Börn og menning - 01.04.2003, Side 38

Börn og menning - 01.04.2003, Side 38
36 Börn og menning kwikmyndir Sigríður Pétursdóttir Útlenskar bíómyndir Ég skokkaði út á myndbandaleigu um daginn, sem er hreint ekki í frásögur færandi. Kem þangað ansi oft. Nema í þetta skipti hitti ég son vinkonu minnar, eldhressan unglingsstrák sem heilsaði með virktum. Þar sem við vorum bæði í leit að góðum myndum datt mér í hug að benda honum á sænsku myndina „Tillsammans" eftir Lukas Moodysson. „Ertu búin að sjá hana?", spurði ég, „hún er rosalega fyndin og skemmtileg." „Neibb, ég horfi ekki á útlenskar myndir," svaraði hann að bragði. Mér hálfbrá við þetta og spurði með nokkurri undrun hvort ég myndi það ekki rétt að hann væri nýbúinn að sjá bæði „Spiderman" og „Star Wars". Þær væru nú ekki beinlínis íslenskar. „Júúú," hvein i töffaranum, sem horfði á mig eins og ég væri síðasti geirfuglinn eða risaeðla á tímaflakki. Hvað er útlenskt? Hann útskýrði fyrir mér að hann meinti auðvitað ekki að hann horfði bara á íslenskar myndir enda væru þær yfirleitt jafn hundleiðinlegar og þessar útlensku. „Nei, útlenskar myndir eru þær myndir sem ekki eru á ensku. Svona myndir þar sem maður þarf að burðast við að lesa textann." Að auki fékk ég fyrirlestur um að í þessum útlensku, það er að segja evrópsku myndum, væri engin aksjón, eins og hann orðaði það. Ekkert gerðist heldur væri endalaust tal um lífið eða jafnvel ekkert tal heldur bara manneskjur ráfandi um. Ég reyndi að bera í bætifláka fyrir evrópskar myndir og segja honum frá nokkrum sem ég hafði séð og væru hressar og skemmtilegar. En hann var vantrúaður og í rauninni ekkert undarlegt við það. Bandarískt uppeldi Eins og allir vita er meirihluti kvikmynda sem okkur stendur til boða bæði í bíóhúsum og sjónvarpi bandarískar hasar-, ævintýra- eða gamanmyndir. Krakkarnir alast upp við þær, læra að hafa gaman af þessari tegund mynda og gefa öðrum tegundum varla tækifæri. Ég hef hugsað töluvert mikið um þessi skoðanaskipti okkar að undanförnu og kannað markvisst kvikmyndasmekk hjá stórum hópi barna og unglinga. Nær engar undantekningar eru frá reglunni í þessari óvísindalegu rannsókn minni. Krakkarnir tala öll um kvikmyndir á sama hátt og strákurinn sem ég hitti á myndbandaleigunni. Mergur málsins Og þá er ég komin að merg málsins. Börnum og ungu fólki er ekki kennt neitt um kvikmyndir í grunnskóla. Og það eru aðeins fáir framhaldsskólar sem bjóða áfanga þar sem kvikmyndalestur er helsta viðfangsefnið. I grunnskóla eru bókmenntir skyldufag. Sama má segja um listgreinar eins og tónmennt og myndmennt. En ekki kvikmyndir. Þær eru þá líklega ekki enn viðurkennd listgrein innan skólakerfisins. Á meðan þannig er í pottinn búið getum við ekki reiknað með að börnin okkar læri að leggja mat á kvikmyndir á sama hátt og t.d. bókmenntir. Þau hafa ekki forsendurtil þess. Ég man eftir því að þegar ég var í grunnskóla voru oft heitar umræður meðal okkar krakkanna um hvers vegna í ósköpunum væri verið að láta okkur lesa texta sem okkur fannst tyrfinn og erfiður. En smám saman, eftir því sem við lásum meira og lærðum um strauma og stefnur í bókmenntum, fórum við að kunna að meta þær. En hugsið ykkur bara ef okkur hefði aldrei verið hjálpað að læra að lesa góðar bókmenntir - hvað lífið væri nú miklu fátæklegra ef maður hefði aldrei gefið Laxness eða Kundera séns og væri enn fastur í rauðu ástarsögunum eða ísfólkinu. Þannig er þessu háttað hjá mörgum hvað kvikmyndir varðar, bæði börnum og fullorðnum. Kvikmyndir sem ekki eru auðmeltar og með hefðbundnu sniði hafa aldrei fengið tækifæri. Kvikmyndalestur Það þarf að læra að lesa kvikmyndir rétt eins og bókmenntir. Þótt kvikmyndin sé ekki ævagömul listgrein eru samt sem áður til ótal hefðir, straumar og stefnur sem gaman er að skoða. Reyndar er stór hópur sjálfmenntaðs fólks á þessu sviði og ekkert nema gott um það að segja. En hópurinn sem hefði yndi af listrænum kvikmyndum yrði hins vegar miklu stærri ef kvikmyndalestur væri í námskrá

x

Börn og menning

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.