Leiftur - 24.02.1934, Blaðsíða 18

Leiftur - 24.02.1934, Blaðsíða 18
16 L E I F T U R Verkalýðurinn hefir fengið meira en nóg af vitlausri fræðslu. Hann þarf að vinna gegn hinum illu áhrifum hennar með því að annast og sjá um sína eigin fræðslu. Hann á ekki að stefna að pví að fjölga peim, sem eiga við skaðlega fræöslu að búa, heldur verður hann að skapa nýtt fræðslukerfi. J. F. Horrabin. ERUM VIÐ EFNISHYGGJUMENN ? Enginn, sem hefir búið við skort á nauð- synlegustu lífspörfum, getur hlustað öðru- vísi en með fordæmingu á þær ásakanir um efnishyggju og stéttaríg, sem er beint gegn kröfu verkalýðsins um efnalegt ör- yggi- Prófessor L. T. Hobhouse. Jafnaðarstefnan hefir dýpkað og víkkað að raiklum mun siðferðisskilning í stjórn- málum. Hún hefir kent það látlaust, að all- ur iðnaðurinn og fjárhagskerfið eigi að lúta velferð mannkynsins, og að siðfræðin eigi að sitja í fyrirrúmi fyrir öllurn iðnaðar- og kaupsýslu-framkvæmdum. Sú ásökun, sem stundum er á lofti haidið gegn jafn- aðarstefnunni, að hún skírskoti að eins til óæðra eðlis mannsins, er á engum rökum reist. Sanni nær væri að segja, að hún fæli í sér ósérplægni, sem ókleift væri að framkvæma, hversu sem mannkynið þrosk- aðist. Tomas Kirkup. HEIMSPEKI VERK4LÝÐSINS. Pað er meginkrafa jafnaðarmanna að koma skipulagi á þjóðfélagið, að tryggja ekki að eins velferð einstaklinga og stétta, eins og nú á sér stað, heldur allra. Peir trúa því, að unt sé að ná meiri hamingju * og meiri menningu handa öllum, ef auð- æfin — sem eru i raun og veru framleidd fyrir sameiginlegt erfiði — væru undir eftirliti almennings og réttlátlega úthlutað. Hinar raunverulegu auðsuppsprettur hvers þjóðfélags eru hæfileikar þegnanna. . . . Mary Agnes Hamilton. Til er pólitísk sýki, sem vinnur verka- manna- og jafnaðar-hreyfingunni geysitjón. Ég á við þann langvinna sjúkdþm að á- fellast vélina í staðinn fyrir sálina, stofn- anirnar í stað skynseminnar, auðkýfingana í stað verkalýðsins. Pessi sjúkdómur er svo næmur og smitandi, að hvar sem tveir eða þrír eru saman komnir í nafni jafn- aðarstefnunnar, er slíkur sjúklingur meðal þeirra. Og vegna þess, að sjúkdómurinn ræðst þar á garðinn, sem hann er lægstur, og vegna þess, að hann er þægilegur, vin- sæll og ánægjulegur, er hann mjög al- gengur. Pegar hann brýst út í ræðuformi, lýsir hann sér á þessa Jeið: »Veslings verka- maðurinn hefir aldrei fengið tækifæri til að þroska sjálfarr sig. Veslings verkamaðurinn er fó nardýr auðvaldsins. Veslings verka- maðurinn er fórnardýr auðvaldsins. Vesl- ings verkamaðurinn hefir engan tíma til að leggja stund á hagfræði og stjórnfræði. Veslings verkamaðurinn hefir engan eyri aflögum til þess að kaupa fyrir blöð og bæklirrga jafnaðarmanna. Höfuðóvinirnir eru auðmennirnir, ríkið og þingið. Verka- mennirnir sjálfir eru allir búnir til bylt- ingar. Verkamennirnir skilja það allir, að þeir eru þrælkaðir. Verkamennirnir hafa allir stéttarvitund. Verkamennirnir þrá allir jafnaðarstefnuna, umsköpun þjóðfélagsins á socialistiskan hátt. Útgefandi: Félag ungra jafnaðarmanna í Hafnarfirði. Preutsmiðjan »Viðey«, Túngötu 5.

x

Leiftur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Leiftur
https://timarit.is/publication/1531

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.