Bæjarins besta - 08.07.1998, Síða 12
Bæjarins besta
ÓHÁÐ Á VESTFJÖRÐUMFRÉTTABLAÐ
Stofnað 14. nóvember 1984 Sími 456 4560 Fax 456 4564 Netfang: hprent@snerpa.is Verð kr. 200 m/vsk
BÍLATANGI
Ísafirði
Símar 456 3800 og 456 4580
BÍLATANGI
Ísafirði
Símar 456 3800 og 456 4580
Lyftaramaður, skipstjóri
Hafsúlunnar BA 741 og Oddi
hf. á Patreksfirði voru á
föstudag dæmdir fyrir Héraðs-
dómi Vestfjarða til að greiða
samtals 1,2 milljónir króna í
sekt fyrir að hafa landað tæp-
lega fimm tonna þorskafla
framhjá vigt af gáleysi í lok
nóvember á síðasta ári.
Oddi hf. sem var kaupandi
aflans, er dæmdur til að greiða
400 þúsund króna sekt fyrir
lyftaramanninn og sömu fjár-
hæð sjálfstætt. Refsing skip-
stjórans var hins vegar skil-
orðsbundin þar sem Fiskistofa
svipti hann veiðileyfi í fjórar
vikur vegna athæfisins.
Það var að morgni 25. nóv-
ember á síðasta ári að tveir
veiðieftirlitsmenn frá Fiski-
stofu voru að fylgjast með
löndun við bryggjuna á Pat-
reksfirði. Þar var óvanur lyft-
aramaður, piltur, í ákvæðis-
vinnu við að landa úr Núpi
BA 69. Einn úr áhöfn Hafsúl-
unnar bað piltinn þá að keyra
einnig fiskkör úr sínum báti
og varð lyftaramaðurinn við
því en ákvað að bíða með að
láta vigta aflann úr Hafsúlunni
til að tefja ekki uppskipun úr
Núpi. Pilturinn ákvað síðan
að keyra átta fiskkörum úr
Haföldunni inn fyrir dyrnar á
fiskmóttöku Odda, kaupanda
aflans, og ætlaði síðan að láta
vigta aflann þegar tími gæfist
frá löndunarvinnunni við
Núp.
Þegar þarna var komið sögu
gripu veiðieftirlitsmenn inn í
og kölluðu lögreglu til. Málið
fór síðan í rannsókn, Hafsúlan
var svipt veiðileyfi í fjórar
vikur og ákæra gefin út. Fyrir
dómi sagði pilturinn að yfir-
menn sínir hefðu aldrei bent
sér á að óvigtaður afli yrði að
fara rakleiðis á hafnarvog áður
en honum væri ekið inn í hús.
Í niðurstöðu Héraðsdóms
kemur fram að samkvæmt
meginreglu laga beri öku-
manni sem flytur óveginn afla,
skilyrðislaust að aka rakleiðis
frá skipshlið að hafnarvog. Því
teljist brot piltsins á lyftara-
num fullframið. Samkvæmt
lögum er skipstjóra jafnframt
lögð sú skylda á herðar að
láta vigta hverja fisktegund
sérstaklega og taldi dómurinn
að skipstjóranum hafi borið
að sjá til þess að aflinn úr bát
hans yrði vigtaður og hann
hafi því vanrækt þá fortaks-
lausu skyldu sína.
Dómurinn taldi ósannað að
forsvarsmanni Odda hafi ver-
ið kunnugt um þá ráðagerð að
bíða með vigtun aflans og var
hann því sýknaður af þeim
sakargiftum sem hann var
ákærður fyrir. ,,Ekkert er fram
komið í málinu sem bendir til
þess að um samantekin ráð
hafi verið að ræða af hálfu
ákærðu, heldur verður að miða
við að brotið hafið verið fram-
ið af gáleysi," segir í niður-
stöðu Héraðsdóms.
Það var Helgi I. Jónsson,
settur héraðsdómari á Vest-
fjörðum sem kvað upp dóm-
inn.
Lyftaramaður, skipstjóri og Oddi hf. dæmdir fyrir Héraðsdómi
Sektaðir fyrir ,,fram-
hjálöndun af gáleysi
Tálkni er oftast sem skuggamynd úr þessari átt, en hér er hann snemma að morgni um síðustu helgi, þegar morgunsólin notar síðasta tækifærið þann
daginn að bregða geislum sínum á þetta fjallmyndarlega fjall.
Sólarblik á Tálkna
SONY
ATV
AIWA
PANASONIC