Leiftur - 24.02.1934, Blaðsíða 3

Leiftur - 24.02.1934, Blaðsíða 3
LBIFTUR Laugardaginn 24. febrúar 1934. F. U. J. í Hafnarfirði sex ára 12. febrúar 1928 — 12. febrúar 1934 ÁVARP! Stjórn Félags ungra jafnaðarmannaíHafn- arfirði hefir komið sér saman um f>að, að minnast6ára afmælis félagsins, með því að gefa út »Leiflur«. Okkur er að vísu ljóst, að sú minning er varanlegust, sem félagið getur skapað sér með ötulu starfi í págu alpýðusamtakanna. Yið vitum, að unga al- pýðukynslóðin í landinu mun bera fram- tíðarbaráttuna til sigurs í stríði stéttanna um yfirráðin á íslandi. Pess vegna teljum við líka vel viðeigandi á þessum tímamótum í sögu F. U. J. að bregða leiftri um farinn veg og líta eftir pví sem vel hefir verið um starf félagsins og eins pess, sem betur hefði mátt fara, og læra síðan af reynslunni. Yið teljum svo ekki ástæðu til að hafa pessi ávarpsorð fleiri. Væntum pess aðeins að »Leiftur« verði velkominn gostur inn á hverju alpýðuheimili í Hafnarfirði. Og við erum vissir um að svo verður, vegna pess, að sigrar alpýðustéttanna á komandi ár- um verða fyrst og fremst unnir undir for- ystu þeirra, sem nú eru að vaxa upp í æskulýðssamtökum jafnaðarmanna. Útgefandi. Pað eru aðeins fáein ár síðan, að nokkur áhugi vaknaði hjá ungum mönn- um fyrir peirri staðreynd, að pví aðeins yrðu peir hæfir sem baráttumenn jafnréttis- hugsjónarinnar, að þeir tækju verulegan og virkan þátt í félagsstarfsemi, par sem þeim gæfist kostur á, að fræðast um stefnumál jafnaðarstefnunnar. Eldri kynslóðin hefir rutt brautina. Hlut- verk uppvaxandi kynslóðar er að taka við og halda baráttunni áfram. Og til pess að vera hæf til slíkrar bar- áttu, parf hún að vera vakandi, hugs- andi og þrungin áhuga, sí og æ að fræð- ast, og í fáum orðurn sagt: hin sókndjarfa æska, sem kraftur og próttur stendur af. Fyrir sjö árum stofnuðu ungir og áhuga- samir menn fyrsta félag ungra jafnaðar- manna hér á landi. Pað er Félag ungra jafnaðarmanna í Reykjavík. — Ári seinna, eða 12. febrúar 1928 stofnuðu svo ungir jafnaðarmenn hér í firðinum félag sitt, og er pað pví fullra sex ára. Pað fór að vísu hægt af stað í byrjun, petta félag, en pað hygg ég, að allir hinir eldri samherjar, sem litu á störf æskunnar réttum augurn, hafi fagnað komu pess í samtaka heildina — en andstæðingarnir litu pað af eðlilegum ástæðum illu auga.

x

Leiftur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Leiftur
https://timarit.is/publication/1531

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.