Börn og menning - 01.04.2003, Side 14
12
Börn og menning
Eins-og Ijóð
Samlíkingin er ágæt til að brjóta ísinn og
þá er fínt að byrja á „Ég er eins og ..." og
hvetja börnin svo til að prófa sjálf. Þá sleppa
þau stundum ríminu og verða hissa að það
megi. í hópljóðunum verður kennarinn að
muna að hann má leggja orð í belg og vera
þátttakandi. Gleyma sér um stund með
börnunum og lifa sig inn í verkið. Maður er
of oft alvarlegur og stendur sjálfan sig að því
að horfa á útkomuna en ekki á vinnuferlið
sjálft. Þótt lítið komi út úr Ijóðasmíðinni þá er
ekki þar með sagt að lítið hafi verið hugsað.
Ein er sú bók
Vísnabókin, sem tekin var saman af Símoni
Jóh. Ágústssyni 1946, hefur verið hornsteínn
Ijóðlistar fyrir íslensk börn og skapað
fleiri ánægjustundir en talið verður. Efni
Vísnabókarinnar verður vonandi ferðafélagi
leikskólabarna á skólagöngunni um ókomna
tíð en það hryggir greinarhöfund að hafa
það á tilfinningunni að leikskólafólk seilist
sjaldnar en áður til þessarar bókar, sem er
bók bóka. Ég bið þig þess vegna, lesandi
góður, ef þú vilt barni vel, að lesa því vísu úr
Vísnabókinni.
Hópljóð barna
Einu sinni var Ijón
sem átti hjón.
Ljónið fékk sér að borða
þá birtist orma.
Einu sinni var hurð
með nef sem hreyfðist.
Ég opnaði hana
og þá hnerraði hún.
Ef róla hefði maga
þá myndi ég láta bakið I magann.
Ljóð sem 6 ára stúlka kom með í leikskólann
og gaf starfsfólkinu. Skráð af föður.
Komdu með mér
Komdu með mér.
Ert þú lítil?
í dag verður þú brátt stór.
Viltu koma með mér í dag,
því núna kemur haust, segi ég?
Og svo kemur sumar
og viltu svo leika með mér í snjónum
um veturinn?
Viltu vera vinur minn?
Brátt kem ég og leik við þig
-oftast.
Viltu koma með mér?
Og ég á lítinn skrýtinn vin
ég leik við hann
-alltaf.
Viltu vera með mér alla ævi?
Eyrún Aradóttir 5 ára
7. janúar 2003.
Olga Guörún Árnadóttir flutti nokkur
Ijóð sem ætlað var að bregða upp mynd
af Ijóðagerð fyrir börn á tímabilinu frá
gömlu vísunum til nútímans. Valdi hún
Ijóð eftir Eriu, Stefán Jónsson, Jóhannes úr
Kötium og Jónas Árnason. Að lokum flutti
hún eftirfarandi kvæði eftir sjálfa sig af
diskinum Babbidí-bú sem kom út 1994.
Flughrædda öndin
Á tjörninni buslar ein búlduleit önd,
hún býr úti í hólmanum smáa.
Þetta er svoldið kubbsleg og klaufaleg önd
og kunningja á hún víst fáa.
Hún þráir að svífa um sólgullin lönd
en situr í hólmanum græna,
því vandinn er að þessi indæla önd,
hún er ekki fleygari er hæna.
Því vængirnir vilja ekki hlýða,
hún vogar sé alls ekki á flug.
Hún óttast að loftið sé ekki tryggt
fyrir önd sem er þjökuð af yfirvigt
og haldin af hugleysi og kvíða,
ó, að hún hefði ögn meiri dug.
En dag nokkurn heyrði hún dularfullt garg
úr dálitlu hreiðri í mónum
og sér þaðan fljúga einn vængstóran varg
með vesælan unga í klónum.
Ó, bannsettur þrjóturinn, hugsar hún hratt,
þar hremmdi 'ann nýfæddan polla!
Af eintómri reiði, ég segi það satt,
hún svífur á loft, þessi bolla!
Og hátt upp í himininn bláa
nú hendist 'ún rétt eins og ör.
Hún goggar í varginn og gargar hás:
„Ég geri úr þér stöppu og kattarkrás!"
-og frelsar svo fuglsungann smáa,
hvílík frægðar- og stórsigurför!
Á tjörninni er engin jafn elskuð og dáð
og öndin sem kunni ekki að fljúga.
Nú veit hún að það er mjög viturlegt ráð
á vængina sína að trúa.