Bæjarins besta - 30.04.1997, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 1997
Kristinn H. Gunnarsson, alþingismaður skrifar
Afnám línutvöföldunar
Í Bæjarins besta 16. apríl
síðastliðinn er í leiðara blaðsins
vikið að afnámi línutvöföld-
unarinnar, rakin áhrif af henni
og síðan spurt: Hvað gera
þingmenn Vestfirðinga nú?
Og ennfremur er spurt: hvað
segja þingmenn Vestfirðinga
við þessari vitfirringslegu
fiskveiðistefnu? Hvað ætla
þeir að gera? Það má ekki
minna vera en að reynt sé að
svara þessum spurningum af
fremsta megni. Svarinu ætla
ég að skipta í tvennt, annars
vegar að fara yfir lagabreyt-
inguna á síðasta ári um afnám
línutvöföldunarinnar og síðan
að rekja hugmyndir og tillögur
sem ég hef um breytingar á
núverandi ástandi. Þar vísa ég
m.a. til frumvarps sem ég hef
lagt fram og hefur verið ágæt-
lega kynnt í blaðinu, en meir
um það í seinni grein.
Að þessu sinni verður tekið
fyrir lagabreytingin sem leið-
arahöfundur gerir að umræðu-
efni.
Á síðasta vori afgreiddi
Alþingi löggjöf um breytingar
á lögum um stjórn fiskveiða.
Meginefnið í þeim laut að
veiðum smábáta, en við með-
ferð málsins í sjávarútvegs-
nefnd lagði sjávarútvegsráð-
herra fram ósk til nefndarinnar
að hún beitti sér fyrir því að
afnema línutvöföldunina og
legði fram nauðsynlegar breyt-
ingartillögur í því skyni. Það
gekk eftir, meirihluti nefndar-
innar gerði það og tillögurnar
voru samþykktar með stuðn-
ingi flestra þingflokka, en Al-
þýðubandalagið eitt lagðist
gegn breytingunni. Þar sem ég
var eini þingmaður Vestfirð-
Kristinn H. Gunnarsson.
inga sem greiddi atkvæði gegn
afnámi línutvöföldunarinnar
vil ég gera grein fyrir aðalatrið-
unum í rökum mínum og
annarra félaga minna í þing-
flokki Alþýðubandalagsins.
Skýrast er að vitna til sér-
staks nefndarálits sem fulltrúi
Alþýðubandalagsins lagði
fram, en þar stendur:
„Annar minnihluti (Abl.)
telur aðferðina sem þar er lögð
til (við afnám línutvöföldunar)
mjög umdeilanlega og reyndar
málið í heild. Ljóst er að enn
eru í fullu gildi mörg uppruna-
leg rök, sem lágu til grundvallar
því á sínum tíma að hvetja
sérstaklega til línuútgerðar yfir
vetrartímann. Var þá einkum
haft í huga atvinnusjónarmið,
að beitning í landi og línuútgerð
skapaði mikla atvinnu og er
svo enn þar sem um hefð-
bundna landróðra, línuútgerð,
er að ræða. Í öðru lagi gæfu
línuveiðarnar gott hráefni. Í
þriðja lagi væri ástæða til að
hvetja til sóknar á þennan hátt
á þessum árstíma til að auka
framboð á fersku hráefni til
vinnslu eða útflutnings með
flugi þegar hráefnisframboð
væri takmarkað.
Meiri hlutinn leggur til að
notuð verði sú aðferð að skipin
taki með sér sextíu hundruðustu
af aflareynslu sinni í línutvö-
földun og séu tekin til viðmið-
unar tvö bestu árin af þremur
bestu. Ljóst er að sú aðferð er
afar hagstæð þeim skipum sem
komið hafa til sögunnar í
línuútgerð á síðustu árum eða
hafa aukið hlutdeild sína á því
tímabili í þessum veiðum en
að sama skapi óhagstæð hefð-
bundinni línuútgerð sem var
við lýði þegar línutvöföldunar-
reglurnar voru upp teknar og
hefur að einhverju leyti verið
víkjandi síðan.
Ljóst er að með þessu er
mikil aflareynsla færð yfir á
svonefnd verksmiðjuskip eða
útileguskip sem stunda línu-
veiðar með beitningavél um
borð frá hefðbundinni land-
róðraútgerð, en röksemdir fyrir
línutvöföldun voru á sínum
tíma einmitt að styðja við bakið
á slíkri útgerð sem þá var á
undanhaldi og menn vildu
styrkja til þess að hún legðist
ekki af. Það er einnig ljóst að
með því að taka aflareynslu
skipanna undanfarin ár og
breyta henni í hlutdeild nú
þegar þorskveiðiheimildir eru
einungis um 150 þús. tonn er
valinn afar hagstæður viðmið-
unarpunktur fyrir skipin.”
Tillögur Abl. voru þessar og
skal aftur vitnað í nefndarálitið:
„Annar minnihluti er þeirrar
skoðunar að skoða hefði átt
aðra möguleika, t.d. þann að
afmarka hópinn, sem gæti sótt
í framtíðinni á grundvelli
línutvöföldunar, við þau skip
sem þegar væru komin með
reynslu af slíkum veiðum
undanfarin ár. Í öðru lagi hefði
mátt hugsa sér að útilegulínu-
skip með beitningarvél um
borð hefðu mátt hverfa úr pott-
inum með t.d. 50% af reynslu
sinni frá undanförnum árum,
en hefðbundin landróðraútgerð
línuskipa hefði átt þess kost að
halda áfram að sækja á grund-
velli tvöföldunarákvæðanna.
Þriðji kosturinn hefði verið sá
að leyfa mönnum að velja hvort
þeir kysu að halda áfram
þessari útgerð á grundvelli
tvöföldunarreglanna eða fara
út úr pottinum með sína hlut-
deild. Í fjórða lagi væri að sjálf-
sögðu hægt að ákveða að láta
óbreyttar reglur gilda áfram.
Væri því þá lýst yfir um leið að
sú ákvörðum væri til fram-
búðar, mundi ljúka kapphlaupi
um að mynda aflareynslu í von
um væntanlegan kvóta.
Annar minnihluti treystir sér
alls ekki til að mæla með þeirri
aðferð við afnám línutvöföld-
unar sem hér er lögð til og mun
greiða atkvæði gegn þessu
ákvæði.”
Með ofangreindri tilvitnum
hefur verið gerð grein fyrir
sjónarmiðum okkar Alþýðu-
bandalagsmanna og afstöðu.
Það verða svo lesendur að meta
hvernig þeim líst á, en það verð
ég að segja að þróunin hefur
því miður orðið eins og spáð
var hvað varðar atvinnu og
stöðu Vestfirðinga eftir afnám
línutvöföldunarinnar. Ég er
viss um að nú vilja margir
þingmenn geta greitt atkvæði
að nýju um málið í ljósi
þessarar reynslu.
Kristinn H. Gunnarsson
Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða
til aðstoðar Þingeyringum
Auglýst eftir hug-
myndum heimamanna
Björn Garðarsson hefur
verið ráðinn tímabundið til
starfa hjá Atvinnuþróunar-
félagi Vestfjarða við að reyna
að finna lausnir í atvinnu-
málum Þingeyringa í sam-
starfi við heimamenn.
„Forsagan er auðvitað það
ástand sem hefur skapast á
Þingeyri við stöðvun Fáfnis
en það ástand hefur verið
viðvarandi í allan vetur.
Atvinnuástandið á Þingeyri
er ákaflega bágborið og á
þessari stundu er ekkert sem
bendir til að það leysist. Þetta
er auðvitað óskaplega þrúg-
andi fyrir íbúana og því var
ákveðið að fara af stað með
aðila sem yrði staðsettur á
Þingeyri, en hans hlutverk er
fyrst og fremst að hafa sam-
band við heimamenn og reyna
að fá fram hugmyndir að
verkefnum eða störfum sem
hægt væri að koma á fót,“ sagði
Björn, aðspurður um hvert
verksvið hans væri.
„Við metum síðan hvort
þessar hugmyndir eru raun-
hæfar, og ef svo er, þá aðstoð-
um við fólk við að fylgja þeim
eftir. Þá komum við til með að
leita til sérfræðinga með þekk-
ingu á viðkomandi sviðum og
í framhaldinu yrði leitað eftir
fjármagni, mörkuðum eða
aðilum sem vildu koma að
málum með áhættufé í vænt-
anlegan rekstur. Við höfum
ekki einhverjar patentlausnir á
reiðum höndum og ákveðið
frumkvæðið hlýtur að þurfa að
koma frá heimamönnum. Við
erum fyrst og fremst að
auglýsa eftir hugmyndum
sem hægt væri að nýta byggð-
arlaginu til framdráttar.“
Björn hefur nýhafið störf
og segir að ákveðnir hlutir
séu í skoðun nú þegar, en
hvert þeir leiði sé ekki hægt
að segja um á þessari stundu.
„Þetta er ferli sem tekur
ákveðinn tíma í hverju tilfelli
fyrir sig og ómögulegt að
segja til um útkomuna,“
sagði Björn sem vildi hvetja
Þingeyringa, sem hafa eitt-
hvað til málanna að leggja,
til að hafa samband við sig.
Hann hefur aðstöðu á bæjar-
skrifstofunni á Þingeyri og
er þar á mánudögum, mið-
vikudögum og föstudögum
frá kl. 10 - 16.
Stoltir sigurvegarar
Þessa mynd tók ljósmyndari blaðsins af 3. bekk Framhaldsskóla Vestfjarða en bekkurinn
vann Stigakeppni skólans sem haldin er á hverjum vetri. Þetta er innbyrðis keppni í
skólanum og er keppt í fjölmörgum íþróttagreinum s.s. fótbolta, handbolta o.fl.
Atvinnuþróunarfélag
Vestfjarða hf.
Ferðamálafulltrúi Vestfjarða
boðar til spjallfundar í Tjöruhúsinu í Neðstakaupstað
á Ísafirði mánudaginn 5. maí kl. 20:00.
Fjallað verður um ferðamál frá flestum sjónar-
hornum.
Merking gönguleiða og sögustaða, móttaka
skemmtiferðaskipa í Ísafjarðarbæ, nýjar hugmyndir
og nýir möguleikar frá fundargestum teknir til
umfjöllunar.
Ferðafólk / Göngumenn
Ætlar þú að axla bakpokann í sumar?
Námskeið í ferðamennsku
verður haldið á Ísafirði helgina 2. - 4. maí.
Fjallað verður um: Útbúnað, kort og áttavitann,
þverun straumvatna o.m.fl.
Leiðbeinandi er Einar Torfi Finnsson frá Björgunar-
skóla Íslands. Námskeiðsgjald er kr. 6.000,-
Upplýsingar og skráning í síma 456 4648, Jón
Björnsson eða 456 4780, Dorothee Lubecki,
ferðamálafulltrúi.
Atvinnuþróunarfélag
Vestfjarða hf.
Viðtalstími atvinnuráðgjafa og ferðamálafulltrúa
er frá kl. 09:00 til kl. 12:00 alla virka daga í síma
456 4780.
Starfsmaður Þingeyrarverkefnis hefur viðtalstíma á
Þingeyri mánudaga, miðvikudaga og föstudaga frá
kl. 10:00 til kl. 15:00. Aðsetur hans er á skrifstofu
Ísafjarðarbæjar á Þingeyri, sími 456 8061.
Um er að ræða viðtal á skrifstofu eða símaviðtal.
Hægt er að panta viðtalstíma utan auglýstra viðtals-
tíma.
Atvinnuþróunarfélag
Vestfjarða hf.
auglýsir viðtalstíma starfsmanna