Leiftur - 24.02.1934, Blaðsíða 14

Leiftur - 24.02.1934, Blaðsíða 14
12 L EI F T U R Islenzk æska! Fram til baráttu fyrir sigri socíalismans! Eflir Jón Magnúszon, form. F. U. J. Frá pví sögur hófust af félagslegum störfum mannkynsins, hefir unga fólkið yfir- leitt staðið í andstöðu við kyrstöðu og afturhald. Af heitum móði áhuga, viija og kjarks, hefir æskan jafnan sótt fram gegn Jón Magnússon. sérhverri félagslegri sp'iliingu og vanhugs- uðutn sambúðarháttum fólksins. Hún hefir ótrauð lagst á sveif með nýjum stefnum, sem miðað hafa að umbótum á félagslífi samtíðarinnar, og ekki látið pað á sig fá, [>ótt hún hlyti fyrir pað aðkast frá kyr- stööulýi'num. Enn er petta svo. Islenzk nú- tuna æska stendur nú í harðri baráttu fyr- ir frelsi sínu, sem undangeognar kynslóðir hafa látið ganga úr greipnm sér hin síðari ár. Með vax mdi véliðju og stórrekstri á sviði atvinnulífsins hefir verkalýður lands- ins orðið að ráðviltum öreigalýð, sem alla afkomu sína á undir peim, sem eiga land ið og framleiðslutækin. Pessu vill alpýðu- æskan kippa i lag. Hún vill ekki pað skipu- lag, sem gerir meiri hluta landsmanna að ráðviltum prælum. Hún vill skipulag, sem tekur tillit til parfa allra, sein lifa í landinu. Hún vill leysa fólkið úr ánauð hins spilta og rotna auðvaldskipulags. Hún vill að maðurinn, hver og einn, njóti góðs af vélmenningunni, í stað pess að auð- valdsskipulagið vill að hin vinnandi stétt sé eins og prælar fornaldarinnar. Petta vill íslenzk a'ska, og petta ætlar hún sér að gera. Hún ætlar að leysa íslenzku pjóðina úr ánauð atvinnuleysis og ráðviltra »spekulationa« einstakra iðjuleys- ingja, sem lifa sníkjulífi í pjóðfélaginu. Æskan er sér pess vel meðvitandi, að fraui- kvæmd peirrar gerbreytingar á sambúðar- háttum fólksins, rnuni kosta harða baráttu við yfirráðastéttina. En hún gengur fram jafn gunnreif fyrir pví. Hún lætur atburðina í Pýzkalandi, Austurríki og víðar, ekki draga úr sér kjarkinn, heldur dregur af peim pá lærdóma, sem ísl. alpýða ætti að láta sér að varnaði verða. Peir sýna hénni, að ísl. alpýða má búast við pví, að purfa að berj- ast við auðvaldið og afturhaldslýðinn á öðrum grundvelli en hingað til. Og ef al- pýðan skilur nógu fljótt, að nauðsynlegt er að búast nú pegar til öílugrar varnar gegn ofbeldi yfirvaldanna, pá mun hún sigra jafnvel |>ó baráttan fari út fyrir salakynni pingræðisins. Baráttan gegn yíirráðastéttinni er nú hafin með meiri krafti en pekst hefir áður í sögu stéttabaráttunnar á íslandi Og í peirri sókn stendur verkalýðurinn og verkalýðsæskan í broddi fylkingar, sem

x

Leiftur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Leiftur
https://timarit.is/publication/1531

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.