Börn og menning - 01.04.2003, Side 23

Börn og menning - 01.04.2003, Side 23
Bómullarbarn fer í sveit 21 sem alltaf hefur ráð með að brjótast í gegnum túngirðinguna til að komast ( grasið sem er grænna hinu megin hefur greinilega kynnst ýmsu um ævina og líkist mest veraldarvanri heimskonu. Frábær leikur Það er Vala Þórsdóttir sem bregður sér í líki allra dýranna og fer á kostum. Reyndar svo mjög að segja má að hún haldi uppi sýningunni. Hún flengist úr einu gervinu í annað með því einungis að skipta um höfuðbúnað en þessi aðferð virkar vel í öllum sínum einfaldleika. Sama má segja um leikmyndina en þungamiðja hennar er hlið sem opnast og lokast eftir hentugleikum og er nýtt til ýmissa hluta. Jón Páll Eyjólfsson í hlutverki Nonna og Halla Margrét Jóhannesdóttir í hlutverkum Silju heimasætu og húsfreyjunnar stóðu sig líka með prýði. Ólafur Haukur hefur skrifað mörg leikrit en þetta er fyrsta leikrit hans sem sérátaklega er ætlað börnum. Ekki fer mikið fyrir söguþræði í Gaggalagú heldur er brugðið upp svipmyndum af lífinu í sveitinni sem sýna hana í mjög einfölduðu og einhæfu Ijósi. Meginboðskapur verksins um að náttúran sé síkvik og lifandi og að hana beri að umgangast með varfærni og virðingu er hins vegar mjög jákvæður og um leið helsti kostur þess. I Gaggalagú er gamansemin ríkjandi og lýkur sýningunni með því að leikendur syngja bráðskemmtilegt og grípandi lag eftir Ólaf Hauk. Á leiðinni út heyrðust margir krakkar raula með sjálfum sér Gaggalagú ... Guðlaug Richter, sem var send í sveit í æsku, Sólveig Ebba Ólafsdóttir, uppalin í sveit og Ylfa Rún Sigurðardóttir, 10 ára Reykjavíkurmær, fóru saman á Gaggalagú og er pistillinn samsuða af hugleiðingum þeirra eftir sýninguna. Ljóða- og smásagna- Ljóðin sem hlutu fyrstu verðlaun: Sólin Bátur siglir ( sólinni eins og samkeppni Æskunnar blátt glerbrot. Maður gengur i sólinni eins og og RÚV engill sem lýsir upp heiminn. Sólin skín á mig eins og ég sé drottning. Þann 10. mars stðastliðinn veitti forseti íslands, Ólafur Ragnar Sólin skín á húsið mitt eins og Grímsson, verðlaun í Ijóða- og smásagnasamkeppni Æskunnar og Ríkisútvarpsins og fór verðlaunaafhendingin fram á það sé höll. Bessastöðum. Vorið Samkeppnin var haldin fyrir börn á aldrinum 10-13 ára og Þegar vorið kemur var mjög góð þátttaka því alls barst efni frá rúmlega 1200 er allt gott börnum. eins og Fyrstu verðlaun í keppnínni hlaut Hólmfríður Hannesdóttir fyrir heimurinn fæðist aftur. tvö Ijóð; Sólin og Vorið. Eins og farfugl sem Önnur verðlaun hrepptu þrjár stúlkur, þær Áslaug Sif kemur aftur. Guðjónsdóttir, Jóhanna Andrésdóttir og Snærós Sindradóttir. Hann heitir Vor. Auk þess fengu tíu börn aukaverðlaun. ( dómnefndinni Vorið fer á sumrin sátu Gunnar Stefánsson útvarpsmaður, sem var formaður því þá er of heitt. dómnefndar, Helgi Seljan, fyrrverandi alþingismaður og Helgi það kemur aftur þegar Árnason skólastjóri. það vill það. Og rekur burt veturinn eins og tré sem verður notað í eldivið. Farfuglinn Vor er eins og sól sem gleður alla. Eins og farfugl sem kemur of snemma. Allt þetta er vorið góða.

x

Börn og menning

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.