Bæjarins besta


Bæjarins besta - 04.06.1997, Qupperneq 12

Bæjarins besta - 04.06.1997, Qupperneq 12
Bæjarins besta ÓHÁÐ Á VESTFJÖRÐUMFRÉTTABLAÐ Stofnað 14. nóvember 1984• Sími 456 4560 •Fax 456 4564 • Netfang: hprent@snerpa.is • Verð kr. 170 m/vsk Byggðastofnun veitir styrki til atvinnuþróunar Þrjátíu vestfirskir að- ilar fengu úthlutun Byggðastofnun hefur úthlut- að 134 styrkjum til atvinnu- þróunar á landsbyggðinni að fjárhæð samtals rúmlega 68 milljónir króna. Alls bárust yfir 300 umsóknir og þar af um 65 umsóknir frá Vestfjörðum. Að sögn Guðmundar Malmquist forstjóra Byggðastofnunar, fengu 30 vestfirskir aðilar styrki samtals að upphæð 11,4 milljónir króna, frá 200 þúsund krónum upp í 700 þúsund krónur og eru aðilar tengdir ferðaþjónustu þar í meirihluta. Hann vildi ekki gefa upp tæmandi lista yfir styrkþega og sagði að þær upplýsingar myndu koma fram í ársskýrslu stofnunarinnar. BB fannst heldur langt að bíða þess og minnti á ný lög um upplýs- ingaskyldu. Guðmundur sagði þá að það ætti eftir að sam- þykkja fundargerðina þar sem styrkveitingarnar koma fram en það yrði gert 11. júní n.k. Þá skyldi hann láta blaðinu í té nánari upplýsingar ef það óskaði eftir því og það mun blaðið gera. Sjómenn um land allt héldu hátíðisdag sinn með pompi og prakt á sunnudag. Í nokkrum bæjarfélögum hófst hátíðin á laugardag, þar á meðal á Ísafirði, en á þeim degi var landkröbbunum boðið í siglingu með togurum bæjarins um Ísafjarðardjúp. Fjöldi manns þáði boð um siglingu þrátt fyrir fremur sterkan vind og þeirra á meðal voru félagar úr barna- og unglingakór Hallgrímskirkju í Reykjavík, sem hér sjást taka lagið um borð í togaranum Júlíusi Geirmundssyni. Sjá nánar frétt og myndi á bls. 8. Sungið á sjónum Sala á eignum Fáfnis Gagntilboð eigenda rennur út í dag Á föstudaginn gerðu Fisk- veiðasjóður og Landsbanki Íslands Þeim Katli Helgasyni og Eyþóri Haraldssyni, sem gert hafa tilboð í eignir Fáfnis á Þingeyri, skriflegt gagntilboð og rennur frestur til að svara því út í dag. Ketill Helgason er fram- kvæmdastjóri Bolfisks hf., í Bolungarvík en Eyþór Har- aldsson er framkvæmdastjóri og aðaleigandi fisksölufyrir- tækisins Norfisk hf. í Reykja- vík sem séð hefur um sölu á afurðum fyrir Bolfisk. Bol- fiskur hefur, eins og fram hefur komið, sérhæft sig í vinnslu svokallaðs rússafisks og munu áætlanir þeirra Ket- ils og Eyþórs gera ráð fyrir sambærilegri vinnslu á Þing- eyri. Nýtt björgunarskip Fór í fyrstu ferð- ina að Látrum Hið nýja björgunarskip Slysavarnafélags Íslands, Gunnar Friðriksson, sem vígt var á laugardag, var kallað út í sína fyrstu björgun kl. 22:20 á laugardagskvöld. Það var þá kallað til aðstoðar litlum bát, sem losnað hafði af færum við Látra í Aðalvík og rekið upp í fjöru. Gunnar Friðriksson var kominn að Látrum um mið- nættið og gengu björgunar- störf vel að sögn Magnúsar Ólafs Hanssonar hjá Slysa- varnafélagi Íslands. ,,Skipið fór í sína fyrstu ferð á æskuheimili Gunnars Frið- rikssonar og var það vel við hæfi á þessum degi. Björg- unin gekk vel og var báturinn dreginn að legu út af Sæ- bóli,” sagði Magnús. Mjög Tillögur Hafrannsóknarstofnunar fyrir næsta fiskveiðiár Í nýjum tillögum Hafrann- sóknarstofnunar er lagt til að þorskkvóti fyrir næsta fisk- veiðiár verði aukinn um 32 þús- und tonn, eða úr 186 þúsund tonnum í 218 þúsund tonn og verður það í fyrsta sinn síðan árið 1993 sem þorskaflinn fer yfir 200 þúsund tonn. Til sam- anburðar þá var þorskafli Ís- lendinga á milli 300-400 þús- und tonn á ári á tímabilinu 1985-1991. Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegsráðherra, hefur lýst yfir að hann muni fara eftir tillögum fiskifræðinga en segir jafnframt að ekki megi reikna með jafnmikilli aukn- ingu þorskaflaheimilda á næstu árum. Hann segir mikilvægt að reglan um að taka aðeins 25% af stofni verði haldin en hún hafi leitt til þess árangurs sem nú þegar hafi náðst. Í tillögum Hafrannsóknar- stofnunar er lagt til að ýsukvóti verði 40 þúsund tonn, en það er 5 þúsund tonna skerðing miðað við yfirstandandi fisk- veiðiár. Ufsakvótinn er skorinn verulega niður eða úr 50 þúsund tonnum í 30 þúsund tonn og grálúðukvótinn fer úr 15 þús- und tonnum í 10 þúsund tonn miðað við tillögur stofnunar- innar. Steinbítskvóti verður eins og á þessu fiskveiðiári, eða 13 þúsund tonn og sama gildir um karfakvótann sem verður óbreyttur, 65 þúsund tonn. Upphafskvóti rækju er skert- ur um 450 tonn, úr 7.600 tonnum í 7.150 tonn, en úthafs- rækjukvóti er aukinn um 10 þúsund tonn miðað við leyfi- legan afla yfirstandandi árs, úr 60 þúsund tonnum í 70 þúsund tonn. Stofnunin leggur til að upphafskvóti loðnu á næsta ári verði 850 þúsund tonn sem er 250 þúsund tonnum minna en á yfirstandandi ári. Eggert Jónsson, útgerðar- stjóri hjá Básafelli hf, sagði í samtali við blaðið, að kvóta- aukning þorsks hefði verið svipuð og hann átti von á. Hann segir að þorskkvóti fyrirtæk- isins, miðað við tillögur Hafró, aukist um 600 tonn á næsta fiskveiðiári sem þýði að þá hafi Básafell yfir að ráða tæplega 4000 tonnum af þorski. Að sama skapi eykst rækjukvótinn um 600 tonn, úr 3.420 tonnum í rúmlega 4000 tonn. Eggert segir að skerðing ufsakvóta komi ekki á óvart því ufsi hafi ekki fundist síðustu ár. Hvað grálúðuna varðar þá hafi gengið vel að ná henni, kvótanum náð og rúmlega það, en talsvert hafi þurft að hafa fyrir því. Grálúðukvótinn er skertur um 5000 tonn í tillögum Haf- rannsóknarstofnunar, en sjáv- arútvegsráðherra hefur lýst yfir áhyggjum vegna grálúðu- stofnsins og telur að horft geti til hruns hans náist ekki sam- komulag um stjórnun veiðanna. Grálúðustofninn er sameigin- legur með Færeyingum og Grænlendingum og hefur Ev- rópusambandið keypt kvóta í stórum stíl af þeim síðar nefndu og telur sjávarútvegsráðherra að sambandið sé ábyrgt fyrir ofveiði úr stofninum. Hafró gerir nú tillögu um 10 þúsund tonna grálúðukvóta, en til sam- anburðar má geta þess að Dag- rún ÍS-9 veiddi í maímánuði einum fyrir um 15 árum síðan, tæplega 1000 tonn af grálúðu. Þorskkvótinn verði 218 þúsund tonn hvasst var á þessum slóðum á laugardagskvöld og fór vindhraðinn í 12 vindstig í mestu hviðunum. Gunnar Friðriksson. Olíulaust meik Olíulaust meik

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.