Bæjarins besta


Bæjarins besta - 30.04.1997, Blaðsíða 11

Bæjarins besta - 30.04.1997, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 1997 11 Daði Guðmundsson formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Bolungarvíkur Þessar aðgerðir eru móðg- un við bolvískt verkafólk Félagsmenn í Verkalýðs- og sjómannafélagi Bolungarvíkur samþykktu um helgina ný- gerðan kjarasamning með 85% greiddra atkvæða. Á kjörskrá voru 153 og greiddu 83 at- kvæði. 69 sögðu já, 12 sögðu nei og einn atkvæðaseðill var auður. Áður en atkvæðagreiðsl- an hófst á laugardaginn, var haldinn fundur þar sem samn- ingurinn var útskýrður fyrir félagsmönnum. Verkfallsmenn á Ísafirði gerðu sér ferð til Bolungarvíkur á rútu og fjölda einkabifreiða og afhentu þeir Bolvíkingum, sem voru að fara á fundinn, plagg sem á stóð: Verkafólk Bolungarvík! Kraf- an er 100 þúsund. Ætlið þið að sætta ykkur við 70 þúsund krónurnar! Í samtali við Daða Guð- mundsson, formann Verka- lýðs- og sjómannafélags Bol- ungarvíkur, kom fram að hann er mjög ósáttur við þessi vinnu- brögð. Hann telur aðgerðirnar á laugardag móðgun við bol- vískt verkafólk. „Þetta er yfir- gangur gagnvart Verkalýðs- og sjómannafélagi Bolungarvíkur, en ég tel að þetta hafi haft öfug áhrif miðað við það sem ætlað var. Eins er ég mjög óhress með það sem gerðist á sunnu- daginn þegar verkfallsmenn frá Ísafirði komu í veg fyrir losun úr Reykjafossi í Bolungar- víkurhöfn. Þetta er lögsagnar- umdæmi Verkalýðs- og sjó- mannafélags Bolungarvíkur og verkfallsverðir eða stjórn Bald- urs hafði ekkert samband við mig eða stjórn VSB út af þess- um aðgerðum. Félagar hér eru ekki í verkfalli þannig að það mátti skipa hér upp tómum frystigámum sem eingöngu átti að nota af fiskvinnslunni í Bolungarvík. Þarna gengu menn langt út fyrir sitt verk- svið. Ég vona að menn fari nú að vitkast og haldi sér við sitt verksvið, nema þeir séu búnir að yfirtaka Verkalýðs og sjó- mannafélag Bolungarvíkur en mér þætti vænt um að heyra það fyrstur. Þetta er yfirgangur á hæsta stigi,“ sagði Daði. Hann segir að síðan hann varð formaður VSB 1991, þá hafi hann haft mjög góð sam- skipti við forystu Verkalýðs- félagsins Baldurs og Alþýðu- sambands Vestfjarða. „Þau hafa verið mér mjög hjálpsöm í sambandi við mín mál og ég vil ekki trúa að þessu sé stjórnað af formanni Baldurs. Mér finnst þessi samskipti vera komin á mjög alvarlega braut. Ég veit ekki hvert framhaldið verður en það hefur svo sem áður kastast í kekki milli félaga á Vestfjörðum. Alþýðusam- bandið hefur verið sterkt undir stjórn Péturs Sigurðssonar en hann verður auðvitað ekki eilíf- ur þarna. Mínum afskiptum af verkalýðshreyfingunni er að ljúka en ég hef ákveðið að segja af mér formennskunni í haust. Ég hafði ætlað mér að sitja áfram til loka ársins 1999, ef félagar mínir hefðu óskað þess, en þessi læti öll hafa orðið til þess að ég hef ákveðið að hætta,“ sagði Daði að lokum Daði Guðmundsson. Ók á stein á Óshlíð Grunur um ölvunarakstur Aðfaranótt sunnudags lenti ökumaður Honda bifreiðar í hremmingum á Óshlíð en hann ók á stóran stein sem hafði fallið á veginn. Að sögn Guðmundar Fylk- issonar, hjá lögreglunni á Ísafirði, var áreksturinn harð- ur og þeyttist bíllinn yfir steininn. Guðmundur segir að reyndar hafi lögreglan verið búin að fá ábendingu um steininn og hann hafi verið merktur fyrr um nóttina til aðvörunar ökumönnum. Það kom þó ekki að gagni fyrir fyrrgreindan ökumann, sem reyndar er grunaður um ölvun við akstur. Meiðsl ökumannsins voru óveruleg en bifreiðin er mjög mikið skemmd. Burtu með nagladekkin Önundur Jónsson, yfirlög- regluþjónn á Ísafirði, hafði samband við blaðið og vildi hvetja ökumenn til að skipta yfir á sumardekk því vegir væru orðnir snjólausir og greinilegt að sumarið væri á næsta leiti. Fossavatnsgangan Háð á helginni Hin árlega Fossavatns- ganga verður haldin á laugar- daginn og hefst hún kl. 14:00. 20 km. göngu karla og kvenna, 16-34 ára, 35-49 ára og 50 ára og eldri ásamt þriggja manna sveitakeppni verður startað við Vatna- hnjúk. 10 km. göngu karla og kvenna, 7 km. göngu karla og kvenna ásamt sveitakeppni þriggja manna sveita, verður startað við Kristjánsbúð. Skráning fer fram í Sport- hlöðunni en nánari upplýs- ingar er hægt að nálgast á heimasíðu Fossavatnsgöng- unnar á Internetinu, á slóð- inni: http://www.basafell.is/ fossavatn/ Internetþjónusta Snerpu á Vestfjörðum Flutningsgetan suður tvöfölduð Notendur Internetsins á Vestfjörðum hafa sjálfsagt margir orðið varir við, að undanfarið hefur reynst erfitt að komast í samband við Snerpu, sérstaklega á álagstímum á kvöldin og um helgar. Nú á þetta vandamál að vera úr sögunni því samband Snerpu suður hefur verið tvöfaldað, sem þýðir 128 kílóbita flutningsgetu á sekúndu. ,,Aðalbreytingin fyrir notendur ætti að að verða greiðari samskipti og flutningsgeta mótalda ætti nú að nýtast að fullu en undanfarnar vikur hefur skort á það. Eins ætti að verða minna um það núna að það sé á tali hjá okkur á álagstímum en það var orðið talsvert vandamál því ekki var hægt að fjölga mótöldum á tímabili þar sem allir deila með sér sömu línunni suður og eldri línan bar ekki meiri umferð. Við höfum hins vegar reynt að ná samningum við Póst og Síma hf., um að fá sérstaka línu beint til Reykjavíkur, sem myndi nýtast okkur betur, en þeir vilja fá tæplega fimm sinnum meira fyrir hana en fyrir núverandi tengingu sem er um háhraðanetið. Okkur fannst það ekki geta staðið undir sér, sérstaklega ef netfangagjöld ættu að haldast óbreytt, þannig að við gerðum P&S tilboð um að koma til móts við okkur í verðinu, á þeim forsendum að þeir væru hlutafélag sem hlyti að geta lagað sig að markaðnum. Það er enginn sem kaupir svona línu af þeim núna á þessarri vegalengd og við bentum á að þjónustan er í rauninni ekki meira virði en kúnninn er tilbúinn að borga fyrir hana. Samt sem áður höfnuðu þeir okkur eftir um tveggja mánaða umhugsun og voru hvorki tilbúnir til að lækka verðið eða semja um það. Póstur og Sími er í rauninni sjálfum sér verstur með þessari stefnu því ef notendur fá greiðari aðgang, þá nota þeir þjónustuna meira. Fyrirtækið er að takmarka tekjumöguleika sína með þessum hugsunarhætti,” sagði Björn Davíðsson, hjá Snerpu, í samtali við blaðið. ,, Þörf fyrir aukin afköst á línum sem tengja saman Internetþjónustur hefur aukist mikið undanfarið, og má nefna sem dæmi að tenging Íslands við umheiminn sem er kostuð sameiginlega af tengigjöldum íslenskra notenda, var aukin í í 4 mbit þann 14. mars síðastliðinn með opnun á nýrri línu til Kanada en fyrir var 2 mbit tenging til Svíþjóðar auk 1 mbit sambands sem P&S rekur. Nú hefur komið í ljós að þessi stækkun dugir hvergi til og er stefnt að því að tvöfalda sambandið til Kanada í maí, þannig að heildarburðargeta verður 6 mbit að þeirri stækkun lokinni. Þrátt fyrir þessar stækkanir er ekki gert ráð fyrir að netgjöld þurfi að hækka, þar sem einnig er um töluverða fjölgun notenda að ræða,” sagði Björn. Menntamálaráðuneytið Ítrekar boð um afhendingu Skrúðs Á 42. fundi bæjarráðs Ísa- fjarðarbæjar var lagt fram bréf frá menntamálaráðuneytinu, þar sem ráðuneytið ítrekar boð sitt um að afhenda Ísafjarðarbæ listigarðinn Skrúð við Dýra- fjörð. „Ég og formaður bæjarráðs höfum ekki gefið okkur tíma til að fara í viðræður við ráðuneytið um þetta mál, en ég á ekki von á öðru en að samkomulag náist um hvernig yfirtöku bæjarfélagsins á Skrúð verður háttað,“ sagði Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, aðspurður um málið. „Fyrst eftir að að málið var kynnt, voru uppi hugmyndir um að stofnaður yrði sjóður sem gæti staðið undir rekstri garðsins en við viljum að sjálfsögðu að það verði tryggt að bærinn geti tekið á móti þessari höfðinglegu gjöf,“ sagði Kristján. Hann segir að Skrúður sé það mikil perla að það verði að sjá til þess að ræktun hans verði vel sinnt og hann á ekki von á öðru en að gjöfin verði þegin, svo fremi að menn verði ásáttir um hvernig það eigi að gerast. Garðurinn Skrúður í Dýrafirði.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.