Nýtt land-frjáls þjóð - 07.02.1974, Blaðsíða 3

Nýtt land-frjáls þjóð - 07.02.1974, Blaðsíða 3
NÝTT LAND 3 NÝTT LAND FRJÁLS ÞJÓÐ Ritstj., afgr., augl.: Laugav. 28, sími 19985 og 19215 Utgefandi: H U G I N N H . F. ÁbyrgSarmaSur: Garðar Viborg. Ritstjóri: Bjarni Guðnason. Framkvæmdastjóri: Björgúlfur Sigurðsson. BlaSam. og auglýsingastj.: Lárus B. Haraidsson. Setning og prentun: Prentsmiðja Þjóðviljans. Ritnefnd: Aðalgeir Kristjánsson, Rvík. Hjalti Haraldsson, Svarfaðardal. Inga B. lónsdóttir, Rvík. Matthias Eggertsson, Hólum, Hjaltadal. Sigurveig Sigurðardóttir, Laugarvatni, Acn.s Skjöldur Eiríksson, Skjöldólfsst., iökuldal. Sigurður Elíasson, Rvík. Stefán Sigurðsson, Akranesi. Sveinn Skorri Höskuldsson, Rvík. Tryggvi Stefánsson, Fnióskadal. Árgj. kr. 1000. I lausasölu kr. 50. Kyrrstaða í samningum Þegar samningar verkalýðsfélaganna, sem gerðir voru 4. des. 1972 voru undirritaðir töldu launþegar, að hér væri um algera tímamótasamninga að ræða: 40 stunda vinnuvika varð að veruleika í samningum og síðan lögfest, orlof var lengt í 4 vikur, láglaunafólk fékk verulegar kjarabætur og almennt kaup hækkað verulega og síðast en ekki sízt voru gefin fyrirheit um lækkun skatta á þurftarlaun. — Skattalækkunar- loforð ríkisstjórnarinnar voru alger for- senda þess að þær kjarabætur, sem um var samið í des. 1971 færðu verkafólki raun- verulegar kjara og réttarbætur. Raunin varð hinsvegar sú að endurbætur þær sem gerð- ar voru á skattalögunum reyndust hins- vegar neikvæðar og gerðu að engu flestar þær kjarabætur, sem um hafði verið samið. 40 stunda vinnuvikan varð einskisvirði, launabæturnar runnu í ríkissjóð sem aukin skattgreiðsla. — Þegar ljóst varð hvílík voðaleg skyssa hafði verið gerð við endur- skoðun skattalaganna voru gefin hátíðleg loforð um endurbætur — með viðeigandi nefndarskipunum — ekkert hefur enn heyrzt frá ríkisstjórninni um leiðréttingu á skattaáþján þeirri, sem launþegar búa við. Vegna þeirra gífurlegu mistaka og svika sem framin voru í framhaldi af samning- unum frá 1971, voru verkalýðssamtökin knúin til að grípa til sinna ráða og reyna að rétta hlut sinn við nýja samningagerð. Undirbúningur þessara samninga hófst í ágúst á fyrra ári. Tvær ráðstefnur voru haldnar; önnur í ágúslok og hin síðari um miðjan október, en þar voru kröfur sam- takanna endanlega mótaðar og sendar at- vinnurekendum. Fram til þesa dags — eða í nær 4 mánuði — hafa forustumenn ASÍ verið að þæfa samningamálin við atvinnu- rekendur og hvorki hefur rekið né gengið um lausn mála. — Loksins, ársfjórðungi eftir að samningar féllu úr gildi hefur verið ákveðið að beita verkfallsvopninu til þess að knýja fram kröfur verkafólksins og það hefur þegar sýnt sig að verkalýðsfélögin munu bregðast skjótt við þessu herútboði. sem er ætlað að leysa þann vanda, sem reyndist óleys- anlegur í hægindastólum Vinnuveitenda- sambandsins. Að síðustu skulu rifjaðar upp helztu kröfurnar sem verkalýðssamtökin báru fram í haust og nú verður barizt um: 1. Lægstu laun verði kr. 35.000,00 — við að við það kaupgjald sem gilti frá 1. september s.l. 2. Sérstök aukakauphækkun — 15% — komi á alla fiskvinnu. 3. Komið verði á vinnutryggingu. 4. Verkalýðsfélögin ráði lífeyrissjóðunum. 5. 40 stunda vinnuvikan verði gerð að veruleika. 6. Bætur vegna örorku og dauða verði stórhækkaðar. 7. Veikindagreiðslur auknar. 8. Lífeyrissjóðir verði verðtryggðir. Síðast en ekki sízt, að skattar verði lækk- aðir til þess að bæta hag launþega en ekki til þess að hygla atvinnurekendum að því er varðar launagreiðslur. Hver árangur verður af þeirri baráttu, sem framundan er fer fyrst og fremst eftir því hvort launþegar bera gæfu til þess að veita forustumönnum verkalýðsfélaganna Það aðhald, sem þarf til þess að halda þeim við efnið. SAMIÐ VIÐ ISAL UM 40 ÞÚS. KR. LÁGMARKSLAUN Á samningafundi verkalýðsfélaganna og ISAL, 3. febrúar s.l. var undirritað- urnýr kjarasamningur. Samningaum- leitanir höfðu þá staðið nokkuð á þriðja mánuð, og síðasti fundur stóð frá því á laugardagsmorgun og fram á sunnu- dagskvöld. Samtals voru haldnir 20 fundir um sameiginlegar kröfur og mjög margir fundir um sérmál hinna ýmsu starfshópa. Hafa skal það í huga þegar þessi samningur er metinn, að í kröfum A.S.Í., er farið fram á 35.000.— kr. lág- markslaun, en lægsta útborgað kaup hjá ÍSAL verður yfir 40.000,— kr. Samning- arnir voru undirritaðir með venjulegum fyrirvara um samþykki félagsfunda. Hér á eftir fara helstu atriði nýs kjarasmn- ings: þá stárfsménn sem þess óska og halda þeir þá öllum á- unnum réttindum. 21. Fyrsti mánudagur í ágúst verður frídagur án frádráttar á launum. 22. Aðaltrúnaðrmaður fær */a dag til viðbótar til að sinna trúnaðarstörfum. 23. 85 starfsmenn hækka um einn launaflokk þannig að enginn verður i 1. launa- flokki. 24. Sérstök hækkun keamir á laun iðnnema. 25. Kaupaukar hækka og greið- ast í fleiri tilfellum. 26. Ef starfsmenn veikjast í or- lofi og geta af þeim sökum ekki notið orlofs fá þeir við- bótarorlof jafnlangt og veik- indum nemur. Skilyrði er að slík veikindi séu strax í upp- hafi tilkynnt til starfsmanna- deildar. 1. Eftirvinna er felld niður á föstudögum. 2. Tryggð 8 klst. samfelld lág- markshvíld á sólarhring. 3. Yfirvinna er takmörkuð þannig að ekki má vinna meir en 24 klst. í yfirvinnu á viku eða 36 klst. á 2 vik- um. Undantekning er við súrálslöndun og ef sérstakar aðstæður eru fyrir hendi. 4. Vaktaálag hækkar og verður 36,2% á þrískiptum vöktum. 5. Greiðsla fyrir fasta eftir- vinnu eykst um 15 mín. 6. Vinnutími starfsmanna á vöktum sem ganga alla daga ársins styttist um 40 mín. á viku og lengjast frí sem því nemur. 7. Á samningstímabilinu sem er 2 ár hækka laun samtals um 22,22% þannig að frá 1. jan. 1974 hækka laun um 13%. 1. sept. ’74 hækka þáverandi laun um 4% og 1 apríl ’75 aftur um önnur 4%. 8. Tryggt er óbreytt hlutfall milli launaflokka þó samið verði um breytingar á vísi- tölu. 9. Verði breytingar á almenn- um samningum verkalýðsfé- laganna umfram þær hækk- anir sem samið verður um í yfirstandandi samningum A. S.f. og V.S.Í. skal samið um hliðstæðar breytingar sér- staklega. 10. Næturvaktarmönnum á súr- álsvakt er tryggð 3 klst. greiðsla í n.v. ef súrálsvökt- um er slitið með minna en 12 klst. fyrirvara. 11. Ef unnið er á jóladag, nýárs- dag, páskadag og aðfangadag jóla frá kl. 18.00 er greitt 120% álag. 12. Lausráðnir starfsmenn sem unnið hafa 600 klst. eða meir njóta nú sömu réttinda og fastráðnir starfsmenn í veik- inda og slysatilfellum. 13. Endurgreiðsla orlofskostnað- ar hæggar úr kr. 6.000,00 í kr. 9.000,00 fyrir næsta orlofs- tímabil og umreiknast síðan í samræmi við breytingar af völdum vísitölu. 14. Breytt er ákvæðum varðandi greiðslur í veikindatilfellum þannig að eftir: 1. starfsár greiðast allt að 84 almanaksdagar 5 starfsár greiðast allt að 120 almanaksdagar 10. starfsár greiðast allt að 180 almanaksdagar. Á hverjum 12 mánuðum. 15. f slysa og atvinnusjúkdóms- tilfellum greiðast nú fyrstu 2 mán. á fullum launum og næstu 10 mán. 80% af laun- um. (Var áður 2 mán. og 6 mán. með 80% launum). 16. Kona sem unnið hefur hjá ÍSAL í eitt ár heldur launum í 6 vikur, er hún er fjarrver- andi vegna barnsburðar. 17. Starfsmenn hafa rétt til aukalæknisskoðunar. 18. Tryggð er 6 mán. óbreytt greiðsla vegna tilfærslu í starfi sem rekja má til aðstæðna. 19. Slysatrygging er miðuð við framfærslu, og við 100% ör- orku hækkar tryggingin úr 1.210.000.00 kr. í 1625.000,00 kr. 20. ÍSAL getur tilkynnt rekstrar- stöðvun v/hráefnisskorts með IV2 mán. fyrirvara og gilda þá ekki uppsagnarákvæði Standi rekstrarstöðvun skemmri tíma en 12 mán. er ÍSAL skylt að endurráða alla Starfslmm handa listamönnum óríð 1974 Hér með eru auglýst til umsóknar starfslaun til handa ís- lenskum listamönnum árið 1974. Umsóknir sendist úthlutun- arnefnd starfslauna, menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, fyrir 15. mars n.k. Umsóknir skulu auðkenndar: Starfs- laun listamanna. í umsókn skulu eftirfarandi atriði tilgreind: 1. Nafn, heimilisfang, fæðingardagur og ár. 2. Upplýsingar um náms- og starfsferil. 3. Greinargerð um verkefni, sem liggur umsóknum til grundvallar. , 4. Sótt skal um starfslaun til ákveðins tíma. Verða þau veitt til þriggja mánaða hið skemmsta, en til eins árs hið lengsta, og nema sem næst byrjunarlaunum menntaskólakennara. 5. Umsækjandi skal tilgreina tekjur sínar árið 1973. 6. Skilyrði fyrir starfslaunum er, að umsækjandi sé ekki í föstu starfi, meðan hann nýtur starfslauna, enda til þess ætlast, að hann helgi sig óskiptur verkefni sínu. 7. Að loknu verkefni 'skal gerð grein fyrir árangri starfs- launanna. Tekið skal fram, að umsóknir um starfslaun árið 1973'gilda ekki í ár. Reykjavík, 4. febrúar 1974. ÚTHLUTUNARNEFND STApJfSLAUNA. i

x

Nýtt land-frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt land-frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/1529

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.