Leiftur - 24.02.1934, Blaðsíða 10

Leiftur - 24.02.1934, Blaðsíða 10
8 LEIFTUE * Sameining al þý ðuæskunnav í F. TJ. J. Efiir Árna Ágúsisson. Liiið um öxl. Árið 1927 var Félag ungra j-afnaðar- manna stofnað hér í Reykjavík. Með því var hafin skipulagning þeirrar hreyfingar, sem þá þegar var rísin upp meðal ungs félks af alþýðustétt, að sameina æskulýð- inn í landinu til fylgis við jafnaðarstefn- una og alþýðusamtökin. Skömmu síðar var F. U. J. í Hafnarfirði stofnað, og félags- skapur þessi breiddist ört út um hina fjöl- mennari bæi, svo sem Akureyri, ísafjörð, Siglufjörð og Vestmannaeyjar. Árið 1929 var Samband ungra jafnaðarmanna stofn- að, til þess að tengja nánar saman hin einstöku félög og samræma störf þeirra. Á stofnþingi Sambandsins inættu fulltrúar frá þrem félögum ungra jafnaðarmanna og einu iðnnemafélagi. Hélt sambandið áfram að vaxa og eflast á ýmsan hátt fram á árið 1930, er 3. þing þess var haldið á Siglufírði. En þá gerðist sá raunalegi at- burður, að nokkrir kommúnistar gerðu og tókst um leið með undirferli og blekk- ingum að ná allstórum hóp nýtra félaga, er sumir hafa þó komið aftur í samtök jafnaðarmanna. Pessi klofningstilraun er vafalaust lævísasta og svívirðilegasta til- raun sem gerð hefir verið til þess að sprengja íslenzk alþýðusamtök. Samskonar aðferð var viðhöfð á næsta Alþýðusam- bandsþingi, er háð var þar á eftir. — Eldri kommúnistar, er þar áttu sæti, hugs- uðu sór gott til glóðarinnar. En þroski þeirra fulltrúa, er þar áttu sæti, eyðilagði að mestu áform þeirra. Sundrung alþýðusamtakanna er einhver hinn ljótasti glæpur, sem hægt er að fremja gegn íslenzkum verkalýð, því aldrei hefir honum riðið meira á en einmitt nú að standa heill og óskiftur í baráttunni fyrir kröfuin þeim, sem hann hefir fram að færa. Atburðir þeir, sem nú eru að gerast í heiminum, sýna það Ijóslega, að með hverj- um degi vex nauðsyn þess að alþýðan sé samtaka í baráttunni, og vísi á bug hverri þeirri klofningstilraun, sem gerð er af kom- múnistum og öðrum verkalýðsféndum. Lærdómsrík er hin örlagaþrungna afleið- ing af klofningsstarfsemi þýzku kommún- istanna. Hún sýnir okkur tvent: Fyrst og fremst vanmátt verkalýðssamtakanna, er þau voru klofin, og í öðru lagi starfshætti kommúnistanna, er gaf nazistunum byr undir vænginn, og leiddi síðan til valda- töku þeirra. Pessa dagana hafa staðið yfir harðir bar- dagar milli jafnaðarmanna í Austurríki og stjórnarhersins, undir stiórn Dalfoss kanzl- ara. Jafnaðarmenn hafa nú verið sigraðir eftir sex daga drengilega vörn. Sýnir það hve geysilega verkalýðshreyfingin austur- ríska hefir verið öflug og vel skipulögð, undir stjórn jafnaðarmanna, enda þótt að allur ríkisherinn og lögreglulið borganna væri á móti. Fyr eða síðar mun íslenzk alþýða heyja samskonar baráttu fyrir frelsi sínu. Hún verður því að hafa það hugfast, hve geysi- mikla þýðingu það hefir að standa óklofin í baráttunni. Máttur hinnar vinnandi stétt- ar er ósigrandi, ef hún er samtaka. Stönd- um því sameinaðir fram til sigurs undir merki Alþýðuflokksins.

x

Leiftur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Leiftur
https://timarit.is/publication/1531

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.