Börn og menning - 01.04.2003, Side 18

Börn og menning - 01.04.2003, Side 18
16 Börn og menning Helga Rut Guðmundsdóttir Tónleikur leiklist Möguleikhúsið sýnir nú nýjan leikþátt sem nefnist Tónleikur. Leikþátturinn fjallar um raunir sellóleikara sem er að halda tónleika. Áhorfandinn fylgist með því hvernig sellóleikarinn kemur sér fyrir og hefur tónleikana. En brátt fara ýmis utanaðkomandi áreiti að hrella hann. Það byrjar með saklausri flugu sem truflar einbeitingu sellóleikarans en svo verða uppákomurnar æ skrýtnari þannig að áhorfandinn færá tilfinninguna að þærséu sprottnar úr ímyndunarafli sellóleikarans frekar en að vera raunverulegir atburðir. Verkið er leikið án orða en höfundar þess nota samspil tónlistar, hljóða og látbragðs. Allir aldurshópar Tónleikur er markaðssettur fyrir 10 ára og eldri, en mun yngri börn geta haft gaman af sýningunni. Dætur mínar, 10 ára og 4 ára, fengu báðar að sjá sýninguna og höfðu mjög gaman af. Sú 4 ára gamla skildi leikritið á annan hátt en eldri systir hennar en skemmti sér síst minna. Kosturinn við Tónleik er sá að þar koma fram margar skoplegar hugmyndir sem vekja mikla kátínu hjá áhorfendum á öllum aldri. Þá skiptir ekki máli hvort allir aldurshópar skilji þráðinn á sama hátt. Samspil tóna og lábragðs Sellóleikarinn er leikinn af Stefáni Erni Arnarsyni sem sjálfur er sellóleikari og samdi verkið ásamt Pétri Eggerz. Stefán Örn túlkar gleði og raunir sellóleikarans af sannfæringu. Hann kemur tilvistarkreppu hins nákvæma og sjálfsgagnrýna listamanns vel til skila með sjálfhæðnu skopskyni sínu. Honum tekst að vekja samúð með persónu sellóleikarans og fær því áhorfendur til að hlæja með persónunni en ekki að henni þegar hlutirnir ganga brösuglega fyrir sig. Farsakenndar uppákomur eru vel útfærðar. Talsvert reynir á samspil Stefáns Arnar og hljóðmannsins í nokkrum atriðum. Hljóð og tónar sem heyrast í hátölurum leikhússins eru stundum í beinum tengslum við látbragð sellóleikarans á sviðinu. í þessum atriðum verða skilin óljós milli hins raunverulega og þess sem gerist í hugskoti sellóleikarans. Samkvæmt 10 ára dóttur minni var sellóleikarinn að ímynda sér það sem gerðíst en 4 ára systir hennar fullyrti að hann hefði verið að galdra. Gæði barnaefnis Galdurinn við að setja saman vandað efni fyrir börn er ekki fólginn í því að setja sig niður á eitthvert annað plan sem við hin fullorðnu teljum henta fyrir börn. Galdurinn heppnast best þegar viðfangsefnið snertir þætti mannlegs veruleika sem allir þekkja á sinn hátt hvort sem þeir eru fullorðnir eða börn. Þetta tekst í Tónleik. Kosturinn við Tónleik er sá að þar koma fram margar skoplegar hugmyndir sem vekja mikla kátínu hjá áhorfendum á öllum aldri. Þá skiptir ekki máli hvort allir aldurshópar skilji þráðinn á sama hátt. Galdurinn við að setja saman vandað efni fyrir börn er ekki fólginn í því að setja sig niður á eitthvert annað plan sem við hin fullorðnu teljum henta fyrir börn. Galdurinn heppnast best þegar viðfangsefnið snertir þætti mannlegs veruleika sem allir þekkja á sinn hátt hvort sem þeir eru fullorðnir eða börn. Þetta tekst í Tónleik.

x

Börn og menning

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.