Bæjarins besta


Bæjarins besta - 30.04.1997, Blaðsíða 2

Bæjarins besta - 30.04.1997, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 1997 Útgefandi: H-prent ehf. Sólgötu 9, 400 Ísafjörður % 456 4560 o 456 4564 Ábyrgðarmenn: Sigurjón J. Sigurðsson Halldór Sveinbjörnsson Ritstjóri: Sigurjón J. Sigurðsson Blaðamaður: Magnús Hávarðarson Netfang: hprent@snerpa.is Stafræn útgáfa: http://www.snerpa.is/bb Bæjarins besta Stofnað 14. nóvember 1984 Bæjarins besta er aðili að samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða.Eftirprentun, hljóðritun, notkun ljósmynda og annars efnis er óheimil nema heimilda sé getið. ?Spurning in Hvernig ætlar þú að halda upp á 1. maí Sigurður? Leiðari ,,Efling byggðar í landinu er ekki einkamál dreifbýlisins, það er miklu fremur sameiginlegt viðfangsefni allrar þjóðarinnar. Á þessum tímamótum er því mikilvægt að við horfum til framtíðar, til sátta en ekki sundurlyndis, og reynum að brjóta til mergjar hvað sameinar og eflir okkur sem þjóð.” Svo komst Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga að orði við setningu ráðstefnu um þróun byggðar á Íslandi, sem haldin var á Akureyri í síðustu viku. Þrátt fyrir tilburði stjórnvalda við að rétta hag landsbyggðarinnar, stöndum við frammi fyrir þeirri bláköldu staðreynd, að byggð hefur lagst af og hætt er við að svo verði í enn ríkari mæli á næstu árum. Sem stendur er erfitt að sjá að gegn því verði spornað hvað allra fámennustu og afskekktustu byggir landsins varðar. Þó má segja að týri á kolunni því skoðanakönnun mun hafa leitt í ljós, að fleira fólk lætur í ljósi vilja til að flytja frá þéttbýli til strjábýlis en frá strjábýli til þéttbýlis. Þessi niðurstaða skýtur skökku við reynslu undanfarinna ára. Á litríku korti sem formaður Byggðastofnunar í krafti stöðu sinnar lét gera og ráðstefnugestir á Akureyri báru augum, er kveðinn upp sá dómur, að vestfirskar byggðir upp til hópa séu í hættu. Þótt ekki skuli á þessari stundu efast um góðan hug og tilgang formannsins, er því ekki að neita að mikil er ábyrgð þessa manns, sem slíkan dóm kveður upp yfir heilum landshluta. Vestfirðingar eygja þó von, því fram mun hafa komið að Vestfirðir eru taldir vænlegt uppbyggingarsvæði. Sveltur sitjandi kráka Vel má vera að ekki þyki það merkilegt innlegg í umræðuna, en hér hefur því verið haldið fram, að um tómt mál sé að tala um framtíð hinna dreifðu byggða meðan íbúum þeirra er meinað að njóta návista við auðlindir, sem þeir hafa lifað á öldum saman. Þegar stjórnvöld hafa kjark til að viðurkenna villu síns vegar og snúa frá henni er tímabært að ræða um dreifingu valds og verkefna til sveitarfélaga. Þangað til verður lof- orðaflaumur stjórnvalda merkingarlaus og til þess eins fallinn að lengja dauðastríðið. Orð ku vera til alls fyrst. Ráðstefnan á Akureyri var ekki verri en hver einn þeirra funda, sem sveitarstjórnarmenn hafa eytt tíma sínum í undanfarin ár til að ræða byggðamál. Hver afraksturinn verður kemur í ljós. Einungis þrír fulltrúar frá Vestfjörðum sáu ástæðu til að sitja ráðstefnuna á Akureyri, tveir frá Fjórðungssambandinu og einn frá Hólmavík. Hvar voru fulltrúar hinna sveitarfélaganna? Áttu þeir virkilega ekki heimangengt? Koma þeim þessi mál ekkert við? Sveltur sitjandi kráka, en fljúgandi fær. Hvað olli því að fulltrúar okkar Vestfirðinga sniðgengu ráðstefnuna á Akureyri? Afsökunin, sem BB hefur fyrir fjarvist þeirra er fráleit. Ef einhverjum er nauðsyn að hafa áhrif á mótun byggðastefnu þá er það Vestfirðingum. Vestfirskir sveitarstjórnar- menn geta ekki leyft sér sinnuleysi líkt og birtist í því, að mæta ekki á Akureyri. s.h. Þorsteinn Jóhannesson forseti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar Skorumst ekki undan ábyrgð Á laugardaginn var haldinn hluthafafundur í Fáfni hf. á Þingeyri að ósk Ísafjarðarbæjar en eignarhlutur sveitarfélagsins í fyrirtækinu er 10%. Að sögn Þorsteins Jóhannessonar, for- seta bæjarstjórnar Ísafjarðar- bæjar, var óskað eftir fundinum til að fá vitneskju um stöðu mála. „Við fengum í sjálfu sér ósköp lítil svör önnur en að það er einhver vilji til að mynda eignarhaldsfélag um Fáfni sem Byggðastofnun og Landsbank- inn myndu væntanlega standa að. Það verður látið reyna á hvort þetta er mögulegt fram til 1. maí en að öðrum kosti verður óskað eftir gjaldþrota- skiptum. Þetta var a.m.k. okkar skilningur. Það verður að segjast eins og er að Ísafjarð- arbær, sem á 10% eignarhlut í Fáfni, getur ekkert gert með þetta félag ef vilji stjórnar er ekki til staðar. Þannig að ákvörðun um félagið er alfarið á höndum stjórnarinnar og meirihluta hluthafa. Næstu skref varðandi atvinnuupp- byggingu á Þingeyri tengjast því hvernig tæki, húsnæði, starfsfólk og önnur verðmæti Fáfnis verða nýtt, en á meðan þessi stjórn er þarna, þá kemst enginn að því verki,“ sagði Þorsteinn í samtali við blaðið. - Nú hefur heyrst að málefni Þingeyrar séu komin inn á borð til ríkisstjórnarinnar. Getur þú staðfest það? „Ég hef ekki heyrt neitt staðfest um þá hluti.“ - Er að vænta einhverra nýrra frétta af þessu máli í vikunni? „Eins og Guðmundur Ing- varsson, stjórnarformaður Fáfnis, talaði á laugardaginn, þá vildu þeir reyna þessa leið með eignarhaldsfélag fram til mánaðarmóta. Mér skilst að þær hugmyndir standi og falli með því hvort Landsbankinn er reiðubúinn að koma að slíku Þorsteinn Jóhannesson. félagi eða ekki. Annars eru allar upplýsingar í höndum stjórn- arinnar, Guðmundar Ingvars- sonar og Sigurðar Kristjáns- sonar. Það hefur verið okkar skilningur að ekkert annað en gjaldþrot blasti við fyrirtækinu og það yrði skiptaráðandi sem kæmi til með að deila út þessu húsnæði - leigja það eða annað slíkt.“ Þorsteinn segir að þessi skoðun hafi komið skýrt fram hjá öllum bæjarfulltrúunum á fundinum. „Við bentum á að stjórn Fáfnis væri búin að reyna að finna lausn á vandanum í eitt og hálft ár, án þess að nokkuð hafi gengið. Stjórnin er sennilega á byrjunarreit ennþá ef hún er þá ekki komin nokkrum skrefum aftar.“ Þorsteinn segir aðspurður að aldrei sé of seint að gera eitthvað en það megi ekki dragast lengur að finna lausn á málefnum Þingeyrar. „Málið er það að bæjarstjórnin getur ekkert gert. Við höfum reynt að beita áhrifum okkar gagn- vart Byggðastofnun og víðar, en það hefur ekki gengið.“ Nú er Ísafjarðarbær næst stærsti hluthafinn í Básafelli hf., sem hefur yfir að ráða um 12 þúsund þorskígildistonn- um.Gæti Ísafjarðarbær mögu- lega þrýst á við stjórn Básafells að einhver vinnsla á vegum fyrirtækisins færi fram á Þing- eyri? „Það hlýtur að vera ráðstöfun stjórnar hvers félags fyrir sig að meta hvað arðvænlegt er og hvað ekki. Við megum ekki gleyma að stjórnin er skuld- bundin hluthöfum. Þótt Ísa- fjarðarbær eigi 12-14% hlut í Básafelli, þá segir það ósköp lítið gagnvart hinum 86 prós- entunum.“ - Í DV um helgina kom fram mikil gagnrýni á bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar frá Kristni H. Gunnarssyni, alþingismanni Vestfirðinga, sem sagði m.a. að nógur kvóti væri á Þingeyri en bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar hafi hins vegar ákveðið að hafa þann kvóta á Ísafirði en ekki Þingeyri. Hverju vilt þú svara? „Þessu verður að vísa beint til föðurhúsanna og það er svo fjarstæðukennt sem mest má vera að bæjarstjórn Ísafjarðar- bæjar hafi ákveðið það. Ég spyr: Hvernig er það tilkomið að Sléttanesið fór inn í þetta fyrirtæki? Þetta vandamál byrjaði ekki með sameiningu sveitarfélaganna á norðanverð- um Vestfjörðum. Vandamálið er miklu eldra. Við skorumst ekki undan ábyrgð og við viljum leysa þetta mál, en eins og málin standa núna, þá kemst enginn að þessu fyrirtæki, Fáfni,“ sagði Þorsteinn að lokum. Frá Þingeyri.Sigurður Þorleifsson, gjaldkeri Verkalýðs- og sjómannafélags Bol- ungarvíkur: „Við höldum upp á 1. maí á hefðbundinn hátt í Bolungarvík. Ég myndi hinsvegar vilja skjóta einni hugmynd að verkalýðs- félögum á Ísafirði, af því að þeir virðast hafa ríka tilhneigingu til samhjálpar. Hvernig væri að þeir myndu nú útbúa sér kröfu- spjöld og marsera frammi fyrir bæjarskrifstofunum á Ísafirði til að krefjast úr- bóta til handa Þingeyr- ingum. Þar er vandi á ferðinni, en ekki í Bolung- arvík. Við erum fullfærir um að leysa úr okkar málum sjálfir hérna.“ Baráttudagur verka- manna, 1. maí, er á morg- un. Verkafólk um allan heim heldur upp á daginn með hátíðarhöldum og kröfugöngum. Verkalýðs- félög um allt land hafa staðið í ströngu við at- vinnurekendur undanfarið en nú er farið að sjá fyrir endann á þeim slag, nema á Vestfjörðum og munu hátíðarhöldin á morgun vafalaust bera keim af þeirri staðreynd.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.