Nýtt land-frjáls þjóð - 07.02.1974, Blaðsíða 1

Nýtt land-frjáls þjóð - 07.02.1974, Blaðsíða 1
6. árgangur Fimmtudagur 7. febrúar 1974 5. tölublað KÓPAVOGS' APÓTEK Opið öll kvöld til kl. 7 nema laugardaga til kl. 2 og á sunnudögum milli kl. 1 og 3 Sími 40102 LETUR s.f. Sími 23857 Offset-fjölritun Grettisgötu 2. Hræðslubanda- lagið og her- stöðvamálið: HVER • • HONDIN UPPÁ MÓTI ANNARI Eitthvað er stefna nýja hræðslu- handalágsins í herstöðvamálinu ó- Ijós, svo ekki sé meira sagt. Þar er hver höndin upp á móti ann- arri. Þingflokkur Alþýóul''lokksins hvetur almcnning til aó skrifa undir „Varió land“. Steinunn Finnbogadóttir fyrrverandi aó- stoóarráðherra tálaði á fundinum i Háskólabíó á dögunum og vildi hcrinn hurt hið bráðasta. Sömu skoðunar eru ungir jafnaðarmcnn. Hannibal er á annarri skoðun. Á ráðstefnu sem háldin var um scinustu hclgi um varnir íslands og Noregs, sagði hann m.a.: „Mín afstaða er því sú, að það sé í þágu varna íslands og ís- lendinga, að hér sé cftirlits- og varðstöð, cn hins vegar eigi varn- árliö áð vera hér í algjöru Iág- marki, því að hér getur aldrei, m. á. vegna fámennis og smæðar þjóöarinnar, veriö svo fjölmennt varnarlið, að neina verulega þýð- Ingu hafi gagnvart hugsánlcgri stórveldisárás á Iandið. Undir slík- um kringumstæðum, sem Guð foröi okkur frá að hugsa til, yrði nllt að byggjast á því, hve fljótt væri hægt að flytja hingað her- stvrk í stórum stíl landinu til varnar.“ Á mánudagskvöld hélt Félag hánnibalista í Reykjavík lund og samþykktu þar tillögu þess efnis að staðið yrði við stjórnarsáttmál- ann — herinn burt. Samtök herstöðvaandstæðinga voru stofnuð á Akureyri um sein- ustu helgi. Þar steig i stólinn rit- stjóri Verkamannsins, Þorstcinn Jónatansson og flutti tillögu um stuðning við tillögur Einars Ág- ústssonar í várnarmálum, en í Verkamanninum sem út kom þann 1. febrúar varar hann viö undir- skriftum fyrir Varið land. F.kkcrt hcfur heyrzt frá þeim Birni og Magiiúsi Torfa, en ætla má að Björn íylgi stcfnu Hannibals cn Magnús Torfi fylgi stefnu flokks- ins, sem óneitánlega er „opin í báða enda“. Bjarni Guðnason leggur fram þingsályktunartillögu um að staðið verði við ákvæði málefnasamnings stjórnarinnar STAÐFESTIR STJÓRNIN UPPGJÖF Sí HERSTÖÐVAMÁLINU? Þar sem sýnt er að stjórn- arflokkarnir hafa gefizt upp við að láta bandaríska herliðið hverfa af landi brott á kjöftímá- bilinu og hyggja einungis á fækkun herliðsins en-ekki 'algera brottför þess, hefur þingmaður Frjálslynda flokksins,, Bjarni Guðnason, talið sér skylt að leggja fram á Alþingi nú þegar þingsályktunartillögu lím upp- sögn varnarsamningfjins frá 1951. Gefst þá stjórnarflokkunum færi á að sýna hvort þeir ætla. að hlaupast frá enn einu fyrirheiti í málefnasamningi sínum. Tillaga Bjarna ásamt greinar- gerð verður birt í næsta blaði. Það er\ augsýnilega ekki cetlun ríkisstjórnarinnar að láta bandaríska herinn hverfa. Það er fcekktm herliðs, sem nú er verið að semja um. Þar með-er enn verið dð-rjúfa ákvceði málefnasamningsins. Þeim ráðhermm ríkisstjórnarinnar, sem er alvara að standa við ákvceði málefnasamningsins nm brottför hersins. gefst nú tcekifceri til að gera hug sinn opinberan, með afstöðu sinni til þingsályktunar Bjarna - Guðnasonar. \ \ \ \ I * ! ! i 40 ÞÚSUND KR. LÁGMARKSLAUN / NÝJU SAMNINGUNUM VIÐÍSAL Meðan samninganefndir Al- þýðusambands íslands hafa verið að slá af kröfum sínum um 35 þúsund króna lág- markslaun, og fórna þannig hagsmunum hinna lægst laun- uðu cnn einu sinni, hefa nokk- ur verkalýðsfélög gert samn- inga við ÍSAL, þar sem tryggð eru lágmarks-Iaun 40 þúsund krónur á mánuði. 1 samningunum, sem undir- ritaðir voru um helgina náðist fram 22,2% kauphækkun, og þar af 13% strax. ■ Meðal merkra ákvæða hinna nýju samninga má nefna að dagvinna er felld niður á föstu- dögum, og 40 stunda vinnu- viku má ljúka-á fjórum dög- um. Hjá ísal vinna nú um 500 manns, þar af 300 félagsmenn verkamannafélagsins Hlífar í Hafnarfirði. Helztu ákvæði hinna nýju samninga eru biit á blaðsíðu 3 í blaðinu.

x

Nýtt land-frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt land-frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/1529

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.