Nýtt land-frjáls þjóð - 07.02.1974, Blaðsíða 5

Nýtt land-frjáls þjóð - 07.02.1974, Blaðsíða 5
NÝTT LAND 5 Sfórsígyr ábyrgra félagsmaona i verkalýðsfél. Einingu á Akureyri f— Einstæður atburður i sogu islenzkrar verkalyðshreyfieinar | yfirburða hans í þekkingu og reynslu. En margt er þó ekki hægt að undanskilja réttlátri gagn- rýni. Björn Jónsson er geðprýðismað- ur, þegar honum býður svo við að horfa. Hann hefir m. a. skrif- að hlýlega um fallná félaga, svo að sumir sem þykjast yfir hann hafnir, gera ekki bctur, í sínum „heimalöndum". Og þá geta allir fyrirgefið þótt maðurinn geri grín með dautt postulín. En Björn get- ur verið hvass og óbilgjarn í bar- áttu og nýtur af þeim orsökum ekki verðskuldaðrar viðurkenning- ar fyrir sína gleggstu framsýn. Það sem ósanngirni heitir í fari hans, reisir þá mjög há andúðarfjöll andspænis honum, svo að nokkuð getur tapast af réttmætum sigrum hans. En þetta er eflaust eigi að síður skaðsamlegt. Ekki má alveg ganga framhjá því, að orðsporið telur Akureyr- inga talsvert „upp með sér“. Þeir eru sagðir kappgjarnir til þess hlutar, að bæjarfélag þeirra sé eitt hið fremsta. Og ber á þessu hærra en Súlutindur, að sagt er. Vissu- lega varð vart við það hér, að ýmsum þótti gaman að þeirri þjóðfleygu athygli sem staðurinn vakti, útaf nýafstöðnum kosning- um til stjórnar og trúnaðarmanna- ráðs í Einingu, félagi verkafólks á Akureyri. í nokkra daga virtist svo sem Akureyringar væru aðal- fólkið á landinu! Aðrir bara svona góðir mcð. Kosningabaráttan hófst á því að Björn Jónson lét leiða fram B- lista til kjörsins, gegn A-lista starfandi stjórnar, sem Jón Ás- geirsson var formaður fyrir. Og svo var farið að skrifá í blöðin, og hvorki meira né minna en fjór- ff11 ítjðrtimálaflokkar sameinuðúst undir merki Björns, gegn lista Jóns Ásgeirssonar. Þekktir menn í fjórföHJú fylkingunni tóku að hlaupa um bæinn og veifa áróð- ursfánum. Þetta var gjörvilegur hópur, fríðir menn og feitir í andá og áttu sér embættistitla að aukaskrauti, framyfir þá sem sigra skyldi. Nú var Jón Helgason skoð- aður i mörgum herbúðum, og þótti gómsætur, enda geðprýðis- maður ekki síðri en Björn, og horfir brosandi nokkuð hátt undir loft, hvar sem er. Jón Helgason er dugandi maður og fiskinn vel, enda vélbátum vanur. En er nú, að sjálfs hans sögn, dreginn óviljugur að Hanni- balsútgerð, með net og trossur við hæfi vestfirzkra gnægtamiða. Nafni hans Ásgeirsson var einnig skoð- aður nokkuð í blöðum, einkum Verkamanninum, sem er málgagn Hannibalsflokksins. Mesta undrun vakti að Jóni Ásgeirssyni var þar brugðið um, að hafa þurft að ráða hugmyndafræðing sér til aðstoðar í formannstarfi. Því að vissulegá gegnir það furðu, að skýrir menn eins og Björn Jónsson og Jón Helgason, eða Þorsteinn Jónatans- son, skuli haga sér eins og hinir mörgu, sem halda menn af sér. En þetta fer líklega að breytast eins og annað. Og að Hannibal og Björn taki að ráða sér hug- myndafræðinga, þegar þeir eru orðnir stærsti stjórnmálaflokkur landsins. T.d. Bragá Sigurjónsson og Sigurð Óla Brynjólfsson. Málgagn Framsóknarmanna á Akureyri, Dagur, kom út á fínum pappír, daginn fyrir kjördag, og hafði einhver sjálfur pantað aðal- viðtalið í tölublaðinu, að sögn rit- stjórans. Nokkuð var það viðtal af svipuðum málefnatoga og rit- smíðar Verkamannsins. Því verður aldrei neitað með rökum, að bar- átta sú sem Jón Ásgeirsson hefir háð, er gerð fyrir daglaunafólk, sem hafa allt sitt líf á að byggja kaupi fyrir erfiðisvinnu, og búa í þjöðfélagi, sem sífellt skerðir kaup- mátt gjaldmiðilsins og þyngir þræl- dóminn. Og hér gerist þetta i bæjarfélagi, sem samtímis þykist hafa efni á að hafa starfandi tvo kaupháa forstjóra fyrir eigin út- gerðarfélagi. Að ekki sé minnzt á fleira. Það atriði, að Framsóknarmenn og arfrtárra'flö’kkd iftóúii f opinber- um stöðum og' með étnbættlstitlá, þegar þeir sjálfir eru birtir á ýmiskonar framboðslístum, — skuli telja sig þess umkomna að hafa vit og áhuga á kjarabaráttu daglaunafólks, getur vart borið vott um annað en pólitísk oln- bogaskot. Og merkilegt að foringi eins og Björn Jónsson skuli leggja lag sitt við slíkt hyski. Nefndir titlatogamenn eru vægast sagt and- stæðingar daglaunafólks, hvort sem þeir viðurkenna það sökum blindu eða sjónar, eða ekki. En eins og , Framhald á bls. 6. Sigurður Draumiand fjailar um Einingarkosningarnar á Akureyri — Já, en heyrðu mig, sagði Nikulás fullur þrjósku — hvað finnst þér að EG eigi að gera? — Þú? Harkaðu af þér! Þú verður að kæra þjófnaðinn til yfirvaldanna, en þú mátt ekki vænta neins af þeim. Ef einhver táningur hefur stolið henni þá er annað tveggja, að þú færð hana alls ekki aftur, eða þá að hún er svo útslitin, að það borg- ar sig engan veginn að lappa upp á hana. Þú hefur tryggt hana vel —? — Já, í kaskó — fimm þús- und krónu sjálfsábyrgð! Tómas gerðist æ óþolinmóð- ari að komast af stað með nýju konuna sína. Hann tvísté. — Þá færðu nú liítið út úr þessu. — Hann fylgdi Nikulási út og sýndi honum nýju konuna sína í leiðinni. Þeir dáðust mjög að henni. Hún var slétt og glansandi. Svo fór Nikulás. Tómas vorkenndi honum svo- lítið og kallaði alúðlega: — Komdu og prófaðu hana einhvern tíma. Það er þess virði. (Framhald í næsta blaði). I®*9 Herragarðurinn Vísir og Alþýðublaðshjálegan Eins og vikið var að í síðasta blaði hafa ungir jafnaðarmenn síður en svo átt inni í Alþýðu- blaðinu síðustu tvö árin fyrir skrif sín, enda hef- ur blaðið ekki verið málgagn Alþýðuflokks- ins þennan tíma, öllu fremur morgunútgáfa Vísis, og stjórnað af mönnum, sem ekki að- eins eru flokksbundnir Sjálfstæðisflokksmenn, heldur einnig í nöp við Alþýðuflokkinn. Eftir að Alþýðuflokkurinn beið stórlegan ósigur í þingkosningun- um í kjölfar borgarstjórnarósig- ursins, sem Björgvin Guðmunds- son .borgarfulltrúi flokksins, sagði vera beina afleiðingu sam- starfs flokksin við íhaldið, þá undirritaði formaður flokksins ó- venjulegt afsalsbréf: Hann frarti- j seldi málgagn flokksins, mitt í allri „éndurhæfingunni“, í hend- ur valdagráðugrar klíku innan Sjálfstæðisflokksins. Þessi klíka á meginhluta hlutabréfanna I Reykjaprenti, en það er útgáfu- fyrirtæki Vísis. Lykilinn að hjarta Gylfa Þ. Gíslasonar fann Sveinn R. Eyj- ólfsson, framkvæmdastjóri Vísis fljótt. Alþýðublaðið hefur síð- ustu áratugi verið skuldum vafið eins og skrattinn skömmunum, og þá má nærri geta hvort for- ystumenn flokksins hafi ekki átt nöfnin sín á víxlum og öðrum ábyrgðum fyrir blaðið út um hvippinn og hvappinn. Það sem réði því að Gylfi féllst á að gera samning við Svein, svo furðulegan að hann treysti sér ekki til að leyfa sín- um nánustu samstarfsmönnum að sjá, var merkilegt loforð. Sveinn skuldbatt sig til að losa Gylfa smátt og smátt úr skuldaviðj- unum. Og ef samkomulagið gengi Sem skyldi, yrði öllu veði aflétt af húseigninni númer 11 við Aragötu eftir sex ár! Þetta olli að sjálfsögðu því, að Gylfi átti erfitt með að gera grein fyrir samningi sínum við Vísisklíkuna meðal flokksmanna sinna, og því brá hann á þann leik að nota „hvíta lygi“ þegar útskýra þurfti málin. Aðspurður endurtók hann alltaf með sann- færingarkrafti, hvort sem það var í útvarpi eða á fundum, að Alþýðublaðið væri eign Alþýðu- flokksins og yrði alltaf. Þetta er rétt svo langt sem það nær. Fyrir tveim árum var stofn- að fyrirtæki sem heitir Útgáfu- félag Alþýðublaðsins h.f. Sam- kvæmt stofnsamningi er tilgang- ur þess félags að tryggja útgáfu Alþýðublaðsins. Formaður stjórn- ar er Gylfi Þ. Gíslason, en með- eigendur í félaginu eru fram- kvæmdastjórnarmenn Alþýðu- flokksins. Á sama tima var stofnað ann- að fyrirtæki, Alþýðublaðsútgáf- an h.f. Stofnendur og stjórnar- menn eru Ásgeir Jóhannesson, forstjóri, Sunnubraut 38, Axel Kristjánsson, forstjóri, Bæjar- hvammi 2, Hafnarfirði og Bene- dikt Jónsson, vélstjóri, Kúrlandi 11. Auk þess eiginkonur þeirra. Eftir að það félag hafði verið stofnað og tilkynnt til firma- skrár Reykjavíkur mun megin- þorri hlutabréfa Benedikts og einhver hluti annarra hlutabréfa hafa verið færður yfir á nafn Sveins Eyjólfssonar, .án þess að tilkynnt hafi verið til firmaskrár enda munu slíkar tilkynningar að jafnaði mega bíða. Síðan er gerður samningur milli Útgáfufélags Alþýðublaðsins h.f. og Alþýðublaðsútgáfunnar hf. um útgáfu Alþýðublaðsins. Og þar með var allur umráða- réttur blaðsins kominn í hendur framkvæmdastjóra Vísis. En nú víkur sögunni að ungkrötum. Auðvitað fór ekki hjá því að eitthvað kvisaðist um þennan samning Gylfa og Sveins ,og þótt fæstir tryðu nokkru í byrj- un fyrr en Þjóðviljinn og Tím- inn fóru að tæpa á hlutunum, þá grunaði unga Alþýðuflokks- menn þegar eitthvað illt, og eftir nokkra rnánuði var farið að spyrja Gylfa um þennan samn- ing á flokksstjórnarfundum. Og þá kom þesi hvíta lygi: „Elsk- urnar mínar, ég get fullvissað ykkur um, að það er Alþýðu- flokkurinn og enginn annar sem á Alþýðublaðið, og það eru Al- ANNAR HLUTI „Það er Alþýðuí’ enginn annar se þýðublaðið." þýðuflokksmenn, sem eru í stjórn þess fyrirtækis, sem sér um fjár- hagshlið útgáfu blaðsins." Þetta hreif til að byrja með, en þar sem starfsfólk blaðsins hafði aðra sögu að segja, og reynsla var komin á það að neitað hafði verið um birtingu á hefðbundinni síðu SUJ, þá ákváðu nokkrir ungir menn að fá úr þessu skorið í eitt skipti fyrir öll. Það skyldi gert á 27. þingi Sambands ungra jafnaðarmanna, sem haldið var á Akureyri síð- astliðið haust. Þangað hafði Gylfa verið boðið til að halda erindi, og þar var undirbúin að honum atlaga. Þrír ungkratar höfðu lagt mikla vinnu í að undirbúa ræður og fyrirspurnir um rekstur blaðsins, og þunga- miðjan í því var sú neitun, sem þeir höfðu hlotið, þegar þeir vildu fá inni í blaðinu fyrir efni sitt. Á þinginu var svo einn rit- nefndarmanna látinn vitna. Hann sagði sorgarsögu sína af göngu milli heródesar og pílatusar blaðstjórnarinnar, og hvernig sér hefði verið neitað um að fá að birta efnið í blaðinu. Síðan skyldi hver af öðrum koma i ræðustól, ýmist til að vitna eða krefja formann flokksins sagna. En Gylfi sá við þeim, og þegar fyrsti maður hafði talað, bað hann um orðið. Hann fór mörgum orðum um þá miklu breytingu sem orðið hefði á öll- um vinnubrögðum þegar blaðið fór í offsetprentun, og endaði með því að segja, að þeir hefðu bara ekki áttað sig á þessu. Hefðu þeir bara hringt í sig, þá hefði hann séð til þess að þetta gengi eins og skot. Það væri komin ný verkaskipting og vinnubrögðin væru þau, að allt efni þyrfti að vera tilbúið með miklu meiri fyrirvará, og það hefði valdið misskilningnum öll- um saman. Þeir hefðu verið guðvelkomnir með öll sín skrif, og hann hvatti þá meira að segja til að vera duglega og skrifa sem flestar slíkar síður í blaðið, því það væri einmitt nauðsynlegt að ungu mennirnir í flokknum létu til sín heyra. Þetta þótti fulltrúum á þingi SUJ gott að heyra, og gleðileg tíðindi. Gylfi ságði þeim að næst skyldu þeir fara beint til ritstjórans, Freysteins Jóhanns- sonar, prýðismanns, sem vildi allt fyrir þá gerá, og myndi greiða götu þeirra í hvívetna. Lauk svo þingstörfum með mörgum gagnlegum ályktunum, meðal annars var skipuð ritnefnd fyrir SUJ-síðu í Alþýðublaðinu. Næst' gerist svo það að hin nýja ritnefnd tekur saman efni, sem birta skyldi í blaðinu, og er farið á fund Frcysteins. En það var ekki rauöur dreg- ill, sem lagður var fyrir þá þeg- ar þangað kom. Þvi þcgar þeir sögðut vilja fá efni sitt birt í opnu blaðsins, en ckki á 5. síðunni, þá sagði ritstjóri Al- þýðubláðsins þeim að hann væri ekki þarna kominn til að snatta fyrir einhverja helvítis krata úíi í bæ. Og rak þá síðan út. Og er nú ár til næsta þings SUJ. 1

x

Nýtt land-frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt land-frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/1529

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.