Nýtt land-frjáls þjóð - 07.02.1974, Blaðsíða 8

Nýtt land-frjáls þjóð - 07.02.1974, Blaðsíða 8
rjmS*A WE BELIEVE ÍN MONEY \ \ | um allan heim, fremur en það ^ tungumál, sem engir skilja nema Við undirritaðir skorum hér með á hæstvirt Alþingi að beita sér fyrir því, að íslenzk tunga (sem áður hét dönsk tunga) verði aflögð sem opinbert tungumál á íslandi, en þess í stað verði tekin upp ensk tunga. Við teljum ekki ástæðu til að rökstyðja þetta í löngu máli, en viljum aðeins benda á það, hversu miklu þægi- legra er, að landsmenn allir tali og riti tungumál, sem notað er af hundruðum milljóna manna þessi 213 þúsund, sem heima eiga hér á landi. Öll samskipti við annarra þjóða fólk yrðu miklu auðveldari, t.d. þjónusta við ferðamenn. Erlendum inn- flytjendum yrði einnig gert miklu auðveldara um vik, en leggja ber áherzlu á að fólki fjölgi hér til mikilla muna, en það verður ekki á skömmum tíma nema með stórfelldum inn- flutningi fólks frá öðrum lönd- um. Kostir þess innflutnings eru líka auðsæir, þar sem með því eina móti verður komið í veg fyrir úrkynjun þjóðarinnar vegna skyldleikaræktunar. Þá I viljum við benda á það, að með k því að taka enska tungu upp ^ sem ritmál, væru rithöfundar ^ okkar leystir úr þeim einangrun- ! I Máli okkar til stuðnings vilj- I ! Við heitum því á alþingismenn arf jötrum, sem tungumálið hefui' um við benda á reynslu Vestur- að láta ekki dragast að hrinda Virðingarfyllst, (Undirskriftir). - VERKA- MAÐURINN i ! • Veikar sígarettur eru varasamari en þær sterku ! Það er rangt að álykta, að sígarettur, sem innihalda minna magn af nikótíni, séu hættulausari, en þær, sem sterkari eru. Sterkari sígarett- ur valda minna tjóni en veik- ari, því að fólk, sem reykir þær, reykir færri sígarettur og Tíminn Iæknar öll sár. Og þá fer mað- ur að skilja þessa órabið á öllum læknabiðstofum. andar því ekki jafnmiklum reyk að sér. Fimm vísindamenn hafa unnið að þessum rannsóknum í Englandi og birt úrslit rann- sóknanna í „British Medical Journal" um athuganir sínar bæði í Englandi og Svíþjóð. Þeir létu tíu reykingamenn við skrifstofuvinnu reykja af hjartans lyst. Þessir reykinga- menn gátu valið milli þeirra sígarettutegundar, sem þeir reyktu venjulega eða sterkustu tegundar, sem fáanleg var. Það reyktu næstum ailir vægar sígarettur af miklum móð, en þeir reyktu eðlilegar, þegar þeir fengu sterkara tóbak og skildu eftir stærri stubba. Við blóðmælingar kom enn- fremur í ljós, að þeir höfðu mun minna af kolsýringi í blóðinu, en þó að þeir hefðu reykt þá tegund, sem þeir voru vanir að reykja. Þetta gat mun- að allt ag 3'/2. Allir, sem voru notaðir við tilraunirnar, voru reykinga- menn og reyktu á að gizka 6— 10 sígarettur á fimm klst. und die Nato Komödíe i * verið þeim.. Er ekki vafi, að þá Islendinga af því að taka upp þessari breytingu í framkvæmd myndu þeir margir hljóta heims- annað tungumál. Þeir flýðu ís- og gera ensku að opinberu máli frægð á skömmum tíma og land á sínum tíma vegna fátækt- i öllum samskiptum manna. Við nobelsverðlaunin hingað til ar og harðréttis. I hinum nýju teljum þó rétt, að fyrst um sinn lands teldust ekki lengur til heimkynnum hafa þeir flestir verði leyfilegt að nota íslenzkuna einsdæma. Vafalaust er, að gleymt íslenzkunni og tekið að í • samræðum manna á milli og breyting þessi myndi hafa í för mæla á enska tungu, og þeim í‘einkabréfum. með sér mjög aukna hagsæld hefur vegnað vel. Augljóst er, að yfir þjóðina alla, og ættu allir allir möguleikair þeirra vestur að sjá, að útlátalítið er að láta þar hefðu orðið aðrir og lakari, gamalt og úrelt tunglmál fyrir ef þeir hefðu haldið fast við ís- róða, ef auknar tekjur fást í lenzka tungu en látið vera að staðinn. nota enska alheimsmálið. Rolf Hochhuth J Leynivopnið í öllum hernaði er í höndum konunnar. Þetta vissi Aristofanes 400 árum fyrir Krist, — og eins og við sáum í sjónvarpinu í leikgerð Brynju Benediktsdóttur, þá beitti Lýsi- strata og grísku konurnar eigin- menn sína kvonsvelti til að knýja þá til að semja frið. Þýzki höfundurinn Rolf Hoch- uth notár klassíska temað úr þessum 2400 ára gamla gríska gamanleik í nútíma umhverfi í bókinni Lysistrata og NATO — gamanlcikur, sem út er komin hjá forlaginu Rowohlt, sem papp- írskilja, 175 bls. og kostar 7 mörk. I Fimmtudagur 7. febrúar 1974. OTÍB 3F]RETTA]B]LAIE) • Sænskir bændur fækka sláturhúsum sínum Sænskir bændur halda áfram að hagræða burt sláturhúsunum í landinu, að sögn sænska blaðsins Aftonbladet. Á 20 árum hafa 50 sláturhús horfið — og þetta er bara byrjunin. Þeir, sem kunnug- ir eru, segja, að búast-megi við sömu hröðu þróuninni á þessu sviði eins- og verið hefur í mjólkuriðnaðinum. Þar hurfu 500 vinnustaðir á 20 árum. í Mið-Svíþjóð er þróun þessara mála nú sú, að 7 sláturhúsum verður slegið saman og þau gerð að einu feikistóru fyrir- tæki. Afleiðingarnar verða þær, að 80 manns missa aívinnuna þegar í stað og 130 manns til viðbótar verður einnig sagt upp, ef fyrirliggjandi tillögur urn hag- ræðingu verða samþykktar. Og nýlega hefur komið fram, að 300—400 manns munu verða þróun hagræðingarinnar að bráð á næstu árum. 1 dag eru 10 sláturfélög bændá fyrir hendi í landinu en á því verður breyting: aðeins 4 slát- urféiög verða eftir þegar hag- ræðingin er að fullu komin til framkvæmda, segir Aftonbladct. • Ofneyzla áfengis dregur úr blóðstraumi til heilans Rannsóknir, er gerðar hafa verið á 113 ofdrykkjumönnum í Lundi í Svíþjóð, hafa leitt í ljós, að blóðstraumurinn til heilans er minni en eðlilegt getur talizt hjá þeim mönnum, er misnotað hafa áfengi um langt skeið. Segir sænska blað- ið Dagens Nyheter í frétt um þetta mál, að þegar á þrítugs- aldrinum taki að draga úr blóð- streyminu til heilans, hjá þeim, er misnota áfengi. Ofangreindar niðurstöður þessará rannsókna voru lagðar fram á fundi Sænska læknafé- lagsins í byrjun nóvemfoer- mánaðar s.l. Fjallaði fundurinn um hugtakið „Demens", en það er notað um allsherjar minnk- un á starfsemi heilans, er leið- ir m.a. til lélegra minnis, rugls og að lokum endaloka heila- starfseminnar. Orsakir slíkrar óheillaþróunar eru gjarnan of- drykkja, fíknilyfjaneyzla og neftóbaksneyzla. Þessa öfugþróun er stundum unnt að greina, óbeint, með því að mæla blóðstrauminn um heilann. Dr. Mats Berglund og Bengt Sonesson, sálfræðingur í Lundi, hafa framkvæmt slíkar mælingar á ofdrykkjumönnum á aldrinum 21—65 ára. Hver sem aldur þeirra var kom íljós, að minni blóðstraumur er til heilans í ofdrykkjumönnum en í heilbrigðum mönnum. Þeir komust einnig að því, að því minni sam blóðstraumurinn var, þeim mun erfiðara átti viðkomandi maður með að skila svörum við spurningum, er honum voru fengnar og sett- ar voru fram til þess að greina hugsunarstig hans ogTEyf-BÖittö- hæfileika. Hins vegar tókst þeim ekki að greina neitt sam- band milli blóðstraumsins og þeirrar truflunar tilfinninga- lífsins, er greina má hjá möi'g- um ofdrykkjumönnum. Vís- indamennirnir tveir drag þá á- lyktun af öllu þessu, að of- neyzla áfengis hraði mjög öldr- un heilans, hann eldist mun hraðar en í þeim mönnum, sem eru heilbrigðir, einkum eftir að fertugsaldi'inum er náð. VIÐ HEYRÐUM ÞVI FLEYGT í undirbúningi er opinbcr rann- sókn á innflutningi notaðra bandárískra bifreiða síðustu tvö árin og starfsemi nokkurra cin- staklinga, sem haft hafa atvinnu af því að flytja inn slíka bíla. Er þegar byrjað að sáfna gögn- um, hcr heima og ytra. ★ ★★ Samningar við japanska loðnu- kaupmenn munú nú vera á loka- stigi, en veiöi er þó liafin fyrir nokkru. ★★★ Vonandi prent- villa: „Á fjórum fundum var fjallað um upptöku nýrra tíkja í Sameinuðu þjóöirnar ......“ (Úr fréttabréfi SÞ). ★★★ íslending- ar greiöa nú 0,02% af heildar- kostnaöi við starfsemi Samein- uðu þjóöanna. ★★★ fsland er meðai þeirra ríkja, sem ekki hafa' fullgilt tvo af sáttmálum SÞ — sáttmálana um borgaraieg og stjórnmálaieg réttindi og efna- liagsleg, fjárhagsleg og menning- arieg rétlindi. ★★★ 37% aukn- ing varð á heildarsölu leclandic Products, dótturfyrirtæki SÍS í Bandaríkjunum í fyrra. Nam aukningin 10 milljónum dollara. ★ ★★ Dagbiaðiö Vísir hefur tekið að sér þá þjónustustarf- semi að annast milligöngu urn framhjáhaid, útvega hjónum vin- konu til rekkjuleika og áuglýsa vændi, svo nokkuö sé ncfnt af nýbreytni blaðsins. ★★★ Ó- venju hljótt hefur verið um veik- indi Magnúsar Jónssonar frá Mci. Þögn Morgunblaðsins, þeg- .•r varaformaður Sjáifstæðis- flokksins á í hlut, minnir cinna helzt á fréttaflutning Pravda þcg- ar hliöstæðir atburðir eigá sér stað í Rússlandi. Er íotur fyrir því . . . . . . að benzínlítrinn hækki í 32 krónur á næstunni? 4

x

Nýtt land-frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt land-frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/1529

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.