Nýtt land-frjáls þjóð - 07.02.1974, Blaðsíða 7

Nýtt land-frjáls þjóð - 07.02.1974, Blaðsíða 7
NÝTT LAND 7 i ! - AB UTAN — Sovétríkin leika refskák í olíukreppunni \ \ \ t I Sovétríkin hafa gætt sín vel í olíukreppunni, en þó hefur mátt lesa vott af illgirni í blaðaskrifum þar. Sovétríkin hafa alls ekki óskað eftir því að reka áróður fyrir veik- leika Vesturlanda í þeim efn- um, þó að áþreifanlega hafi verið bent á hann. Vitanlega hefur olíukreppan og þar með vaxandi skortur á orku- efnum mikil áhrif á stjórn- málastefnu Sovétríkjanna í framtíðinni. Þó að þróunin hafi hingað tii verið Sovétríkjunum í hag og þó að framtíðarhorfurnar séu tælandi er þetta vanda- mál svo flókið og alvarlegt, að leiðtogar Sovétríkjanna hafa valið þann kost að aug- lýsa málið sem minnst. Rúss- ar vilja hvorki ráðast á Banda ríkin né Vestur-Evrópu. Það er bæði ónauðsynlegt og gæti ennfremur haft skaðsamleg á- hrif á samvinnu Moskvu við Vesturlönd. Olíukreppan hef- ur sín áhrif og sýnir veikleika Vesturlanda svo mjög, að Rússar þurfa ekki að beita neinum áróðri né hreyfa fing- ur til að auka áhrifin. Varkárni Rússa viðvíkj- andi olíukreppunni á einnig rætur sínar að rekja til verzl- unarmála þeirra. Rússar kaupa sífellt meira af olíu frá Austurlöndum. Sovétrík- in kaupa olíu frá írak, en þeir kaupa einnig olíu frá Iran, sem enn hefur ekki gerzt aðili að olíukreppunni. Rússar þarfnast ekki þessar- ar olíu til nota heima fyrir, heldur til að uppfylla þau loforð, sem þeir hafa gefið þeim ríkjum Austur-Evrópu, sem eru í slagtogi með þeim. Austur-Evrópuríkin eru að vísu sjálf að leita að olíu- markaði, en mennirnir í Moskvu hafa lagt mikið fé í olíuleiðsluna frá Sovétríkj- unum til Austur-Evrópu og vilja greinilega sjá einir um alla flutninga af olíu og öðr- um hitunarefnum þangað, en til þess þurfa Sovétríkin að flytja inn olíu frá Austur- löndum. Olíuinnflutningur er einnig þýðingarmikill fyrir sam- vinnu Sovétríkjanna við Vest- urlönd. Ef við sleppum öllum orðalengingum, komumst við að eftirfarandi: Rússar kaupa olíu frá Arabíu og Persíu með fjárhags- eða tækniað- stoð. Þeir selja Vesturlöndum olíuna fyrir peninga. Það skiptir engu máli í þessu til- liti, hvort Rússarnir selja ol- íuna frá Austurlöndum eða Sovétríkjunum og þannig hjálpa Sovétríkin til að grafa undan olíukreppu Arabanna. Þetta á eftir að koma enn betur í ljós, ef Japan og Bandaríkin ákveða að flytja inn olíu og önnur efni til upphitunar frá Sovétríkjun- um. Innflutningur Sovétríkjanna á olíu til Vesturlanda hefur numið um 30% þjóðartekn- anna, svo að hér er um að ræða mjög mikinn hluta fjár- hagsafkomunnar og hefur því gífurleg áhri fá stjórn Sovét- ríkjanna fjárhagslega, svo að ekki sé jninuzt á stjórnmála- leg áhrif þess. Þetta er m.a. ástæðan fyrir því, að Rússar vilja ekki hafa hátt um sig. Bandaríkjamenn, Japanir og Vestur-Evrópubúar hafa unnið með Sovétmönnum hvað viðkemur notkun og nýtingu olíu og jarðgashitun- arefna. Rússar þarfnast bæði peninga og tæknimenntaöra manna og ekki sízt risastórra olíuröra til að þeir geti nýtt auðlindir sínar eins og þeir vilja. Það gerðist í fyrsta skipti í fyrra, að áætlunin um olíuframleiðslu stóðst ekki og í ár neyddust menn til að lækka framleiðslumagnið. Því hafa Rússar ekki getað staðið við loforð sín um olíu til allmargra Vesturlanda. Þeir þarfnast velvildar ríkis- stjórna þessara landa og sam- starfs þeirra til að olíufram- leiðsla þeirra verði eins og upphaflega var áætlað. Hérna sjáum vi ðþví fyrir okkur hvernig stórríki eru háð hvert öðru þrátt fyrir það, að þau aðskilji mismunandi stjórn- málaskoðanir og öryggisregl- ur. að er ástæðan fyrir því, að Rússar leika nú refskák í olíukreppunni. I I * LIÐSFUNDUR Samtaka herstöðvaandstæðinga verður hald- inn í Félagsheimili stúdenta við Hringbraut föstudaginn 8. febrúar kl, 8.30. Sverrir Runólfsson: Opið bréf til samgönguráðherra Þriðjudaginn 22. jan. s.l. fóru fram umræður í fyrirspurnar- tíma á Alþingi um aðferðina „Blöndun á staðnum" og tilefnið var fyrirpurn Bjarna Guðnason- ar, í 1. lagi um hvað liði fram- kvæmdum á þeim vegarkafla, sem Vegagerðin hefði úthlutað mér á Kjalamesi, í 2. lagi, hvort Vegagerðin hefði ekki tök á að útvegá mér þau vegavinnutæki, sem ég þarfnaðist til viðbótar við þá blöndunarvél, sem ég hef þegar fengið frá Kanada, og í 3. lagi, hvort aðferðin gæti ekki verið heppileg á söndum Suður- landsundirlendis, t.d. á Þorláks- hafnarvegi, og hvort ekki væri þá vert að fela mér vegagerð þar, á.m.k. í tilraunaskyni. Björn Jónsson, samgöngumála- ráðherra svaraði fyrirspurninni og vil ég nota tækifærið til að þakka honum sérstaklega, eink- um vegna þess að í svari hans kom fram ýmislegt, sem sker úr um nokkur vafaatriði, og ég ekki fengið svör við áður. Ég held ég fari með rétt mál, þegar ég segi, að ég væri líklega ekki enn búinn að fá þennan eins km vegarkafla, ef Björns Jónssonar hefði ekki notið við, og Hanni- bals Valdimarssonar á undan honum í embætti samgöngumála- ráðherra, en þeir hafa ætíð sýnt hugmyndum mínum velvild og áhuga. Til að fyrirbyggja mis- skilning varðandi vegagerð með aðferðinni „Blöndun á staðnum“ j í mýrarjarðvegi, vil ég segja þetta: Ég hef margoft tekið fram, bæði í greinum og viðtölum, og lagt áherzlu á, að rannsókn á jarðvegssýnum hljóti ætíð að skera úr um það, hversu mikið af jarðveginum 1 vegarstæðinu skuli notað í hverju tilviki. Stundum er hægt að nota 100%, stundum minna, en aðalatriðið er, að rannsóknir skeri úr um málið. Það segir sig sjálft ,að það efnismagn, ef eitthvað, sem vantar upp á, að nauðsynleg jarðefnabinding náist, hlýtur að verða að flytja að. Þá kem ég að öðru atriði: Þegar ég tala um, að hægt eigi að vera að koma kostnaðinum pr. fermetra niður í margfalt minna verð en hann kostar nú, á ég við þetta: Ég hef undir höndum verklýs- ingar og kostnaðaryfirlit (verð- lag allt að 1973), þar sem verð pr. fermetra er frá 2,72 dollurum (eða 238 ísl. kr.) í fullunum vegi með varanlegu slitlagi. Spurningin er, hvers vegna slíkt egi ekki að vera hægt hér. Svar- ið er í grein, sem ég skrifaði í Mbl. 5. sept. 1970, þar sem birt- ar voru myndir af þeirri véla- samstæðu, sem að mínu áliti var sú fullkomnasta og fljótvirkasta, sem þá var völ á til vegagerðar. Slík samstæða mun nú kosta 80 til 90 milljónir ísl. króna. Blönd- unarvél sú, er ég hef þegar flutt til landsins, er hluti þeirrar sam- stæðu. í fjölmiðlum hefur verið sagt að hún „kostaði álíka mikið og gamall traktor". Ég viður- kenni, að ég ákvað að koma með notaða vél, sem mér bauðst og skoðaði gaumgæfilega, en ekki nýja vél, sem kostar í dag um 12—15 milljónir króna hing- að komin (þ.e. 90—100 þús. doll- ara„ flutningskostnaður, tollur, trygging o. fl. að auki). Ég var ákveðinn í að gera þetta eins ó- dýrt og mér væri unnt, m. a. vegna þess að mér hafði verið lofað aðeins eins km vegarkafla, eða eins og segir í bréfi Vega- gerðarinnar dags. 13. apríl 1972. . . . að Vegagerð ríkisins beri kostnað af tilraun ,lög 1 km vegarkafla, sem þér gerið með burðarlagi og slitlagi." Vegna skoðana- og túlkunar- ágreinings milli mín og forráða- manna Vegagerðarinnar m.a. um hvað telja beri „kostnað af til- raun“, hefur málið dregizt úr hömlu, o gvegna þess byrjaði barátta mín fyrir lengri spotta. Þessvegna er ég mjög þakklátur Birni Jónssyni, samgöngumála- ráðfierra, fyrir að koma þeslu á hreint. Ég tek fram, að það breytir í engu þeim fasta ásetn- ingi mínum að gera umræddan vegarkafla eins ódýrt og mér er unnt, þar innifalið verkfræði- þjónusta og önnur skrifstofu- störf (þ.e. sem kallað er á ensku non-productive manpower). En ég vil benda á í þessu sambandi, að með því að gera aðeins einn km minnka líkurnar á því, að mér takist að sanna hversu ódýr þessi aðferð er, til þess hefði ég þurft talsvert lengri kafla. Hins vegar á mér að takast að sýna fram á, hversu miklu fljótvirkari blöndun á staðnum er, og að vegurinn verði betri. Ég hef ver- ið, og er enn, þeirrar skoðunar, að gera megi hraðbrautir (eins og vegurinn til Selfoss kallast) fyrir um 3—4 millj. k. hvern km. Fyrir utan fyrirspyrjanda og samgönguráðherra, tók áðeins einn þingmaður til máls í fyrr- nefndum umræðum. Það var Ól- afur G. Einarsson, en hann er jafnframt forstjóri Olíumalar h.f. Það kom greinilega fram í hans orðum, að hann er mótfallinn því, að Vegagerðin veiti mér nokkra fyrirgreiðslu í sambandi við umræddan tilraunavegar- kafla, en auk þess fór hann með rangt mál, er hann sagði að gerð hefði verið verklýsing á fyrsta olíumalar tilraunavegarkafla í Svínahrauni (sem fyrirspyrjandi, Bjarni Guðnason, hafði rætt um í formálsorðum fyrirspurnar sinnar, sbr. Alþingistíðindi, 12. hefti 1973—74). Það er stað- reynd, að engin verklýsing var gerð á þeim tilraunakafla, sem fyrirspyrjandi ræddi um. Ég tel að Ólafur eigi að viðurkenna mistök sín og upplýsa þingheim um hið rétta í málinu, en verk- lýsingin sem hann talaði um, á við hraðbrautarkafla á svipuð- um stað í Svinahrauni, og verk- lýsing sú var gerð af Vegagerð- inni. Hins vegar get ég upplýst, að umræður milli mín og Vegagerð- arinnar um þetta' tilraunamál mitt eru komnar á lokastig, en ég mun ekki frekar fara út í þá sálma. Vegna þess mikla áhuga, sem almenningur hefur ætíð sýnt þessu málefni mínu, hef ég ' og félagar mínir í „Blöndun á staðnum“ rætt um að gera fyrir- tækið að almenningshlutafélagi, með Landsbankann sem einskon- ar Kauphöll. Ég álít að alþýðan eigi að taka þátt í athafnalífi þjóðarinnar og þessvegna væri þetta bezta leiðin til þess að afla fjármagnsins, til að geta fest kaup á allri vélasamstæð- unni, sem nauðsynleg er til að vegaframkvæmdir verði fíjótvirk- ari, ódýrari og árangursrikari. Ef fljótt yrði brugðizt við, væri meira að segja tími til að full- vinná og leggja varanlegt slitlag á Þingvallahringinn fyrir þjóð- hátíð 1974. Þeir sem hafa áhuga, geta haft samband við mig í síma 16578 eða Kvisthaga 14, Rvík. Ef undirtektir verða nægilegar, munum við kalla saman almenn- an stofnfund strax. Verkalýðsmál Framhald af 4. síðu. varð ég þess heiðurs aðnjót- andi á liðnu ári, að taka sæti í heiðursfylkingu elli- lífeyrisþega á íslandi, en sá hópur manna nýtur meira á- lits og fyrirgreiðslu en nokk- ur stétt þjóðfélagsins. Hugs- aði ég gott til allrar þeirrar umbunar sem mér myndi falla í skaut af þessu tilefni, og kveið engu um afkomu mína á elliárunum. Nú vildi svo til, að það fór saman að ég hlaut rétt til ellilíf- eyris og varð óvinnufær og að sjálfsögðu kauplaus. Það stóð ekki á ellilífeyrisgreiðsl- unni, ég fékk samanlagt 60 þús. kr. fram að síðustu ára- mótum og fyrirheit um hækkun frá 1. janúar. Allt gekk þetta eftir svo sem vænta mátti. En fyrir nokkr- um dögum fékk ég nýárs- kveðju frá gjaldheimtunni, þar sem mér var gert að greiða í skatta í febrúar ná- lega 70 þús. kr. Var mér tjáð að hér væri ur. eftir- stöðvar af skattgreiðslu frá fyrra ári að ræða og fyrsta greiðsla yfirstandandi árs. — Þetta reyndist allt vera lauk- rétt: Þar sem ég vann ekki nema hálft síðasta ár, lauk ég ekki skattgreiðslum mín- um að fullu. Nú geri ég ráð fyrir að eftirstöðvar skatts frá fyrra ári og skattur sá, sem mér verður gert að greiða af tekjum ársins 1973 muni nema sem næst öllum ellilífeyri mínum á yfirstand- andi ári og væri þá eðlileg- ast að gjaldheimtan gerði þegar í stað fjárnám í elli- lífeyri mínum, en tryggði mér rð sjálfsögðu aðstoð Félags- málastofnunar borgarinnar á útfararkostnaði, ef mér leggst ekki neitt til — og geispa golunni án þess að hafa for- framast nokkuð í þeirri heið- ursfylkingu, sem ég taldi að mér hefði verið skipað í. Ég fór að velta því fyrir mér hvort gjaldheimtan hefði nú loksins dottið niður á einhvern sérstakan afreks- mann, en það þótti mér held- ur ólíklegt því þeir eru sko ekkert blávatn skattheimtu- mennirnir okkar. Ég bar þetta undir kunningja minn, sem er framarlega á biðlista hjá heiðursfylkingunni — og hann sagðist bara halda að Gregory hefði aldrei farið með Gunnari Schram til New York og væri nú orðinn sér- legur ráðunautur gjaldheimt- unnar að því er snertir skatt- heimtu hjá ellilífeyrisþegum, se meru að reyna að svindla á síðustu skattgreiðslu þessa lífs. Ellilífeyrisþegi. «

x

Nýtt land-frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt land-frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/1529

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.