Bæjarins besta


Bæjarins besta - 30.04.1997, Blaðsíða 9

Bæjarins besta - 30.04.1997, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 1997 9 Þingmaðurinn skrifar Steinbít í kvóta - til hvers? ,,Kvótasetning er til þess að stjórna veiðunum en ekki til þess að búa til verðmæti sem útgerðarmenn geta gert sér að féþúfu.” Kristinn H. Gunnarsson. Fyrir nokkru bar ég upp á Alþingi fyrirspurn til sjávar- útvegsráðherra um steinbíts- veiðar. Fyrirspurnin var í tveimur liðum, spurt var hvers vegna steinbítur hafi verið settur í kvóta og hvernig gætt væri jafnræðisreglu í ljósi þess að allmargir bátar eru utan aflamarkskerfisins og því undanþegnir takmörk- uninni sem leiðir af kvóta- setningunni. Jafnræðisregla var fest í stjórnarskrá við stjórnarskrárbreytinguna eft- ir Alþingiskosningarnar 1995 og kveður á um að jafnræðis skuli gætt við lagasetningu gagnvart þeim sem löggjöfin beinist gegn. Á þetta einkum við þegar löggjöfin er íþyngj- andi eða takmarkar rétt manna á einhvern hátt. Í svari sínu viðurkenndi ráðherrann að kvótasetning á steinbít íþyngdi bátum misjafnlega en taldi að breyt- ingin raskaði ekki jafnræðinu vera. Í lögunum um stjórn fiskveiða er ráðherra veitt heimild til þess, ef þarf að takmarka veiðarnar. Laga- ákvæðið er orðrétt svohljóð- andi: „Sjávarútvegsráðherra, skal að fengnum tillögum Hafrannsóknarstofnunar ákveða með reglugerð þann heildarkvóta sem veiða má á ákveðnu tímabili eða vertíð úr þeim einstökum nytja- stofnun við Ísland sem nauð- synlegt er talið að takmarka veiðar á. Heimildir til veiða samkvæmt lögum þessum skulu miðast við það magn.” Samkvæmt þessu er kvóta- setning veiða tæki til þess að takmarka veiðarnar. Ef ekki þarf að takmarka þær er óheim- ilt að setja veiðarnar í kvóta. Kvótasetning er til þess að stjórna veiðunum en ekki til þess að búa til verðmæti sem útgerðarmenn geta gert sér að féþúfu. Svo til þess að ráðherra geti fært veiðar á steinbít í um of meðal annars í ljósi annarra takmarkana á sókn sem fyrir voru í lögum og eru mismunandi milli bátaflokka. Um það verður ekkert fullyrt hér en er dregið fram mönnum til umhugsunar og kynningar á þessari nýju reglu í stjórnar- skránni, sem auðvitað gildir á öllum sviðum löggjafar en ekki bara varðandi stjórn fiskveiða. Aðalatriði í fyrirspurninni var fyrra atriðið, hvers vegna var steinbítur settur í kvóta. Það er nefnilega alls ekkert náttúrulögmál að svo eigi að kvóta þarf tvennt til, annars vegar tillögu frá Hafrannsókn- arstofnun um það og hins vegar þarf ofveiði að hafa átt sér stað. Þegar athugaðar eru tillögur Hafrannsóknarstofnunar síð- ustu ár um veiðar á steinbít kemur í ljós að stofnunin gerir tillögur um hámark þess sem veiða má úr stofninum og gerir slíkt varðandi fjölmarga nytja- stofna aðra en þá sem eru í kvóta. Fyrir yfirstandandi fisk- veiðiár gerði Hafró tillögu um sama hámarksafla og stofnunin lagði til árið áður svo ekki hefur ástandið versnað að mati henn- ar. Árin þar áður eru tillögurnar svipaðar. Það er hvergi að finna í tillögum Hafrannsóknarstofn- unarinnar að nauðsynlegt sé að taka upp kvótabundnar veiðar, en ráðherrann bar því við í svari sínu og því að vænta mætti aukinnar veiði. Ef litið er til veiðinnar síð- ustu þrjá áratugi þá eru sveifl- ur í henni, stundum koma nokk- ur ár þar sem dregur úr veiðinni og svo vex aflinn á nýjan leik, sveiflurnar eru frá 8 þús tonn- um upp í 18 þúsund tonn, en að jafnaði er hann svipaður og verið hefur síðustu 4 ár. Þar er ekki að finna nein rök fyrir sérstökum aðgerðum enda bera tillögur Hafró það með sér eins og áður er rakið. Síðustu 4 ár hefur veiðin verið eftirfarandi: 1993 12.922 tonn 1994 12.727 tonn 1995 12.544 tonn 1996 14.619 tonn Ráðherra ákvað kvótann 13 þúsund tonn, sem nánast er það sama og meðaltalið 13.200 tonn. Út frá þessu leyfi ég mér að fullyrða að ekki er verið að takmarka veiðarnar frá því sem vænta mátti að þær hefðu annars orðið heldur búa til verðmæti inn í efnahags- reikninga fyrirtækjanna. Fyrir Vestfirðinga er þessi aðgerð sjávarútvegsráðherra heldur til ama, takmarkar veiði aflamarksbáta einkum þau ár sem einhver kraftur er í veiðinni og færir burt- seldum bátum kvóta á grund- velli aflareynslu, sem ávannst meðan þeir voru gerðir út frá Vestfjörðum. Kristinn H. Gunnarsson, alþingismaður. Síminn er 456 5267 Ljúffengar pizzur, skyndibitar og steikur Munið heimsend- ingarþjónustuna Djassgeggjararnir sem slógu í gegn í Víkurbæ síðasta vetrardag ásamt Vernharði Linnet. Frá vinstri: Vernharður, Ólafur Kristjánsson, Karl Geirmundsson, Vilberg Vilbergsson, Magnús Reynir Guðmundsson, Baldur Geirmundsson og Gunnar Hólm Sumarliðason. The westfjords all star jazz Að kvöldi síðasta vetrardags var mikið um dýrðir í Víkurbæ í Bolungarvík en þá voru haldnir miklir djasstónleikar þar sem fram komu helstu djassgeggjarar Vestfjarða til margra ára. Tónleikarnir voru hljóðritaðir af Ríkisútvarpinu en það var að frumkvæði Páls Höskuldssonar, veitinga- manns, sem tónleikarnir voru haldnir, en hann fékk nokkur fyrirtæki til að leggja fram- takinu lið. Kynnir á tónleik- unum var hinn kunni djass- áhugamaður, Vernharður Linn- et, en hann var búsettur í Bol- ungarvík á sínum yngri árum. Í máli Vernharðs kom fram, að Páll hefði haft samband við hann til að fá tónleikana tekna upp, en það hafi viljað svo vel til að hann var að hefja vinnu við þætti um djasssögu Íslands og það hafi einungis vantað Vestfirði inn í þá dagskrá. Það hafi því ekki getað hist betur á. Húsfyllir var á tónleikunum og var flytjendum klappað lof í lófa fyrir líflegan flutning en Vernharður kynnti þá til leiks sem „The westfjords all star jazz.“ Tónleikunum verður útvarp- að á morgun, 1. maí, á Rás 2. Vernharður Linnet, Finnbogi Hermannsson og Guðrún Sigurðardóttir, fréttamenn á Svæðisútvarpi Vestfjarða. Hjólreiðakeppni grunnskóla Patreksfirðingar sigruðu Á sunnudag fór fram á Ísafirði, hjólreiðakeppni grunnskóla 1996, en keppni þessi er haldin á vegum Umferðarráðs, Bindindisfél- ags ökumanna og lögregl- unnar. Fjölmargir nemendur tóku þátt í keppninni og komu þeir víðsvegar að af Vest- fjörðum. Sigurvegarar urðu þeir Ólafur Byron Kristjánsson og Sigurpáll Hermannsson frá Grunnskóla Patreksfjarðar með 209 refsistig. Í öðru sæti urðu Erla Dís Þórisdóttir og Ragnar Þór Marinósson frá Grunnskóla Tálknafjarðar með 237 refsistig og í þriðja sæti urðu þau Heiða Björk Birkisdótir og Sigurður Rúnar Ragnarsson, Grunnskóla Þingeyrar, með 268 refsistig. Í fjórða sæti voru þeir Anton Smári Óskarsson og Hilmar Már Hálfdánarson, Grunnskóla Flateyrar, með 296 refsistig og í fimmta sæti urðu þau Helga Sverrisdóttir og Óskar Örn Hálfdánarson, Grunnskóla Ísafjarðar, með 298 stig. Frá keppninni á sunnudag.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.