki fyrir mér. Það er svo erfitt að koma þessu á fram- færi en eftir því sem sölumöguleikar aukast, þá er meiri grundvöllur fyrir fólk að vinna við þetta. Hérna vantar marga aðstöðu og það þyrfti að ráða bót á því. - Í Bolungarvík er t.d. handverksfélagið Drymla í húsnæði sem bærinn útvegaði. Ættu bæjar- yfirvöld kannski að koma að þessum málum á Þingeyri? „Mér finndist frábært ef það yrði. Við höfum auðvitað fengið aðstöðu í skólanum á sumrin, en það dugir bara ekki - við þyrftum að búa við heilsárs aðstöðu.“ Takmarkið ekki endilega að selja mikið Mætti ekki hugsa sér að þið vinkonurnar réðuð fólk til starfa ef gripirnir ykkar ná almennri hylli lands- manna? „Ég hugsa að ég myndi aldrei fara út í það. Ég er aðallega að gera þetta fyrir sjálfa mig. Mér finnst bara gaman að vinna þetta og það er ekki endilega takmarkið að selja mikið. Það er auðvitað gott að fá inn fyrir leirnum og flutnings- kostnaði vegna hans. Ég myndi aldrei nenna að hella mér út í þetta á fullu. Ég er í annarri vinnu og þarf að annast heimili og börn, auk þess sem ég er að vasast í einu og öðru. Það er líka einhvern veginn þannig, að allt sem er kvöð á manni verður leiðinlegt. Ég get nefnt sem dæmi; að fyrir jólin var aðeins pantað hjá mér og það var þrýstingur á að klára verkefni, en þá leiddist mér þetta bara. Ég vil hafa þetta sem hobbí sem ég hef gaman af, en ekki þannig að þetta íþyngi mér.“ Í lokin berst talið að ástandinu á Þingeyri, en Ýlfa segir að töluvert sé um að fólk sé farið hugsa sér til hreyfings og veit um nokkrar stórar fjölskyldur sem eru að fara. - En er hún að fara? „Ekki á meðan ég hef vinnu. En ef ástandið verður áfram svona og andinn verður eins og hann er búinn að vera undanfarið, þá veit ég ekki hvort ég nenni að vera hérna áfram. Fólk er orðið þreytt og það vill fara sjá eitthvað gerast. Það er verið að berjast hér um hver einustu mánaðarmót við að láta enda ná saman með atvinnuleysisbótum. Ástandið framundan er svart og fólk ber það með sér, en ég er samt hissa á hvað það er, þrátt fyrir allt.“ - En þú ert ekki á því að handverkið geti hjálpað upp á þetta? „Ég veit það ekki. Sjálfsagt gætu einhverjir haft starf af því. Ég vill þó bara tala fyrir mig og ég hef svo mikið að gera að ég get ekki hugsað mér að bæta við verkefnum í þessu. Ég er í svo mörgu öðru, hestamennsku, íþróttum og fleiru, þannig að ég hreinlega kæmist ekki yfir það,“ sagði Ýlfa að lokum. Hyggjast byggja tíu íbúða fjölbýlishús á Eyrinni Eiríkur og Einar Valur hf., á Ísafirði Sundstræti 34 á Ísafirði. Þessu húsi er fyrirhugað að breyta í tíu íbúða fjölbýlishús. Byggingafyrirtækið Eiríkur og Einar Valur hf., á Ísafirði, sem fagnar 20 ára afmæli sínu þann 7. maí næstkomandi, er um þessar mundir að kanna möguleika á byggingu tíu íbúða fjölbýlishús við Sundstræti 34 á Ísafirði. Ekki er um raun- verulega nýbyggingu að ræða, heldur endurbyggingu á gömlu húsi sem hýst hefur m.a. fiskbúð og beitingaaðstöðu í eigu Hraðfrystihússins Norður- tanga. Núverandi eigandi hús- næðisins er Básafell hf., á Ísa- firði og standa yfir viðræður milli stjórnenda þess og Eiríks og Einars Vals hf., um kaup á því. ,,Hér er um að ræða tíu íbúðir. Ef við tölum um heildar- stærðir með sameigin, þá erum við að tala um íbúðir að stærðinni frá 84 fermetrum og upp í 161 fermetra. Ef við tölum aftur á móti um stærð séreignar, þá eru stærðirnar frá 73 fer- metrum upp í 144 fermetra,” sagði Tryggvi Guðmundsson, lögfræðingur á Ísafirði, en hann mun sjá um sölu íbúðanna ef af verður, og veita nánari upp- lýsingar um þær ásamt Eiríki Kristóferssyni, framkvæmda- stjóra Eiríks og Einars Vals hf. ,,Þarna er í rauninni verið að reyna að fjölga fjölbýlisíbúðar- húsnæði á Eyrinni sem verður í frjálsri eigu. Það er í sjálfu sér hlutur sem mikil nauðsyn er á, enda hefur verið mikill húsnæðisskortur á Eyrinni undanfarin misseri,” sagði Tryggvi. Verði tekin ákvörðun um endurbyggingu hússins, er gert ráð fyrir að íbúðirnar verði afhentar eigendum sínum, fullbúnar, næsta vor. Teikning af vesturhlið hússins, eins og hún mun líta út eftir breytingarnar. Ásmundur Guðnason hefur f.h. Hnífsdælingafélagsins í Reykjavík, farið fram á við Ísafjarðarbæ að kannaðir verðir möguleikar á afnotum félagsins af húsi á snjóflóða- hættusvæði í Hnífsdal. Einnig hefur Golfklúbbur Ísafjarðar sótt um að fá hús af þessu svæði til ráðstöfunar fyrir nýjan golfskála í Tungudal. Að sögn Kristjáns Þórs Júl- íussonar, bæjarstjóra Ísafjarð- arbæjar, er ætlunin að reyna selja flest húsin og að til greina komi að selja fyrrgreindum aðilum hús jafnt og hverjum öðrum. Hann segir að þó verði sett skilyrði fyrir kaupunum. Verði húsin t.d. notuð sem íverustaðir þar sem þau eru staðsett nú, þá gildi sömu reglur fyrir þau og gilda fyrir Tunguskóg, þ.e. að einungis verði leyft að búa í þeim frá 15. apríl til 15. nóvember. Það er Arnar Geir Hinriks- son, lögfræðingur, sem mun sjá um sölu húsanna fyrir hönd Ísafjarðarbæjar. Vill kaupa hús á hættusvæði Hnífsdælingafélagið í Reykjavík Stefnt er að sölu flestra húsa á snjóflóðahættusvæðinu í Hnífsdal.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.