Börn og menning - 01.04.2003, Side 10

Börn og menning - 01.04.2003, Side 10
Börn og menning Þorskhausaþulur Allt fram á síðustu öld voru þorskhausar nýttir til matar á tslandi, bæði fyrir menn og málleysingja. Þegar fæða var af skornum skammti þótti það dyggð að vinna vel að mat sínum og það átti ekki síst við um þorskhausa. Það þurfti að vanda sig til að geta fundið í þeim hverja matarörðu. Börnum þótti minnkun að því að kunna ekki að rífa þorskhaus og víða voru þorskhausar algengasta nestið sem þau fengu með sér þegar þau sátu yfir ánum. Bók Lúðvíks Kristjánssonar íslenskir sjávarhættir geymir mikil þorskhausafræði og þar er þess getið að til eru 322 nöfn á hinum aðskiljanlegu hlutum þorskhauss, ólík eftir landshlutum. Þorskhausar urðu landsmönnum að yrkisefni eins og annað og til eru svokallaðar þorskhausaþulur sem eru í senn minnisþulur og nokkurs konar sögugabb eða leikur. Gömul þtila ttm þorskhaiis: Rífðu fýrir mig kinn, kinn, hjartakollurinn rninn. Fáðu mér aftur innfiskinn, kinnfiskinn, úrfiskinn, búrfiskinn, uggafiskinn, gluggafiskinn, langfiskinn, drangfiskinn, álkufiskinn, kjálkafiskinn, roðið og allar himnumar, - svo máttu eiga það sem eftir er! Róum við og róum við fram um fiskisker. Þar er lúða, þar er lúða, sem um botninn fer.

x

Börn og menning

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.