Bæjarins besta - 16.09.1998, Qupperneq 8
8 MIÐVIKUDAGUR 16. SEPTEMBER 1998
Nína Óskarsdóttir, þrefaldur Íslandsmeistari
í vaxtarrækt, er sest að á Ísafirði
Hér er Nína Óskarsdóttir í
toppformi á Hornafirði á
sýningarferð í fyrra.
Nína Óskars-
dóttir byrjaði að æfa
kraftlyftingar fyrir
alllöngu, en árið
1995 byrjaði hún í
vaxtarrækt og varð
Íslandsmeistari
kvenna í þeirri
grein þrjú ár í
röð, 1995,
1996 og 1997,
bæði í sínum
þyngdarflokki
og yfir alla
línuna. „Ég var
í mínus 57 kg
flokki fyrsta árið en þyngdi mig
svo upp í næsta flokk fyrir ofan
og keppti þar næstu tvö árin.“
Nína er nýflutt til Ísafjarðar
og ætlar að vera hér að minnsta
kosti eitt ár. Hún vinnur á Hár-
greiðslustofu Siggu Þrastar á
daginn en þjálfar í Studio Dan
á kvöldin.
– Ertu hætt í vaxtarræktinni?
„Nei, ég er sko ekki hætt! Ég
er bara í pásu – ég er að vinna að
því að gera mig betri en ég var.“
– Ennþá betri…
„Já, ég er stefni að því.“
– Hvað ertu gömul?
„Abbababb. Svona spyr maður ekki
konur! Þetta er svo viðkvæmt!“
– Ég skrifa nú ekki allt sem ég fæ að vita.
„Það verður bara að vera spurningarmerki
hérna!“
– Af hverju ertu komin hingað vestur?
„Það er nú málið. Ég kom hingað í mars og
var þá í hálfan mánuð, og mér líkaði svo
rosalega vel við Ísfirðinga að ég ákvað að
koma aftur. Bæði er svo góður andi hérna og
Ísfirðingar tóku mér svo óskaplega vel. Ég
er hárgreiðslunemi og er að klára, og hún
Sigga Þrastar hringdi í mig og bauð mér
vinnu og bauð mér að ljúka náminu hjá
sér. Og ég ákvað það bara einn, tveir og
tíu, það var eiginlega engin spurning,
mér líkaði svo vel hérna síðast.“
– Hvað varstu að gera hér í vor?
„Ég var hér með einkaþjálfun. Þá voru
allar fegurðardísirnar sem tóku þátt í
Fegurðarsamkeppni Vestfjarða í þjálfun
og ég var meðal annars með tvær þeirra.
Ég kom eiginlega vegna þess að önnur
þeirra, Fanney Sigþórsdóttir frænka
mín, bað mig að koma og þjálfa
sig.“
– Ertu búin að vera lengi við
þjálfun og kennslu?
„Já. Sjálf er ég búin að æfa í
fimmtán ár. Ég byrjaði í kraftlyft-
ingum.“
– Þú ert systir Skúla Óskarssonar
kraftlyftingamanns…
„Það má segja að kraftadellan sé í
fjölskyldunni. Við erum þrjú
systkinin í þessu. Fyrir utan
okkur Skúla, sem er elsti
bróðirinn, er Már Óskarsson
yngsti bróðirinn í þessu líka.
Ég er næstyngst af níu syst-
kinum.“
– Hvað ertu að kenna og
þjálfa hjá Stebba Dan?
„Að hluta til er ég með
einkaþjálfun og tek mína
kúnna sjálf í þjálfun í tækja-
sal...“
– Bæði konur og karla?
„Já, bæði konur og karla,
bæði unga og gamla af öllum
stærðum og gerðum. Öllum
er velkomið að fá hjálp hjá
mér. Ég hef óskaplega mikinn
áhuga á því að koma hér í
gang „Gauja litla dæmi“ fyrir
fólk sem er dálítið þungt á
sér.“
– Í þessari einkaþjálfun ertu
bara með einn í einu…
„Já, þá helga ég mig alger-
lega einni manneskju í 50
mínútur. Ég aðstoða og leið-
beini líka með mataræði,
hjálpa til við að setja saman
matarlista, eða þá að ég læt
fólk halda matardagbók sem
ég fer svo yfir og geri athuga-
semdir við. Svo er ég líka að
kenna hjá Stebba þrjú kvöld í
viku og þá er ég með opna
tíma í salnum, aðstoða fólk
sem er að byrja, vantar nýjar
æfingar og þess háttar.“
– Þú ert semsagt ekki bara
með fólk sem vill fá skrokk
eins og þú…
„Alls ekki! Það eru fæstir
sem vilja verða svoleiðis“,
segir Nína og hlær. „Það væri
agalegt ef það væru margar
Nínur.“
– Nú er ég orðinn fimmtug-
ur, feitur, latur og ljótur. Hvað
myndir þú láta mig gera, ef ég
fengi einkatíma hjá þér? Mig
langar svo voðalega að verða
eins og Arnold Schwarzen-
egger um tvítugt…
„Það er allt hægt ef viljinn
er nógu sterkur. En ég myndi
byrja að setjast niður með þér
og kynna mér hvað þú hefur
verið að gera undanfarið, líka
hvort allt sé í lagi, hjartað og
lungun, og hvort það sé um
einhver meiðsli að ræða, hvort
bakið sé veikt eða hnén. Svo
myndi ég vinna út frá því. Ég
mundi líka spyrja þig hverju
þú hefðir áhuga á. Sumir eru
voðalega feimnir og segjast
bara vilja verða grannir, en
sumir þora alveg að segja: Ég
vil fá svolítið af vöðvum, eða:
Ég vil alls enga vöðva. Fólk
kemur bara með sínar óskir.
Síðan bý ég til í rólegheitunum
prógramm með viðkomandi
manneskju. Fyrsta vikan fer í
mest í að kenna á tækin og
leyfa fólki að prófa hinar og
þessar æfingar, en þegar þessi
vika er liðin er líkaminn að-
eins farinn að taka við sér,
þannig að þá er tímabært að
taka svolítið á. Það er algengt
að fólk sé hjá mér þrisvar í
viku og þá er tekið þriggja
daga prógramm í hverri viku.
Það er mjög auðvelt að komast
yfir allan líkamann í hverri
viku. Maður byrjar á einhverj-
um líkamshlutum, t.d. brjóst-
kassanum og þríhöfða (tric-
eps) og þá læt ég gera sérstak-
ar æfingar fyrir þessa vöðva-
hópa. Ef þú vilt brenna og ég
sé að þú hefur þol til að gera
þessar æfingar, þá mundi ég
láta þig gera tólf til fimmtán
endurtekningar. Ef ég sé að
þú ert orðinn mjög þreyttur,
þá hægi ég á og fer alveg eftir
þínum þörfum. Ef þú vildir
brenna miklu, þá mundi ég
benda þér á að spara svolítinn
pening með því að taka
brennsluhlutann sjálfur í
göngubraut eða þrekstiga
kannski tuttugu mínútur eða
hálftíma áður en þú kæmir
inn í tíma til mín. Eftir það
færum við inn í tækjasalinn.“
– Þú ætlar að vera hér í
vetur…
„Ég ætla að vera hér í ár,
eða að minnsta kosti ár. Ég
fór til Svíþjóðar og ætlaði að
vera í þrjá mánuði, en var í
þrjú og hálft ár, þannig að
áformin geta breyst. Ef mér
líkar áfram svona rosalega vel
við ykkur, ætli ég verði þá
ekki bara ellidauð hérna.“
– Og færð ísfirskan ríkis-
borgararétt og færir Ísfirðing-
um kannski Íslandsmeistara-
titil á næsta ári og þar næsta…
„Ég er alls ekki hætt! Það
er ágætt að taka frí í eitt ár og
koma svo enn sterkari til
baka.“
Nína Óskarsdóttir við æfingar í Studio Dan á Ísafirði.
Kraftadellan er
í fjölskyldunni