Nýtt land-frjáls þjóð - 16.05.1974, Blaðsíða 5

Nýtt land-frjáls þjóð - 16.05.1974, Blaðsíða 5
NÝTT LAND 5 BORGARSTJORNAR- Ný leiktjöM — Nýir leik- endur — Gamait leikrit Sjálfsagt verður þetta ár, ár- ið 1974, sögulegt og eftirminni- legt ár. Fyrir var vitað um 11 hundruð ára afmælisfagnað ís- lenzku þjóðarinnar og sveitar- stjórnarkosningarnar í landinu. Þar við hafa þegar bæzt sögu- legir atburðir: Þingrof og nýj- ar kosningar. Fyrirsjáanlegt er ,að næstu vikur og mánuðir verða spenn- andi, þótt vitað sé um dóm sögunnar og afleiðingarnar fyr- ir þcgna þessa lands. Að þessu sinni verður vikið að borgarstjórnarkosningunum hér í Reykjavík, þótt Nýju Iandi og flokki þeim er það fylgir að málum, þyki og miklu varða úrslit sveitarstjórn arkosninga um allt land. Ástæðan er sú, að í Reykja- vik eru sveitarstjórnarkosning- ar með alveg sérstökum hætti, og verður vikið að því hér á eftir. Síðastliðin 60 ár eða þar um bil, hefir sami flokkur farið með öll völd í höfuðborginni. befur þessi flokkur haft nafnaskipti, hét áður í- haldsflokkur, en nafnið þótti • of hreinskilið — hægara að fela hið rétta eðli undir öðru fegurra nafni, nafni sem í raun réttri er móðgun við þjóðina, ef saga flokksins er skoðuð nánar, en nafnið er SJÁLF- STÆÐISFLOKKUR! Á þeim tíma, er nafnbreyt- ingin átti sér stað ,gekk aðal- málgagn flokksins undir nafn- inu: DANSKI MOGGI, og þarf ekki skýringa við. Það út- heimtir ekki mikið hugarflug að skynja hvaða heiti þeir hreinskilnu menn, sem völdu Mogga þetta nafn, myndu velja honum nú, ef þeir væru uppi og í fullu fjöri. En það, sem hér verður leit- ast við að skýra, er það, hvern- ig það má vera að þessum flokki hefur tekist að halda hér völdum í 60 ár. Blekkingin mikla Helzta slagorð flokksins hef- ir frá upphafi verið: Flokkur allra stétta — stétt með stétt. Hin auðuga borgarastétt, sem að helzta kjarna var kaup- mannastéttin og atvinnurek- endur, myndaði þennan flokk til að gæta hagsmuna sinna í þjóðfélaginu. Hún lagði hon- um til starfsfé, mannafla og skipulagningu og tvö dagblöð, sem voru borin fyrst og fremst uppi af auglýsingum, sem þess- ir aðilar réðu yfir . Lífsskoðun þessa fólks, að peningar væru ekki aðeins afl þeirra hluta ,sem gera skal, heldur það eina sem eftir- sóknarvert væri hér I þessu lífi, var lífsregla sú er flokkur- inn skyldi fylgja — á bak við tjöldin. Framhliðin skyldi mál- uð öðrum litum. Erfitt reyndist þó lengi vel að fá forystumenn flokksins, menn eins og Jón Þorláksson og Magnús Guðmundsson, til að sýnast annað en þeir voru, enda var fylgi flokksins byggt upp af borgarastéttinni á gaml- an og á hennar máta góðan hátt. Borgarastéttin varð smátt og smátt hlutfallslega fámennari eftir því sem tímar liðu, en þeim mun auðugri, en atkvæða aflaði hún flokknum með þeim hætti ,að ekki þykir sómi að, nú á dögum. Þessar aðgerðir urðu smátt og smátt úreltar, eftir því sem öðrum stéttum óx fiskur um hrygg, svo að aðrar nýtísku- legri aðferðir voru innleiddar. Og nú kom í góðar þarfir sú fyrirhyggja, að hafa eflt tvö dagblöð í höfuðborginni með fjárframlögum, svo að þau gætu veitt lesendum sínum betri þjónustu á mörgum svið- um en önnur, og þar með auk- ið útbreiðslu sína umfram önn- ur, er ekki nutu þessarar að- stöðu. Nazistar í Þýzkalandi höfðu sýnt fram á þýðingu áróðurs- ins — hvernig hægt var að gera lygina að sannleika í aug- um fólks, ef hún var nógu oft sögð og nógu víða. Atvinnukúgunin var nú ekki eins áhrifamikil, en áróður hinna fjársterku dagblaða þeim mun umfangsmeiri og árangursríkari. Meira að segja blekkingin mikla, flokkur allra stétta — stétt með stétt, var að mestu lögð til hliðar, en leiktjöld á- róðursins gerð þeim mun lit- ríkari, og þannig er það í dag. „Kar man nogen sinde set noget sá ungt“ Sú saga er sögð um hinn mikla danska leikara, Poul Reumert, sem allir íslendingar kannast að sjálfsögðu við, að hann lék á löngum, frábærum leikferli sínum hlutverk, sem spannaði æviferil manns, frá unga aldri til efri ára. Leikaranum reyndist auðvelt að leika gamlan mann, þótt ungur væri, en er hann sjálfur eltist, varð það, að leika ungan TIL STU Frjálslyndi flokkurinn hefur úr litlu fé að spila eins og flokksmönnum er mæta vel kunnugt — enda forðast flokks- stjórn að fjárfesta í dýrri kosningabaráttu. Þrátt fyrir það hrannast upp ýmsir kostnaðar- liðir vegna komandi kosninga, og engin leið er að brúa það bil án þess að leita til flokks- manna og annarra velunnaa flokksins um b'tilsháttar fjársuðning. Flokkurinn hefur nú á- kveðið að efna til skyndihappdrættis til fjáröflunar fyrir kosn- ingasjóð, og er dreifing happdrættismiða nú að herjast. Við munum senda nokkra miða til hvers § flokksmanns svo og nokkurra velunnara, en einnig viljum við hvetja aðra til að koma við á flokksskrifstofunni eða hringja til okkar, og kaupa nokkra miða eða taka til sölu. Dregið verður í happ- drættinu 18. júní — og vinningur er glæsileg haustferð fyrir tvö til Majorka, á vegum Orvals — og dvöl í íbúð í 20 daga Hér eru komnir gestir „Har man nogen sinde set noget sá ungt?“ mann, þótt honum væru flestir vegir færir. Á efri árum varð hann því að búast gerfi ungs manns og eitt sinn er Reumert stóð fyrir framan spegil sinn, ífærður líf- stykki og öðrum tilfæringum, er kringumstæðurnar kröfðust, varð honum að orði: „Har man nogen sinde set noget sá ungt?“ Þótt það sé í rauninni móðg- un við minningu hins frábæra listamanns ,að nefna hann í sömu andránni og hið eld- gamla íhald hér í höfuðborg- inni, þá eru tilburðirnir ekki ósvipaðir. Einn mikill lista- maður gerði að vísu grín að mynd þeirri er hann sá í spegl- inum, af sínum alkunna húm- or; myndinni sem var ætluð til að leikhúsgestir sæu hann í öðru ljósi en hann raunveru- lega var. En íhaldið kemur fram fyr- ir kjósendur í höfuðborginni sem fyrr, í fúlustu alvöru, og og sýnir Isleif borgarstjóra, sem táknmynd fyrir hinn 60 ára gamla borgarstjórnarmeiri- hluta og segir við kjósendur: „Har man nogen sinde set nog- et sá ungt“!! Og svo er tjaldið dregið frá og leiksýningin byrjar. Nýr maður er í aðalhlutverkinu, svo snoppufríður, að hann gef- ur hinum fyrrverandi sjarmör- um íhaldsins ekkert eftir — þeim Gunnari Thor og Geir Hallgrímssyni. Síðan er statistunum stillt upp og meðal þeirra er ein kona sem á að segja stikkorð- ið: Hér eru komnir gestir!! Síðan hefst leiksýningin, en leiktjöldin eru að þessu sinni ný og máluð grænum litum. Og áhorfendum er ætlað að gefa gestunum meðlæti næstu fjögur ár! Fyrir leikritinu sjálfu verður gerð grein í næsta blaði. Frjálslyndi flokkurinn gengur nú til kosninga í fyrsta skipti. Borgarstjórnarkosningar fara fram þ. 26. þ.m., og þá sést nokkuð hverju gengi Frjálslyndi fiokkurinn á að fagna. Þann 30. júní fara fram alþingiskosningar og þá reynir á hvort þjóðin velur sér viðreisnarstjórn eða stjórn félagshyggjufólks, stjórn frjálslyndis og fram- fara. Eina leiðin til að tryggja slíka stjórn er að tryggja Frjálslynda flokknum þá aðstöðu á Alþingi að hann geti haft áhr'if og aðild að stjórn og úti- lokað viðreisnarflokkana frá ríkisstjórn. Þetta næst ekki nema með því að efla Frjálslynda flokkinn. Framsóknarflokkurinn og Alþýðuöandalagið hafa ekki möguleika á að auka þingstyrk sinn svo að þeir nái meirihluta, enda ekki rétt. Aflið sem vantar tU, er Frjálslyndi flokkurinn. Hannibalistar vildu aldrei vinstri stjórn, nú hafa þeir sýnt sitt rétta andlit. Þeir vilja samvinnu við Gylfa og íhaldið — viðreisn- arstjórn. Stuðningsmenn Frjálslynda flokksins um land allt, hafið samband við skrifstofu flokksins í Reykjavík eða forsvarsmenn flokksins í ykkar heimabyggð. Takið strax til starfa. Bjóðum fram í öllum kjör- dæmum, vinnum að stórsigri Frjálslynda flokksins. xV

x

Nýtt land-frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt land-frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/1529

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.