Börn og menning - 01.04.2003, Side 37

Börn og menning - 01.04.2003, Side 37
fréttir af landsbyggðinni 35 stjórni umræðunum til að byrja með og finni til upplýsingar um höfundana og gagnrýnina, en síðar taki krakkarnir að sér stjórnina, til skiptis undir handleiðslu umsjónarmanns. Þetta framtak hefur mælst vel fyrir og verður gaman að sjá hvernig þetta þróast á næstu vikum og mánuðum. Ýmislegt fleira er í boði fyrir börn og unglinga á Amtsbókasafninu og má sem dæmi nefna að Norrænu bókasafnavikunni, Alþjóða bangsadeginum og degi bókarinnar eru gerð sérstök skil ár hvert með fjölbreyttri dagskrá. Greinarhöfundur er umsjónarmaður barna- og unglingastarfs Amtsbókasafnsins á Akureyri. Myndin er tekin fyrir utan Hús skáldsins Sigurhæðir sumarið 2001. Með krökkunum á myndinni eru Margrét Björgvinsdóttir og Erlingur Sigurðarson Barnabókaverðlaun fræðsluráðs Þann 22. apríl sl. veittu fræðsluyfirvöld í Reykjavík árleg barnabókaverðlaun sín í Höfða. Verðlaunin eru veitt annars vegar fyrir frumsamið verk og hins vegar fyrir þýðingu. Tilgangur verðlaunanna er að örva metnaðarfullar ritsmíðar og þýðingar fyrir börn og vekja athygli á því sem vel er gert á þessum vettvangi í íslenskri bókaútgáfu. Verðlaunin hlutu að þessu sinni Kristín Steinsdóttir fyrir bókina Engill I vesturbænum sem gefin er út af Vöku- Helgafelli og myndskreytt af Höllu Sólveigu Þorgeirsdóttur en Sigrún Sigvaldadóttir sá um grafíska hönnun. Sigfríður Björnsdóttir og Ragnheiður Erla Rósarsdóttir hlutu verðlaun fyrir þýðingu á bókinni Milljón hotur eftir Louis Sachar sem gefin er út hjá Máli og menningu. í dómnefnd sátu Katrín Jakobsdóttir formaður, Hanna Birna Kristjánsdóttir og Eiríkur Brynjólfsson. Við óskum Kristínu, Sigfríði, Ragnheiði Erlu og útgefendum innilega til hamingju. Dimmalimm Dimmalimm verðlaunin eru viðurkenning fyrir myndskreytingar í barnabókum en til þeirra var stofnað af menningarmiðstöðinni Gerðubergi, Félagi íslenskra teiknara, Myndstefi, Félagi íslenskra bókaútgefenda og menntamálaráðuneyti. Um vegleg peningaverðlaun er að ræða en þau voru afhent í fyrsta skipti um miðjan desennber sl. Fyrst til að hljóta verðlaunin var Halla Sólveig Þorgeirsdóttir fyrir myndlýsingar í bók Kristínar Steinsdóttur, Engill í vesturbænum, útgefandi Vaka-Helgafell. I niðurstöðu dómnefndar segir m.a.: „Dómnefndin hreifst af ríkulegu ímynd- unarafli Höllu Sólveigar og fjölbreyttum vinnubrögðum, þar sem koma við sögu hrein og klár teikning, málaralist, Ijósmyndun, klippimyndatækni, skrautskrift og leturgerð. Allar þessar aðferðir notar Halla Sólveig til að auka nýjum víddum við þá sögu sem Kristín Steinsdóttir hefur ritað, gera hugsanir sýnilegar, tilfinningar Ijóslifandi og hið ósegjanlega skiljanlegt. Að auki hefur hún til að bera óborganlega kímnigáfu." Halla Sólveig Þorgeirsdóttír fæddist 1970. Hún stundaði nám í MHÍ, Grafíkdeild 1990- 1992 og lauk BFA-prófi í myndskreytingum árið 1994 frá Hartford Art School í Bandaríkjunum. Halla Sólveig starfar sjálfstætt sem teiknari og hefur myndskreytt fyrir ýmsar auglýsingastofur og bókaútgáfur, þar á meðal barnabækur. Árið 2000 koma út eftir hana ásamt Sindra Freyssyni bókin Hundaeyjan sem vakti athygli margra fyrir sérstæð efnistök og myndlýsingar.

x

Börn og menning

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.