Bæjarins besta


Bæjarins besta - 08.07.1998, Síða 1

Bæjarins besta - 08.07.1998, Síða 1
- sjá samtal við Ágúst Kr. Björnsson, sveitarstjóra Súðavíkurhrepps í miðopnu Bæjarins besta Miðvikudagur 8. júlí 1998 • 27. tbl. • 15. árg. ÓHÁÐ Á VESTFJÖRÐUMFRÉTTABLAÐ Stofnað 14. nóvember 1984 • Sími 456 4560 • Fax 456 4564 • Netfang: hprent@snerpa.is • Verð kr. 200 m/vsk Ódýrasta parketið í bænum! Innveggjaefni í úrvali! aðeins kr. 1.595.- pr. m² Ódýrasta sólpallaefnið í bænum! 28 x 95 á kr. 133.- pr. m 21 x 95 á kr. 97.- pr. m ! Héraðsdómur Vestfjarða Krafði útgerð bóta fyrir eigið kjaftshögg Færeyskur karlmaður sem sló skipsfélaga sinn og braut í honum tvær tennur um borð í Núpi BA og var dæmdur fyrir líkamsárás, krafðist þess að útgerð skipsins greiddi honum 700 þúsund krónur í bætur vegna þess að hann var sjálfur óvinnufær eftir árásina sökum þess að sýking komst í hnef- ann. Dómur í þessu máli var kveðinn upp í Héraðsdómi Vestfjarða á föstudag - skaða- bótamáli árásarmannsins gegn útgerð Núps sem hafði sagt Færeyingnum upp störf- um með fjórtán daga lög- bundnum uppsagnarfresti vegna langvarandi samskipta- örðugleika. Umrædd árás átti sér stað 15. október 1996 og við hana hruflaðist Færeyingurinn á hnefa viðkjaftshöggið. Sýking komst í sárið og var maðurinn óvinnufær um hríð. Útgerðin hélt því fram að maðurinn hefði ekki sinnt því að vinna út uppsagnarfrestinn en þar sem Færeyingurinn var óvinnufær taldi hann sig eiga rétt á launum í veikindafor- föllum. Krafa hans var upp á samtals 700 þúsund krónur. Héraðsdómur Vestfjarða taldi að Færeyingurinn hefði með vítaverðri háttsemi sinni um borð í Núpi, fyrirgert rétti sínum til forfallalauna þann tíma sem hann var frá störfum vegna afleiðinga eigin gjörða og sýknaði því útgerð Núps af kröfum Færeyingsins. Helgi I. Jónsson, settur héraðsdómari á Vestfjörðum kvað upp dóminn. Ísafjarðarhöfn Féll ofan í lest Síðdegis á fimmtudag í síð- ustu viku fékk lögreglan á Ísa- firði tilkynningu um að skip- verji á Auðbirni ÍS hefði fallið frá þilfari og ofan í lest. Lögregla og sjúkralið fóru þegar á vettvang en talið var að maðurinn hefði legið á lest- argólfinu um tíma. Hann var þegar fluttur á Fjórðungs- sjúkrahúsið á Ísafirði til að- hlynningar. Samkvæmt upplýsingum frá vakthafandi lækni á FSÍ voru meiðsl mannsins ekki alvarleg og fékk hann að fara til síns heima eftir sólarhring. Frá slysstað við Sundahöfn á Ísafirði á fimmtudag. 20 ára starf unnið á tveimur árum

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.