Bæjarins besta


Bæjarins besta - 08.07.1998, Síða 2

Bæjarins besta - 08.07.1998, Síða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ 1998 Útgefandi: H-prent ehf. Sólgötu 9, 400 Ísafjörður % 456 4560 o 456 4564 Netfang prentsmiðju: hprent@snerpa.is Stafræn útgáfa: http://www.snerpa.is/bb Ábyrgðarmenn: Sigurjón J. Sigurðsson Halldór Sveinbjörnsson Ritstjóri: Sigurjón J. Sigurðsson Netfang ritstjórnar: bb@snerpa.is Bæjarins besta er aðili að samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. Eftirprentun, hljóðritun, notkun ljósmynda og annars efnis er óheimil nema heimilda sé getið. Leiðari Bolungarvík Nýr löndunarkrani Ísafjarðardjúp Dræm laxveiði Ísafjarðarbær ,,Fluga" í kirkjunni Bæjarstjórn Bolungarvíkur hefur ákveðið að festa kaup á nýjum löndunarkrana vegna tafa sem orðið hafa undanfarið á löndun. Þegar vel hefur gefið hafa allt að 55 bátar lagt upp í Bolungarvík og hafa þeir tveir kranar sem eru til staðar ekki haft undan. Í Bolungarvík eru einnig uppi áform um að bæta flotbryggju fyrir smábáta og að dýpka innsiglinguna. Undir lok síðustu viku hafði veiðst á fjórða tug laxa í Laugardalsá í Ísafjarðardjúpi en veiði hófst í ánni 12. júní sl. Þá hefur einn lax náðst á landi úr Laugabólsvatni og rétt um tíu laxar voru komnir á land í Langadalsá fyrir síðustu helgi auk nokkurra bleikja. Engar upplýsingar hafa borist um veiði í Hvannadalsá. Á þriðjudag í næstu viku munu þeir Hjörleifur Valsson fiðluleikari og Havard Öieroset gítarleikari halda tónleika í Ísafjarðarkirkju. Yfirskrift tónleikanna er ,,Fluga" og er þar ýjað að skyldleika við dægurflugur. Efnisskráin er í léttari kantinum, sígaunatónlist og austurlensk þjóð- lagatónlist í bland við þekkta rokk-, popp- og diskótónlist. Hópurinn sem tók þátt í Safari-hestaferðinni. Eiríkur Finnur Greipsson á Flateyri skrifar Safari-hest – sem breyttist í brúðkaup(sferð) Er nokkru heilvita fólki mögulegt að láta sér detta í hug að fara í fjögurra daga hestaferð yfir þrjú vestfirsk fjöll, ef það hefur nánast aldrei komið á hestbak? Ég held að það verði að teljast líklegra, að eitthvað sé að í toppstykk- inu hjá slíku fólki. Söguritara og eiginkonu hans hafði nefni- lega verið boðið, af Jóni Guð- na Guðmundssyni og eigin- konu hans Guðríði Guð- mundsdóttur, fyrir liðlega ári að taka þátt í jómfrúarferð hins unga fyrirtækis þeirra, sem ber nafnið „Hestaleigan Hraun.“ Mikið átti að stunda þjálfun í reiðmennsku síðastliðinn vetur – en ekkert, já ekkert var gert í málinu af hálfu okk- ar. Ekki fyrr en nokkrum dög- um áður en lagt skyldi af stað. Reiðnámskeið var haldið fjög- ur kvöld í Bolungarvík, fyrir okkur hjónin og Magneu Guð- mundsdóttur frá Flateyri, sem var eins og við lítt sem ekkert reynd í reiðmennsku. Gekk námskeiðið í raun vel. Sögu- ritari hentist þó af baki einu sinni og hafði í raun bara gott af – engar skrámur – aðeins hetjuskap og var reynslunni ríkari. Að sjálfsögðu var hjálmurinn á hausnum. Ferðadagurinn rann upp þann 1. júlí og við nýliðarnir gátum ekki fengið af okkur að viðurkenna að við værum rög, eða jafnvel hrædd við að fara. Mættum á tilskildum tíma við hesthúsin í Bolungar- vík. Allt var klárt, nestið – eða líklega á máli reiðmanna, trússið á trússahestinn – var augljóslega í öndvegi – sögu- ritara til yndisauka. Alls voru mættir þarna við upphaf ferðar 15 ferðalangar frá Bolungar- vík, Skagafirði, Kópavogi og Flateyri, með fjörutíu hesta til reiðar. En, guð minn góður! Þarna voru komnir Guðmund- ur Hagalínsson, formaður hestamannafélagsins Gusts í Kópavogi, og líka Sveinbjörn lögmaður Sveinbjörnsson fyrrverandi formaður, ásamt mökum sínum, Rögnu Guð- mundsdóttur og Ágústu Hall- dórsdóttur. En ekki nóg með það, þarna voru líka hesta- maðurinn Guðmundur frá Fjalli í Skagafirði Hermanns- son ásamt ástmey sinni Klöru Njálsdóttur, Sigmundur B. Þorkelsson fiskverkandi og kona hans Sigríður Björg- mundsdóttir frá Kirkjubóli í Valþjófsdal, Rögnvaldur Ing- ólfsson Bolvíkingur, Guð- Hjónin Jón Guðni Guðmundsson og Guðríður Guðmunds- dóttir, eigendur Hestaleigunnar Hrauns. mundur B. Hagalínsson frá Hrauni og auðvitað Jón Guðni og Guja. Hvað vorum við, þessi þrjú óreyndu, að gera í þessum hópi? Styrkur íslenska hestsins Söguritari leit öfundaraug- um á son sinn sem ók bílnum til baka, en nú varð ekki aftur snúið. Smásuddi var, en það reyndist rétt sem þetta vana hestafólk sagði – veðrið skipt- ir engu máli á baki! Hestarnir báru okkur af stað fram Syðridal, að Miðdal þar sem Birgir Bjarnason hleypti okk- ur í girðingu sína. Fyrsta áningarstað var náð, en fjallið beið. Þegar við stoppuðum nokkru síðar í Bungunum undir Hestakleifafjalli, þá hugleiddi ég hversu gífurlega sterkur íslenski hesturinn væri, að geta borið svona ferlíki eins og mig og Guð- mund ástfangna frá Fjalli upp þessi snarbröttu fjöll. Við teymdum hestana yfir bratt- asta og efsta hjallann. Riðum síðan eftir nýlögðum reiðvegi niður Svarthamarshvilft og að Birkihlíð í Súgandafirði, þar sem áð var og trússið tekið fram. Þetta var nokkuð erfið Ég er kominn heim ,,Ég fer vestur seinna í þessari viku og ætla að vera í sumarbústað konu minnar og það er líklegt að ég boði til fundar á Ísafirði um aðra helgi. Þar býr mitt fólk, þar liggja rætur mínar, og þar ætla ég að hefja árásina. Þar ætla ég að hefja fyrstu atrennuna og lýsa yfir stríði gegn þeirri skipan mála sem komið hefur verið á, sérstaklega í stjórn fiskveiða, og gegn frjálshyggjunni, sem nú tröll- ríður þessu þjóðfélagi.” Já, við Ísafjarðardjúp liggja rætur þessa fyrrum al- þingismanns, ráðherra og bankastjóra, sem “maður gekk undir manns hönd að lemja hann niður eins og girð- ingarstaur” eftir að hafa verið á milli tannanna á fólki og úthrópaður sem skúrkur, eins og komist var að orði í viðtali Hlyns Þórs Magnússonar við Ögurgoðann, eins og sumir hafa kallað manninn, í seinasta tölublaði BB. Sverrir Hermannsson og Matthías Bjarnason eiga það sameiginlegt að menn leggja við hlustir er þeir tala. Og báðir hafa þeir nú tæpitungulaust lýst yfir andstöðu við fiskveiðistefnu stjórnvalda, kvótakerfið í núverandi mynd. Matthías kveðst styðja við bakið á Sverri, sem hefur sagt skilið við sinn gamla flokk og hyggur á framboð við næstu alþingiskosningar. Af fyrstu viðbrögðum hér vestra má ætla að Sverrir hafi gott leiði þegar sigling hefst. Skal þó engu um spáð. Rétt er að gefa gaum að orðum Sverris í niðurlagi tilvitnaðs viðtals eftir að fáein kjarnyrði höfðu fallið um sjávarútvegsráðherra og þau ummæli hans á sjómanna- daginn, að nú uppskæru menn eftir því sem til hefði verið sáð og nytu ávaxta erfiðis síns í skjóli kvótakerfis- ins: ,,Það verður engu breytt, nema við fáum til þess afl hjá þjóðinni að berja þetta niður. Gáðu að orðum mínum: Það mun allt verða reynt til þess að hanga í böndunum og viðhalda þessu. Hér verður barátta upp á líf og dauða fyrir framtíð unga fólksins, sem á að erfa landið. Ef ekki tekst að breyta þessu, þá mun næsta kynslóð neyðast til þess að kaupa réttindi sín og eignir aftur af mönnum, sem þá verða fluttir til Flórída.” Hver sem útkoman af brölti Sverris Hermannssonar verður er eitt næsta víst: Í næstu kosningum verður tekist á um kvótamálið. Hver og einn kjósandi verður að gera sér ljóst að málið er í hans höndum. Hann heldur á fjöregginu. Málið snýst ekki um það hvort Sverrir Hermannsson verður þingmaður á nýjan leik. Það snýst um framtíð sjávarplássa um land allt. Það snýst um að ungt fólk fái að hasla sér völl í heimabyggð sinni. Það snýst um framtíð Vestfjarða. s.h.

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.