Leiftur - 24.02.1934, Blaðsíða 16
14
L E I F T U R
*
atvinnulaus. Valdhafarnir trúa því, að at-
vinnuleysið verði ekki læknað.
Alpýðuflokkurinn stefnir einn gegn at-
vinnuleysinu, með réttum ráðum, vel hugs-
uðum og framkvæmanlegum.
Unga fólkið krefst framkvæmda þeirra.
Og f»að fylgir þeim kröfum eftir, hvað
sem það kostar.
Það heimtar völdin í hendur Alþýðu-
flokksins, af því að hann er hugrakkur
flokkur, framkvæmdaflokkur, flokkur æsk-
unnar.
Örnfnn ungi.
Félaga*annáll.
Stjórn Sambands ungra jafnaðarmanna
skipa nú: Forseti Pétur Halldórsson, skrif-
stofumaður. Varaforseti Jón Magnússon,
verzlunarmaður. Ritari Guðjón B. Baldvins-
son Verkamaður. Féhirðir Einar Pálsson,
verzlunarmaður. — Meðstjórnendur: Árni
Ágústsson, verkamaður. Helgi Sigurðsson
verkamaður og Emilía Pórðardóttir.
Til minnis fyrir verkalýðinn:
Hér á eftir eru skráð nokkur spakmæli eftir ýmsa fræga, erlenda jafnaðarmanna-
leiðtoga, og eru þau þess verð, að verkalýðurinn festi þau sér í minni.
HÖFUÐÓVINURINN.
Núverandi þjóðskipulag liflr á þolinmæði
fátæklinganna.
Anatole France.
Öreigarnir eru ekki kúgaðir af því, að
kúgararnir fyrirlíti þá og vantreysti þeim,
heldur af því, að þeir fyrirlita og van-
treysta sjálfum sér.
Bernhard Shaw.
SÁLIN ÓG AUÐVALDIÐ.
Meginbölvun fátæktarinnar er sú, að hún
lamar viljaþrek öreigans, unz hann verður
aðalvörður sinnar eigin örbirgðar.
Bernhard Schaw.
Verkamaður, sem vill styðja stétt sína
til sigurs, verður að öðlast nýja skoðun,
gerólíka skoðun burgeisanna. Hann verður
að »endurfæðast« í þeim skilningi, að hann
ávinni sér annan hugsunarhátt en yfirboð-
arar hans hafa.
W. W. Graik.
HVER Á SÖKlNA?
Ætlarðu að una því alla æfi, að letingj-
ar eyði auði þínum og bófar dári dygðir
þínar? Auður heimsins er eign þín. Jafn-
vel hversdagsvaðallinn og hagfræðinga-
skríllinn segir þér, að án vinnu verði eng-
inn auður. Hver rænir þig honum þá og
befir þig að ginningarfífli? Pér klæðsker-
ar! Hver á sök á því, að allur þorri allra
enskra barna gengur í tötrnm? Pér skó-
smiðir! Hver á sök á því, að vændiskon-
ur spóka sig á hælaháum skóm, en börn
yðar ösla forina berfætt? Og þér veður-
börnu húsfeður! Hver á sök á því, að
börn hrynja niður úr hungri í hinu frjó-
sama Englandi? Pað er tvímælalaust yðar
eigin sök, nú, þegar þér hafið fengið þing-
ræðisvaldið í yðar hendur.
John Ruskin.