Nýtt land-frjáls þjóð - 07.02.1974, Blaðsíða 4

Nýtt land-frjáls þjóð - 07.02.1974, Blaðsíða 4
4 NÝTT LAND VERKAIVÐfmm Verndarvættur hinna atvinnulausu Þrátt fyrir mikil umsvif í athafnalífi landsmanna á liðnum árum og skort á fólki til vinnu, er þó eitt byggðarlag sem um langt árabil hefur aldrei losnað við atvinnuleysisbölið, þ.e. Siglufjörður, sem fyrrum miðlaði hundruðum manna úr öðrum landshlutum at- vinnu. Þær tillögur og áætl- anir sem settar hafa verið fram til þess að skapa við- unandi atvinnu á Siglufirði hafa flestar runnið út í sand- inn og veit sennilega enginn skil á þeim óhemjufjárfúlg- um sem veitt hefur verið tii þessa viðreisnarstarfs. Það er hins vegar staðreynd að nú munu vera um 150 atvinnu- lausir á Siglufirði og er að- alástæðan sú, að síðasta bjargráðið hefur brugðizt: Niðursuðurekstur Þormóðs ramma hefur stöðvazt; vegna fyrirhyggjuleysis stjórnvalda, hefðum við sagt á viðreisnar- tímunum. Það leikur ekki á tveim tungum, að ekkert fyrirtæki á Siglufirði, hvorki fyrr né síðar, hefur notið jafnmikils tækniundirbúnings með til- heyrandi áætlanagerðum og óskoruðr fjármagni, sem numið hefur tugum milljóna í fasteignum og lausafé á ári hverju. Og Þormóður rammi, nafngift þessarar stofnunar var sótt aftur á landnámsöld, tengd dirfsku og afli, sem lýsir af nafni hins forna kappa Þormóðs ramma og til frekari trygg- ingar voru til settir tveir doktorar, sem hafa verið eins konar hofgoðar í þessu nýja landnámi. Allt um það er búrekstur Þormóðs og hof- goðanna steinstopp og Sigl- firðingar ennþá einu sinni teknir til við að skrá at- vinnuleysi sitt sér til fram- dráttar — sem sagt ekkert betra en á viðreisnartímum. Atvinnu- leysisbætur 1. desember s.l. hækkuðu dagpeningar atvinnuleysis- bóta og eru nú sem hér greinir. Kvæntur maður eða gift kona, sem er aðalfyrirvinna heimilis fær kr. 996,00 á dag. Einstaklingar fá kr. 872,00 á dag. Fyrir hvert barn, þó ekki fleiri en 3, greiðist 81,00 króna á dag. Bætur greiðast aðeins fyrir 5 daga í viku hverri, þ.e. ekki fyrir laugardaga eða sunnudaga og aldrei fyrir fleiri en 130 daga á hverjum 12 mánuðum. 50 milljónir til orlofsheimila Við afgreiðslu fjárlaga fyr- ir yfirstandandi ár var sam- þykkt- að veita ríkisstjórninni- heimild til þess að ábyrgjast allt að 25 milljón króna lán til Bandalags starfsmanna ríkis og bæja til áframhald- andi uppbyggingar orlofs- heimilisins í Munaðarnesi og aðrar 25 milljónir króna til Alþýðusambands íslands til byggingar orlofsheimila á þessu ári og mætti reikna með að alls yrði varið ná- lægt hundrað milljónum kr. til þess að reisa ný sumar- Kauptryggingar- sjóðir I grannlöndum okkar hafa verið stofnaðir svokallaðir kauptryggingasjóðir til þess að tryggja launafólki greiðslu kaups og orlofs þegar fyrir- tæki verða gjaldþrota. Lengi hafði verið um þetta mál rætt og þótti sjálfsagt að gera ráðstafanir til þess að verkafólk missti ekki laun sín eða orlof vegna gjald- þrota. Reynslan af þessum tryggingum hefur yfirleitt verið góð, en þó er þegar farið að bera á því, að at- vinnurekendur misnoti þess- ar tryggingar með því að renna fyrirtækjum sínum í strand og láta tryggingar- sjóðinn síðan greiða inneign verkafólksins; byrja síðan á nýjum atvinnurekstri og end- urtaka sama leikinn. I Dan- mörku skeði það á liðnu ári að eitt veitingahús varð þrisvar sinnum gjaldþrota og greiddi kauptryggingarsjóður um eina milljón ísl. króna í bætur til launþega fyrir tvö fyrstu gjaldþrotin, en það þriðja er enn óuppgert. Þetta tryggingarform hefur um áraskeið verið ofarlega á loforðalista stjórnmálamanna okkar, en ekki er kunnugt um að nokkur hugur fylgi máli um stofnun kauptrygg- ingarsjóðs hérlendis. Hins- vegar er það greinilegt að reisa verður skorður við mis- notkun slíks sjóðs ef til hans yrði stofnað hér. Gregory kominn skattheimtuna? Samkvæmt almanakinu Framhald á 6. síðu. Saga ástandsmála, verka- lýðssamtakanna á Akur- eyri, frá upphafi til þessa dags, yrði sennilega ríku- legt deiluefni, jafnvel þótt hana ritaði glöggur mað- ur og sanngjarn, sem drægi að vísu ekkert und- an. Margt merkismanna hefir komið við sögu nefndra samtaka. Og er Björn Jónsson einn af þeim. Björn er maður vel að sér gjör, skarpur að skilningi, skjótur til aðgerða, en einum of fullyrðingasamur í sigrum. Hins vegar er því ekki að leyna, að ýmsum hefir jafnan þótt kenna nokkurs einræðis í stjórn hans á mönnum og málefnum. Nú er, að mínu viti, ekkert.,U(r\, cin-. ræði að sakast ef það stefnir nokk- urnveginn í réttar vinstri áttir, enda hefir verið, í niörgytp , til- fellum mannkynssögunnar, eina fangráð mikilhæfra foringjá ,til að halda mislitum hópum á kili, gegnum margskonar brotsjói. Höfundur hefir víst ekki komið á fundi verkamannafélaga á Ak- ureyri síðan á dögum Erlings Friðjónssonar, en fylgzt með því sem gerzt hefur. Um áratugi hefir Björn Jónsson verið leiðandi mað- ur, árum saman sjálfkjörinn ásamt sínum mönnum. Og svo hefir varla nokkur þorað að mæla á ræðufundum, fyrir ráðríki Björns, enda „orðið“ verið hreinlega tekið af sumum, ef þeir ætluðu að „brúka kjaft“. Aðgerðaleysið gagn- várt Birni skrifast að vísu tekju- megin á lífsreikning hans, sökum Nikulás fór til góðvinar síns Tómasar, sem bjó ekki langt frá. Tómas var eins og úti á þekju, en bauð þó Nikulási að koma inn og hellti viskíi í glas handa honum meðan hann sagði frá hvarfi konu sinnar. Tómas var þó greinilega mjög viðutan. — Nei, gamli vinur, sagði Tómas loksins. — Ég hef ekki séð konuna þína. Þú ert að meina þá gömlu, er það ekki? — Ju, Nikulás varð að við- urkenna það. Hann sagði honum hvernig hann hefði komið að heimilinu konulausu, hvernig hann leitaði alls staðar og spurði nágrann- ana hvort þeir hefðu orðið hennar varir En svo var ekki og þess vegna var hann nú kominn til góðvinar síns Tómasar til þess að fá hjá honum góð ráð. En ástæðan fyrir því að Tóm- as var svo viðutan og hlustaði bara með öðru eyranu var sú, að hann hafði einmitt þennan dag fengið sér nýja konu. Nýja konan var á rölti um íbúðina og Tómas gat ekki um annað hugs- að en það, að hann átti eftir að prófa hana. Nikulás kom sem sagt í heimsókn á gróflega ó- þægilegum tíma. — Jæja, hvað finnst þér nú að ég eigi að gera? sagði Niku- lás að lokum. — Ja, sagði Tómas — þetta lagast. Kannski færðu hana aft- ur, eða þá að þú gemr fengið þér nýja! — Nei, hrópaði Nikulás argur — ég vil fá gmlu konuna mína afmr! — Hvað þá! æpti Tomas dol- fallinn — þá gömlu! Heyrðu mig nú — var hún ekki orðin alveg útjöskuð? — Hún var stórfín — sagði Nikulás móðgaður — ég hef gætt hennar og haldið henni við eins og frekast var unnt. Hún var alveg eins og ný! En ég er viss um að einhver af þess- um unglingalýð hefur stolið henni —. Tómas virti hann fyrir sér og brosti fullur samúðar. — Nei, heyrðu mig, strákarnir stela aldrei gömlum konum — þeir reyna bara við nýjar —. Þá mundi hann allt í einu eftir því að hann hafði fengið sér nýja konu og því sló hann í borðið og hrópaði móðgaður: — annars finnst mér að yfir- völdin eigi að taka miklu harð- ar á þessu msíaukna kvenn- þjófnaði. Bara það eitt að flokka slíkt undir nauðþurftaþjófnað er háð og spott gagnvart öllum heiðvirðum borgurum sem nurla og spara til þess að hafa ráð á að hafa konu. — Hann barði aftur í borðið. — Ef ég fengi að ráða væru þeir tekn,ir ærlega í gegn og síðan yrðu þeir látnir í nauðungarvinnu þar til þeir hefðu greitt fyrir af- brot sitt. EFTIR LEIF PANDURO

x

Nýtt land-frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt land-frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/1529

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.