Nýtt land-frjáls þjóð - 07.02.1974, Blaðsíða 6

Nýtt land-frjáls þjóð - 07.02.1974, Blaðsíða 6
6 N^TT ER RÍKISSTJÓRNIN AÐ BREGÐ- AST í HERSTÖÐVARMÁLINU? Herstöðvamálið ber nú hæst í íslenzkum þjóð- málum. Eins og kunnugt er, segir í málefnasamn- ingi ríkisstjórnarinnar, að varnarsamningurinn við Bandaríkin skuli tekinn til endurskoðunar eða upp- sagnar í því skyni að varnarliðið hverfi á brott í áföngum. Og er að því stefnt að herinn fari allur á kjörtímabilinu. Og nú er komið að efndum! Hvernig standa málin? Menn hafa reynt að hártoga merk- ingu pessa stefnumiðs stjórn- arinnar, en öllum má vera ljóst að í því felst tvennt: að banda- ríska herliðið allt fari af landi brott og í annan stað, að hann fari á kjörtímabilinu. Ríkis- stjórnin hefur brugðizt í hverju stórmálinu á fætur öðru. Má minna á gengisfellinguna í des. 1972, skattpíninguna, óðaverð- bóguna og síðast en ekki sízt landhelgismálið. Brottvísun hersins á kjörtímabilinu var eina stórmálið í málefnasamn- ingnum, sem eftir var að svíkja, og nú eru allar horfur á að svo verði. Tillögur framsóknarmanna liggja ekki fyrir opinberlega í skriflegu formi, en komið hefur frarn, að í þeim felst, að hér á landi eigi að vera áfram fluglið, flugvirkjar og löggæzla af bandarískum toga. Jafn- framt því á herlið að hverfa brott í áföngum fyrir árslok 1976. Þetta merkir í raun ekk- ert annað en fækkun varnar- liðsins. Alþýðubandalagið, sem telur sig hafa verið eina málsvara hernámsandstæðinga og reynt að halda við flokki sínum á þessu stóra og viðkvæma máli, hefur nú fallizt á í miðstjórn- arályktun fyrir rúmri viku, að ljá máls á því, að Nató hafi hér áfram herstöð, sem þeir kalla að sjálfsögðu gæzlustöð, lendingarstöð eða þvíumlíkt, um leið og þeir gera ráð fyrir að herliðið fari í áföngum og í síðasta lagi fyrir árslok 1975. Það er eftirtektarvert, að með því að færa brottför hers- ins yfir á næsta kjörtímabil, er gefizt upp við framkvæmd málsins, því að engar líkur eru á því, að sömu flokkar standi að næstu ríkisstjórn. Má benda á, að hin fríða fylking Hannibalista hyggst sameinast Alþýðuflokknum, en allirþing- menn hans hafa lýst yfir and- stöðu sinni við brottför hers- ins og stuðningi við undir- skriftasöfnun Varins lands. Segir sig það þvi sjálft, að írestun brottfarar á næsta kjör- tímabil er uppgjöf. En um leið og Alþýðu- bandalagið er að kikna í her- stöðvamálinu vegna ráðherra- stólanna, eru ekki spöruð stór- yrðin í Þjóðviljanum. „Staðið verði að fullu við ákvæði mál- efnasamningsins“, segir Magn- ús Kjartansson, þó að fyrir liggi yfirlýsing frá miðstjórn flokksins, að hann sé reiðu- búinn til að slá undan í mál- inu. Hér á að endurtaka sama leikinn og í landhelgismálinu. Talað er digurbarkalega fram á síðustu stundu, þar til upp- gjöfin blasir við. En svikin í landhelgismálinu voru skýrð á þá lund, að setan í ríkisstjórn- inni tryggði þá framkvæmd á- kvæðis málefnasamningsins um brottför hersins! En hvað um Hannibalist- ana? Steinunn Finnbogadóttir talaði fyrir hönd flokks síns á fjöknennum fundi hernáms- andstæðinga í Háskólabíói á dögunum. Þar var krafizt af- dráttarlausrar brottfarar her- liðsins undanbragðalaust. Og félag þeirra í Reykjavík hefur gert ályktun sem hnigur í sömu átt. En foringinn sjálfur lætur sig það litlu skipta, því að hann er flokkurinn. Á ráð- stefnu hernámssinna um ör- yggismál fslands og Noregs lýsti kappinn yfir því, að hér yrði að vera eftirlits- og varð- stöð í þágu fslands. Af þessu er ljóst, að stjórn- arflokkarnir vita ekki sitt rjúk- andi ráð, en eitt blasir við: að ekki verður staðið við ákvæði málefnasamningsins um brott- för hersins á kjörtímabilinu. Herstöðvaandstæðingar hafa nú háð baráttu í tæp tuttugu Inn ítfáxandi Framhald af bls. 5. kunnugt er, þótti oft áður fyrr vera nokkuð stutt úr ándstöðu- stigi yfir í ofsóknarstig, innan herbúðamarka sumra þeirra stjórn- málaflokka; sem komu við sögu í kosningum Einingar nýverið. Ætti það nú ekki að vera einka- svið heildsalaklíkunnár og hægri arms Framsóknarflokksins, að koma sandi í þjóðfélagsvélina, og njóta til þess stuðnings frá ryðgr aðasta gjarðajárns-ruslinu annars- staðar frá? Þó að margt sé satt, gott, fagurt og maurasýrulaust í baráttu Hannibalista, má ekki láta það villa sér sýn um hægri hand- ar verkin þeirra. Björn Jónsson er að hverfa inn í Að þessu athuguðu sést að kvöldskuggaþröngina hans Hanni- bals Valdimársonar. Það er að vísu ekki skuggi alsvartur. Því að margt gott hefir hann gert, — að vísu ekki i samstarfi við þá, sem hann nú hallar sér að. 1 skugg- anum af þessum kvarná-heilum, sem ræða sér til nokkurrar heilsu- bótar um afrek látinna flokks- bræðra og bjóða dús, — getur veðrið verið gott, blærinn rauð- leitur. En þetta er veröld úr leið. Og afvegaleiðsla kostar alltaf fórn- og þrjú ár fyrir því að koma hernum úr landi, en með litl- um árangri. Sigurinn blasti við þegar þrír flokkar, sem allir höfðu á stefnuskrá sinni að vísa hinum erlenda her af ís- lenzkri grund, komust til valda eftir mikinn sigur í síðustu kosningum. En þeir hafa ber- sýnilega þegar gugnað vegna skefjalauss áróðurs Morgurt- blaðsins og þeirrar formyrkv- unar, sem það blað ástundar í þessu máli. Hinn lævíslegi áróður að íslendingar eigi tveggja kosta völ: bandarískt herlið eða rússneskt, virðist hafa áhrif á fjölda fólks. Er það í raun og veru v-ilji íslenzku þjóðarinnar að hafa hér her á friðartímum um aldur og ævi? Hlaupist núverandi stjórnar- flokkar frá ákvæði málefna- samningsins um brottför hers- ins, er ábyrgð þeirra mikil. Það er ekki aðeins, að ekkert mark er takandi á orðum þeirra, heldur hafa þeir tryggt veru erlends herliðs hér á landi næstu áratugi. ir fyrir þá sem treyHd"fóVustiT* Ekki fer Björn einn; og ekki Hannibal einn meö Birni — yfir- gefur aldrei skip, hefd'uf'bætfr hverju skipinu utan yfir annað.- Þetta er kannski eilífðin að lifa svona. En inni í hinum ánægju- lega skuggá verður Hannibalistinn bara ekki var við það sjálfur, hvaða lífskjaraskerðingum hann veldur þeim, sem mest treystu á hann: verkalýðssamtökunum, með því að leiða kóngahjarðir á beit inn á áfkomureiti dagiaunafólks- ins. Athugið! Skrifstofa FrjáMynda flokksins er að Lauga- vegi 28. Sími 18350. Opið frá kl. 9 til 5 alla virka daga. i I ! I Þjóðviljinn: „Énginn endanlegur sigurv' Kosningaloforðin svikin en „kjósiö okkur samt! 11 ! Það var lærdómsríkt fyrir þá, sem stutt hafa Alþýðu- bandalagið í trausti þess að það stæði við loforðin um brottför hersins, að lesa for- ystugrein Þjóðviljans s.l. föstudag. Þar segir orðrétt: „En minnumst þess að eng- inn endanlegur sigur er á næsta leiti. Fari herinn nú, heldur baráttan áfram um að koma í veg fyrir, að erlendur her verði kvaddur hingað á ný. Þess vegna er ekkert mikilvægara, eins og mál standa nú, en að hernáms- andstæðingar þjappi sér í eina órofa fylkingu og mæti sérhverju undanhaldi með nýrri sókn.“ Það á semsagt að hlaup- ast frá loforðunum. Það á að svíkja málstaðinn til að halda ráðherrastólunum, en samt á að biðja hernáms- andstæðinga að kjósa Al- þýðubandalagið. Og nú er það spurningin: Munu þeir hernámsandstæð- ingar, sem hingað til hafa kosið Alþýðubandalagið í trausti þess að það beiti sér fyrir brottför hersins, — munu þeir kjósa þessa menn aftur eftir að þeir hafa fórn- að málstaðnum og gengið að samkomulagi við Bandaríkja- stjórn um málamiðlun? Málamiðlun, sem þýðir í raun og veru að hér verði erlendur her áfram. Munu þeir herstöðvaand- stæðingar treysta þessum mönnum enn einu sinni til að standa við loforðin? Á mánudag verður dregið í 2. flokki. 3.900 vinningar að fjárhæð 35.000 000. króna. Á morgun er síðasti endurnýjunardagurinn. 4 á 2. flokkur: 1.000.000 kr. 4.000.000 kr. 4 — 500.000 — 2.000.000 — 4 _ 200.000 — 800.000 — 80 — 50.000 — 4.000.000 — 960 — 10.000 — 9.600.000 — 2.840 — 5.000 — 14.200.000 — 3.892 34.600.000 — Aukavinningar: 8 á 50.000 — 400.000 — 3.900 35.000.000 — í

x

Nýtt land-frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt land-frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/1529

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.