Bæjarins besta - 08.07.1998, Side 8
8 MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ 1998
Súðavíkurhreppur er
7,5% af flatarmáli Íslands
„Ef af þessu verður, þá hlýt-
ur að koma til ýmis tengd
þjónusta. Ferðamenn hafa
vissulega um ýmislegt að
velja til afþreyingar á norðan-
verðum Vestfjörðum, en við
viljum koma á fót sem mestu
af því tagi hér í heimabyggð-
inni og byggja þá þjónustu á
okkar svæði hér í Súðavíkur-
hreppi sjálfum, en fara ekki
endilega á sömu staði og aðrir
eru að bjóða upp á. Sveitarfé-
lagið okkar er ekki aðeins
ákaflega fagurt og fjölbreytt,
heldur einnig geysilega víð-
lent. Innan marka Súðavíkur-
hrepps er um 750 ferkílómetra
landsvæði, allt frá Götu við
Arnarnes og inn í Ísafjarðar-
botn, eða um 7,5% af flatar-
máli Íslands. Til samanburðar
má geta þess, að innan marka
Reykjavíkur var 114 ferkíló-
metra svæði áður en Kjalar-
neshreppur bættist þar við,
þannig að við áttum sjö sinn-
um stærra landsvæði. Vega-
lengdin eftir akveginum milli
endimarka Súðavíkurhrepps
er svipuð og úr Reykjavík og
upp í Norðurárdal. Út á þetta
svæði og sögu þess viljum
við gera, út á náttúrufegurðina
og kyrrðina, út á landnáms-
söguna og atvinnusöguna.
Hér eru mjög fallegar göngu-
leiðir milli fjarða, hinar gömlu
þjóðleiðir, til dæmis hér upp
úr Álftafirðinum og yfir skörð-
in. Örstutt er yfir í Önundar-
fjörðinn. Hér innar í Álftafirði
eru slóðir Jóns Indíafara og
Reisubókarhöfundar og heim-
ili í æsku hans og elli og úr
þeirri sögu gætum við gert
eitthvað. Húsin í gömlu
byggðinni eru yfirleitt mjög
góð, þau eru hér og verða hér
um ókomin ár, enda þótt þau
séu háð kvöðum, og það væri
mjög dapurlegt fyrir Súðavík
og Vestfirði alla ef þau grotn-
uðu niður, engum til gagns.
Það er hreinlega skylda okkar
að finna leiðir til að nýta þau.“
Enda þótt aðeins 17 sveita-
býli séu eftir í byggð í Súða-
víkurhreppi, er Ágúst ekki
svartsýnn á framtíð þeirrar
byggðar, enda hreppurinn
mjög grösugur og landstór og
vel fallinn til sauðfjárræktar.
„Ég er þeirrar skoðunar að
nýta beri landsins gæði eftir
því sem best hentar á hverjum
stað, og hér er einmitt mjög
gott að rækta sauðfé.“
Samkomulagið og starfið
í hreppsnefndinni
– Hvernig hefur samkomu-
lagið verið í hreppsnefndinni?
„Það hefur nú oft verið sagt,
að allt skjálfi og nötri í hrepps-
nefndinni í Súðavík. En þann
tíma sem ég hef starfað hér,
frá því í febrúar 1995, finnst
mér það samstarf hafa gengið
vonum framar. Súðavíkur-
hreppur hefur nú á tveimur
árum gengið í gegnum verk-
efni sem sveitarfélag af þess-
ari stærð tekst að jafnaði á við
á tuttugu árum. Þetta höfum
við gert með okkar eigin
stjórnsýslu, án þess að ein-
hverjar hersveitir hafi komið
utan frá og tekið við heilum
málaflokkum, og það hefur
gengið mjög vel. Þetta hafa
verið gríðarlega erfið og mikil
verkefni og við höfum þurft
að vinna mjög hratt og taka
miklu skjótari ákvarðanir en
venja er í stjórnkerfi af þessu
tagi. Hreppsnefnd Súðavíkur-
hrepps hefur að mínum dómi
lánast ágætlega að takast á
við þetta einstæða verkefni,
að færa heilt þorp um set. Þetta
hefur aldrei verið gert hér á
landi áður. Menn hafa ekki
getað gengið í einhverjar
gamlar fundargerðir eða
skýrslur frá öðrum eða hringt
og spurt hvernig að slíku hafi
verið staðið einhvers staðar
annars staðar. Við höfum fetað
okkar eigin braut, tommu fyrir
tommu, og oft þurft að berjast
við mjög þungt og stirt stjórn-
valdskerfi. Mér er til dæmis
mjög minnisstætt árið 1995,
þegar stjórnsýsla Ofanflóða-
sjóðs var með þeim hætti, að
hún virkaði hreinlega ekki
neitt. Erindi okkar þurftu að
fara frá stofnun til stofnunar
og hreinlega gufuðu upp. Með
lagabreytingu var þessu sem
betur fer komið í langtum
betra horf, þegar stjórnsýsla
Ofanflóðasjóðs var færð undir
eitt ráðuneyti. En þessi þrauta-
ganga hefur verið mjög erfið
og tafsöm. Vissulega hefur
hvesst í hreppsnefndinni,
skárra væri það nú, en hún
hefur skilað ágætu starfi.
Segja má, að nær allur hennar
kraftur hefur farið í þessi sér-
verkefni, sem ég hef verið að
lýsa, og þess vegna hefur hún
haft mjög lítinn tíma til þess
að sinna hinum hefðbundnu
verkefnum sveitarfélaga.“
Góð staða sveitarfélagsins
„En nú eigum við nýtt þorp
með nýju gatnakerfi og nýju
holræsakerfi og erum búnir
að leysa útrásarvandamálin
fyrir frárennslið, þannig að
staða okkar er óneitanlega
góð. Ekki má gleyma hinni
rausnarlegu gjöf frá vinum
vorum og frændum Færeying-
um, nærri 26 milljónir, sem
notuð var til að byggja nýjan
leikskóla og til þess að ljúka
við og bæta aðstöðuna í
grunnskólanum. Grunnskól-
inn er einsetinn og ákaflega
vel búinn með frágenginni lóð
og leikfimihúsi. Skuldir sveit-
arfélagsins eru í meðallagi.
Við eigum fyrir rekstri mála-
flokka, getum borgað af nú-
verandi lánum og eigum svo-
lítinn afgang. Þessi staða veitir
okkur ákveðinn forgang.“
Eftirmál hreinsunar-
starfanna
– Nú er komin á sátt vegna
hreinsunarstarfanna…
„Eins og þú veist, voru eftir-
mál við aðstandendur og þol-
endur snjóflóðanna vegna
hreinsunarstarfa, sem voru
unnin strax eftir flóðin. Árið
1996 var reynt að ná sáttum í
þeim málum, en það gekk ekki
alveg þá. En í hugum manna
var mjög mikilvægt að gera
aðra tilraun, áður en sveitar-
stjórnin sem hafði staðið í öllu
þessu færi frá. Þess vegna var
séra Kristján Björnsson sókn-
arprestur á Hvammstanga
fenginn til þess að vinna að
þeim málum í vetur, og sú
vinna endaði með sátt. Hún
er að vísu þannig, að líklega
er enginn fullkomlega sáttur,
en það sýnir einmitt að allir
hafa lagt sig fram um að ná
saman og teygt sig lengra en
þeir ætluðu í upphafi. Og það
finnst mér góð sátt þegar allir
hafa lagt sig fram.“
Heiðar Guðbrands-
son og Anna Lind
– Hvernig er að vinna með
Heiðari Guðbrandssyni?
„Hann hefur starfað mjög
lengi í hreppsnefnd og mörg-
um hefur þótt hann nokkuð
fyrirferðarmikill. Það orðspor
hefur borist um allt land.
Vissulega getur stöku sinnum
verið fjandanum erfiðara að
vinna með honum, hann á til
að valta yfir fólk og virða ekki
það sem manni finnast eðli-
legar markalínur í mannlegum
samskiptum, en á móti kemur
að hann á til góða spretti. Allir
eiga sínar góðu og veiku
hliðar, bæði ég og þú, og það
hlýtur að gilda um hann eins
og aðra.“
Í lok samtals okkar berst
talið að því, að Bergljót
Jónsdóttir, hinn ágæti skóla-
stjóri Grunnskóla Súðavíkur,
er á förum til stærri verkefna
á Norðurlandi. Nýr skólastjóri
hefur þegar verið ráðinn, Anna
Lind Ragnarsdóttir, ung kona
sem er fædd og uppalin í
Súðavík. Hún nýtti sér fjar-
námsleiðina í kennaranámi,
eftir að hafa lokið stúdents-
prófi frá Menntaskólanum á
Ísafirði. „Mér finnst það ákaf-
lega ánægjulegt að við skulum
eiga hér fólk í heimabyggð
sem hefur bæði hæfileika og
menntun til að takast á við
slík verkefni og hefur átt kost
á að nýta sér slíka leið til
náms“, segir Ágúst Kr. að
lokum.
– Hlynur Þór Magnússon.
Læknaritari HSÍ
Læknaritari óskast í 50% starf við HSÍ.
Vinnutími er frá kl. 13:00-17:00. Æskilegt
er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Umsóknarfrestur er til 15. júlí.
Nánari upplýsingar gefur Þóra Gestsdóttir,
læknafulltrúi í síma 450 4501 kl. 08:00-
16:00 virka daga.
Eldhús
Aðstoðarmatráðsmaður óskast í 100%
starf. Starfsfólk til almennra starfa í eldhúsi.
Hlutastörf koma til greina. Umsóknum skal
skila til yfirmatráðsmanns, Birgis Jónssonar
sem einnig veitir nánari upplýsingar um
störfin í vs. 450 4560 og í hs. 456 4703.
Atvinna
Óskum eftir starfsfólki til almennra fisk-
vinnslustarfa í öllum deildum fyrirtækisins.
Nánari upplýsingar veitir Ásgeir Þór Jónsson
á skrifstofu Þorbjarnar hf. eða í síma 456
7500.
LEIKSKÓLINN SÓLBORG
Leikskólakennara eða annað áhuga-
samt starfsfólk vantar á leikskólann
Sólborg á Ísafirði. Um er að ræða
þrjár 50% stöður eftir hádegi. Einnig
vantar okkur leikskólakennara eða
þroskaþjálfa í sérkennslu í 50-60%
stöðu fyrir hádegi.
Nánari upplýsingar gefur leikskóla-
stjóri í síma 456 3185.
ÍSAFJARÐARBÆR
ÚTBOÐ
Ísafjarðarbær óskar eftir tilboðum í
endurbætur á inntökum og aðveituæð
vatnsveitunnar á Suðureyri.
Útboðsgögn verða afhent hjá tækni-
deild frá og með fimmtudeginum 9.
júlí nk. og kosta kr. 3.000.-
Tilboð verða opnuð 16. júlí nk.
Tæknideild.
Fasteign til sölu
Til sölu er fasteignin Kjarrholt 6, Ísafirði,
sem er ca. 120m² einbýlishús á einni hæð,
byggt árið 1980, ásamt 35m² bílskúr. Fast-
eignin er laus mjög fljótlega.
Allar nánari upplýsingar gefa Björn Jóhann-
esson hdl., sími 456 4577 og Ingimar Hall-
dórsson, sími 456 3983.
Lögsýn ehf.