Bæjarins besta


Bæjarins besta - 30.04.1997, Blaðsíða 8

Bæjarins besta - 30.04.1997, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 1997 Fyrirhuguð atvinnuvegasýning Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða Búist við að fjórðungur fyrirtækja taki þátt Helgina 7.-8. júní n.k. mun Atvinnuþróunarfélag Vest- fjarða standa fyrir atvinnuvega- sýningu í íþróttahúsinu á Torfnesi. Björn Garðarsson hefur verið ráðinn verkefnis- stjóri og verður hlutverk hans m.a. að skipuleggja sýninguna og kynna hana fyrir væntan- legum þátttakendum. „Við stefnum á að ná saman sem flestum atvinnufyrir- tækjum til að kynna hversu fjölbreytt viðskiptaflóran er á Vestfjörðum. Markmiðið með sýningunni er að efla ímynd Vestfjarða en væntanlega mun hún vekja athygli á hinu já- kvæða í atvinnulífi Vestfjarða og beina sjónum landsmanna að atorku og metnaði fyrirtækja hér. Það er full þörf á að snúa hinni neikvæðu umræðu um Vestfirði í jákvæða umfjöllun,“ sagði Björn í samtali við blaðið. Nú þegar hafa milli 30-40 fyrirtæki skráð sig til leiks og er þar um að ræða fyrirtæki í ýmsum framleiðslu-, versl- unar- og þjónustugreinum. Um 400 bréf voru send til fyrirtækja víðs vegar um Vestfirði til að kynna þeim atvinnuvegasýn- inguna og vonast Björn til að um, fjórðungur þeirra skrái sig til þátttöku. Hann segir tilgang- inn með sýningunni vera að sýna fram á fjölbreytni vest- firsks atvinnulífs og hvað sé í boði á svæðinu. „Þetta verður fyrst og fremst ímyndasýning og þarna er verið að búa til, skapa og selja ákveðna ímynd af Vestfjörð- um. Þegar ég hóf vinnu við þetta verkefni, þá kom mér á óvart hvað fjölbreytnin í vest- firsku atvinnulífi er gífurleg mikil. Handverksfólk vinnur að að mjög fjölbreyttum verkefn- um og ýmis smáiðnaður á veg- um einstaklinga er á ýmsum sviðum auk þess sem stór og öflug fyrirtæki eru að vinna að ýmsum nýjungum.“ Björn segir að fyrirvarinn sé það skammur að sýningin verði ekki markaðssett mikið erlend- is, enda sé hún fyrst og fremst hugsuð fyrir heimamarkað. Hann vonast þó til að fyrirtæki sjái grundvöll til að bjóða vestur viðskiptavinum s.s. full- trúum sölusamtaka og dreif- ingaraðila, til að þeir sjái m.a. í hvernig umhverfi fyrirtæki starfa hér. „Við leggjum áherslu á að þetta sé sýning en ekki götu- markaður, en við bönnum að sjálfsögðu ekki fólki að selja þarna inni og viljum t.d. að handverki og smáiðnaði verði gert hátt undir höfði. Til þess að gera smáum aðilum kleift að vera með, höfum við komið fram með þá hugmynd að þeir geti sent muni sem yrðu settir upp fyrir þá og hefur verið rætt um að krakkarnir í vinnuskól- anum yrðu fengnir til þess, en þeir myndu þá sjá um viðkom- andi bása undir eftirliti sýning- arstjórnar.“ Björn segir að ætlunin sé að reyna að fá þingmenn og ráð- herra til að sækja sýninguna og fjölmiðlum og erlendum sendi- ráðum verði boðið að senda fulltrúa. Hann segir að það sé í raun ekkert fyrirtæki sem eigi ekki heima á sýningunni því að mikilvægt sé fyrir öll fyrir- tæki að gera sig sýnileg til að þau hverfi ekki í fjöldann. Hann segir að markmiðið með sýn- ingunni hljóti að vera að gera hana sem glæsilegasta þannig að eftir henni verði tekið og tilgangi hennar verði þar með náð. „Þátttakendur geta fengið bása í öllum stærðum og einnig er hægt að fá sýningarpláss án bása, ef um viðameiri kynningu er að ræða eins og t.d. vélar. H- prent og Ísprent veita þeim sem taka þátt í sýningunni afslátt af prentun kynningarefnis, s.s. á nafnspjöldum og dreifibréfum. Framangreindir aðilar taka jafnframt að sér að aðstoða við gerð kynningarefnis og fram- stillingu á sýningarbásum, ásamt Tölvuþjónustu Vest- fjarða á Patreksfirði, Kol og salt á Ísafirði og Dagrúnu Magnúsdóttur á Ströndum. Fyrirtæki geta skráð þátttöku til 5. maí,“ sagði Björn. Björn Garðarsson, verkefnisstjóri Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða. Kristján Pálsson, alþingismaður skrifar Línutvöföldun og kvótaveð Í leiðara BB 16. þ.m. tekur leiðarahöfundur til umfjöllunar afnám línutvöföldunar sem samþykkt var á Alþingi fyrir tæpu ári síðan. Í umfjöllun höfundar gætir nokkurs mis- skilnings um hvernig afgreið- slu þessa máls var háttað af hálfu einstakra þingmanna og er því haldið fram að ég undirritaður beri ábyrgð á henni með stuðningi mínum við stefnu sjávarútvegsráðherra við stjórnun fiskveiða. Í upphafi skal ég fúslega viðurkenna að ég hef stutt svo- nefnda aflastýringu frá upphafi og tel að hún hafi leitt til bættrar afkomu þjóðarinnar í heild. Ég hef þó alltaf talið eðlilegt að við hliðina á þessu kerfi mætti fóstra aðra stjórnunarhætti sem hlúðu að ýmsum grundvallar atvinnu- og útgerðarháttum sem sannarlega færa okkur besta hráefnið. Að fóstra línuútgerð dagróðrabáta með línutvöföldun og krókabáta með sérreglum, er því réttlæt- anlegt þótt notuð sé sóknar- stýring. Sóknarstýring hefur aftur á móti reynst ónothæf við stjórnun veiða togara og neta- báta, aflastýringakerfið hefur aftur á móti gjörbreytt meðferð Ísafirði sem og annars staðar um landið. Þetta er ekki lands- byggðavæn breyting. Ég vona að gamli bærinn minn, Ísafjörður, þar sem ég átti heima til 18 ára aldurs, haldi sínum hlut í þeirri keppni. Með kærri kveðju og ósk um gleðilegt sumar. Kristján Pálsson, alþingismaður. aflans um borð í þeim skipum, aukið með því þjóðarhag og bætt afkomu fyrirtækjanna. Þegar tillögur um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða voru lagðar fram á Alþingi fyrir tæpu ári síðan, náðu þær aðeins til breytinga á veiðistjórnun krókabáta. Þeim tillögum var síðan vísað til umfjöllunar í sjávarútvegsnefnd. Þegar sjáv- arútvegsnefnd skilaði málinu frá sér var búið að bæta inn tillögu um afnám línutvöföld- unarinnar. Þetta kallaði ég ,,að læða þessu inn”. Þetta er engin ,,afsökun” af minni hálfu, ég studdi ekki þessa tillögu sjávar- útvegsnefndar í atkvæða- greiðslunni í þinginu né annar þingmaður Sjálfstæðisflokks- ins, Guðjón Guðmundsson. Það hefur ekkert með stuðning minn að gera við aflastýringa- kerfið, ég var þarna að hugsa um hagsmuni hinna dreifðu byggða og atvinnusjónarmiða, sem fyrirsjáanlega breyttust í kjölfar þessa og það sagði ég við afgreiðslu málsins á Al- þingi. Mínar aðvaranir að þessu leyti hafa því miður, fyrir Vestfirðinga og fleiri, reynst á rökum reistar. Þetta vona ég að leiðarahöfundur BB skilji og túlki mínar skoðanir eftirleiðis eins og þær eru sannastar. Veðsetning kvótans Þar sem ég er farinn að skrifast á við vini mína fyrir vestan, þá langar mig til að drepa á annað mál sem afgreitt verður úr þinginu fljótlega, en það eru heimildir til að veðsetja kvótann. Ég hef eins og ein- hverjir vita, lagst eindregið gegn þessari heimild og tel það fyrirkomulag sem hingað til hefur viðgengist, fullnægjandi, og bankastofnanna að meta trúverðugleika og hæfni sinna viðskiptavina. Ég tel einnig að slík veð- setning torveldi allar breytingar á núverandi fiskveiðistjórn- unarkerfi. Þetta segi ég ekki vegna þess að ég hafi ekki trú á aflastýringakerfinu, heldur vegna þess að ekkert kerfi getur verið svo fullkomið að það réttlæti það að löggjafinn afsali sér rétti til breytinga. Þetta mun leiða til þess að lánadrottnar sjávarútvegsins munu krefjast enn frekari samruna sjávarút- vegsfyrirtækja á valda staði svo auðveldara verði að flytja veðskuldir sjávarútvegsins á aflaheimildirnar. Það mun enn frekar festa í sessi eignarrétt útgerðanna og lánadrottna yfir kvótanum. Að veðsetja óveidd- an fisk í sjónum er í hrópandi ósamræmi við það ákvæði í fiskveiðistjórnunarlögunum um að fiskistofnarnir séu sam- eign íslensku þjóðarinnar. Í mínum huga breytir þá engu hvaða fiskveiðistjórnunarkerfi er notað til að stýra sókninni í fiskistofnana. Ég þykist vita að ýmsir góðir menn segi þessa röksemdar- færslu mína tóma vitleysu, það sé ekki verið að veðsetja kvótann. Lagaprófessorinn, Sigurður Líndal, hefur þó sömu skoðun og sama segja tveir nafnkunnir hæstaréttarlög- menn. Því miður er allt útlit fyrir að frumvarpið verði sam- þykkt, sem mun leiða til enn meiri keppni um fyrirtækin á Afmæli 85 ára Hrólfur E i n a r s - son, Aðal- stræti 22, Bolungar- vík, fædd- ur á Fola- fæti við Ísafjarðardjúp, verður 85 ára 7. maí nk. Hann mun taka á móti ættingjum og vinum í safn- aðarheimilinu milli kl. 16:00 og 19:00 á afmælis- daginn.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.