Bæjarins besta


Bæjarins besta - 30.04.1997, Blaðsíða 12

Bæjarins besta - 30.04.1997, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 1997 Styrkir til atvinnu- mála kvenna Félagsmálaráðuneytið hefur á þessu ári 19,6 milljónir króna til ráðstöfunnar til at- vinnumála kvenna. Við ráðstöfun fjárins er einkum tekin mið af þróunarverkefnum sem þykja líkleg til að fjölga atvinnutækifærum kvenna á viðkomandi atvinnusvæðum. Sér- stök áhersla er lögð á að efla ráðgjöf til kvenna sem eru í atvinnurekstri eða hyggjast fara út á þá braut. Við skiptingu fjárins eru eftirfarandi atriði höfð til hliðsjónar: • Verkefnin skulu vera vel skilgreind og fyrir liggja framkvæmda- og kostnaðar- áætlun. • Ekki verða veittir beinir stofn- eða rekstrar- styrkir til einstakra fyrirtækja nema sér- stakar ástæður mæli með. • Verkefnið skal koma sem flestum konum að notum. • Að öðru jöfnu skal fjármögnun af hálfu ríkisins ekki nema meira en 50% af kostnaði við verkefnið. • Ekki eru veittir styrkir til starfsemi, ef fyrir liggur að hún er í beinni samkeppni við aðra aðila á sama vettvangi. • Að öðru jöfnu eru ekki veittir styrkir til sama verkefnis oftar en tvisvar í senn. Umsóknar eyðublöð fást á Vinnumálaskrif- stofu félagsmálaráðuneytis, Hafnarhúsin v/ Tryggvagötu, Reykjavík, sími 511 2500 og hjá atvinnu- og iðnráðgjöfum á landsbyggð- inni. Umsóknarfrestur er til 30. maí 1997. Vinnumálaskrifstofa félagsmálaráðuneytis Til sölu Lækkað verð Til sölu er Tangagata 24, Ísafirði. einbýlishús og bílskúr. Verð kr. 10.400.000,- Upplýsingar í síma 456 3763. Ísafjörður Sögufélagið færir grunn- skólanum örnefnakort Sögufélag Ísfirðinga hefur fært Grunnskólanum á Ísafirði, 500 eintök af örnefnakorti yfir Skutulsfjörð að gjöf. Kortið er í mælikvarðanum 1:50 000 og er gefið út árið 1984 með leyfi Landmælinga Íslands. Kortið sem er teiknað af Svavari Berg Pálssyni, fylgdi fyrsta bindi Sögu Ísafjarðar. Í frétt frá skólastjóra Grunn- skólans, Kristni Breiðfjörð Guðmundssyni, segir að skól- inn kunni Sögufélaginu bestu þakkir fyrir höfðinglega gjöf, gjöf sem komi sér vel fyrir nemendur og kennara í margs- konar vinnu sem tengist lífi og starfi bæjarbúa á öllum tímum. ,,Þá er ekki síður mikilsverður sá hlýhugur sem gjöfinni fylgir og sú ræktarsemi sem ungu kynslóðinni er sýnd. Það er einlæg von okkar í skólanum að Sögufélagið megi vaxa og dafna um alla framtíð. Til þess að það megi verða þarf almenn- ingur að leggja félaginu lið með þátttöku í starfi þess,” segir í frétt frá skólanum. Á ferð um Vestfirði, frétta- og þjónustublað fyrir ferðafólk á leið um Vestfirði, sem H- prent ehf., útgáfuaðili BB hefur gefið út um tveggja ára skeið, kemur út um miðjan júní. Blaðið hefur hlotið góðar viðtökur hjá ferðamönnum líkt og hjá hjá ferðaþjónustu- aðilum, enda hvergi sparað til að gera það sem glæsilegast. Á síðasta ári var upplag blaðsins 6.000 eintök og var því dreift ókeypis á alla þjón- ustustaði ferðamanna um land allt. Þar sem upplag blaðsins kláraðist fljótt á síðasta ári hefur verið ákveðið að auka upplagið í ár sem og að auka fjölbreytileika efnis. Þeim aðilum í ferðaþjónustu og fyrirtækjum sem áhuga hafa á að koma á framfæri efni í blaðið sem og að auglýsa í því er bent á að hafa samband við Sigurjón í síma 456 4560 fyrir 15. maí nk. Á ferð um Vestfirði mun líkt og á síðasta ári, koma út tvisvar í sumar, um miðjan júní og um miðjan ágúst. Kemur út um miðjan júní Á ferð um Vestfirði Ísafjarðardjúp Vegagerðin hefur óskað eftir tilboðum í lagningu Djúpvegar frá Strandseli að Ögri. Um er að ræða endurlagningu Djúpvegar frá Hagakotsbökkum, um Strandsel, Holtasund, Garðstaðagrundir, um Ögur að slitlagsenda utan Odda. Í verkinu felst einnig endurgerð tenginga að Strandseljum, Garðstöðum, Ögurkirkju, Ögri og Ögurbryggju. Verkið er tvískipt. Fyrsti verkhluti er lagfæring á Djúpvegi, frá Hagakotsbökkum innan Laugardalsár að Holtasundum og annar verkhluti er nýlögn vegar þaðan að slitlagsenda utan Ögurs. Verklok með neðra burðarlagi á öðrum verkhluta er 15. nóvember 1997 en báðum verkhlutum skal lokið 30. júlí 1998. Tilboð í verkið verða opnuð 12. maí nk. Lagning vegar frá Strandseljum að Ögri boðin út Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra á Vestfjörðum Atvinnuátak fyrir fatlaða Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra á Vestfjörðum hefur sent forsvarsmönnum fyrir- tækja í Ísafjarðarbæ bréf, þar sem óskað er eftir samstarfi um atvinnuþátttöku fatlaðs fólks í bænum. Í bréfinu segir að með auknum samdrætti í atvinnulífinu, hafi fötluðum reynst erfiðara að fá vinnu og skiptir þá einu hvar þeir eru búsettir á landinu. ,,Fatlaðir einstaklingar eru mjög mismunandi og hafa mismikla starfsgetu, allt frá því að geta unnið fullan vinnudag án nokkurs stuðnings, niður í að vinna eina klukkustund á dag. Í nokkrum tilvikum með stuðningi frá starfsmanni Svæðisskrifstofu eða fyrirtæk- is. Mjög mismunandi er hvaða starf hentar hverjum en mikil- vægt er að hafa í huga að starfið sé ekki mjög flókið. Störf sem krefjast nokkurrar endurtekn- ingar henta yfirleitt vel s.s. störf í fiskvinnslu, verslun, aðstoðar- störf í eldhúsi, leikskólum, skrifstofum o.s.frv. Sum af þessum einföldu störfum eru jafnvel unnin í hjáverkum eða þau safnast fyrir á vinnu- staðnum,” segir í bréfi Svæðis- skrifstofunnar. Í bréfinu segir einnig að það sé einlæg ósk starfsmanna skrifstofunnar að forsvarsmenn fyrirtækja taki vel í erindið og er þeim stjórnendum fyrirtækja sem áhuga hafa á að taka þátt í atvinnuátaki fatlaðra bent á að hafa samband við Svæðis- skrifstofu málefna fatlaðra í síma 456 5224. Skrifstofan mun hafa samband við öll þau fyrirtæki sem fengið hafa sent framangreint bréf fyrir lok maímánaðar.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.