Börn og menning - 01.09.2012, Side 13
Það var ekki fyrr en löngu síðar - eftir að
e9 hafði klárað menntaskóla og farið til
útlanda og i háskóta og kynnst fólki sem
hafði róttækar hugmyndir um heiminn og
hvernig maður hagaði sér í honum - að
n°stalgian gagnvart Ævintýrabókunum
effir Blyton fór að blandast grun um
að Þær væru kannski ekki sú einstaka
uPPeldislesning sem ég hafði gert mér
hugarlund sem barn. Hrokkinkollurinn
Disa er vont villidýr sem vill ekki aðeins
enda i ævintýrum heldur gerist líka svo
ófyrirleitin að temja sér sjálfstæða hugsun,
'kt skynlausa lambinu Önnu með Ijósa
hanð sem Þegir þegar það er fyrir hana
9t- Með sameinuðu átaki tekst þeim að
lekkja á kvikindinu Jóa svertingja. Þetta
rifjaðist upp fyrir mér löngu síðar, þar sem
ég saup á einhvers konar latteþeytingi i
fjarlægu landi og var að afbyggja; kannski
var eitthvað bogið við þetta allt saman.
En á þeim tíma, þegar ég las Ævintýra-
bækurnar fyrst, jafnaðist ekkert á við þær.
Ég flutti með mér skipsfarma af ritunum í
þyrlu, lá í lautum í rigningu og sá öll rými sem
ég hafði áður kynnst breiða úr sér á síðum
bókanna. Veruleikinn varð bergmál og spegill
þeirra atburða sem finna mátti á síðunum.
Þegar páfagaukurinn Kíkí fer að atyrða
húsfreyjuna Pálu í fyrsta bindi bókaflokksins,
Ævintýraeyjunni, þá er hvorugt þeirra statt
í regnbörðu klettalandslaginu ( Wales eða
Skotlandi, þar sem sögurnar gerast, heldur
í vitanum á Látrabjargi á Hornströndum,
þar sem ég sökkti mér í þær nýkominn úr
þyrlunni. Eyjan útifyrir Pálubæ, þar sem
vondi blökkumaðurinn Jói stundar glæpi
slna, rís upp úr sjónum fram af hvítmáluðum
bænum, undir gargi fýlsins og ritunnar.
Maður þarf ekki annað en lalla út í fjöruna
þar sem netakúlurnar og rekaviðurinn kyssa
grágrýtið til að finna dymar inn í annan heim:
gátt inn í klettinn, ofan I jörðina, þar sem
göngin taka við. Dúklögð borð með fleski
og marmelaði varða leiðina. Með hundinum
Lappa leggst ég í brekkur úr sultuðum
apríkósum. Við vöðum læki úr límonaði. Ef
eitthvað fer úrskeiðis kemur kappínn Villi og
bjargar okkur.
Nostalgían ræktaði sig sjálf og var stór
hluti af hinni mögnuðu lestrarupplifun
Ævintýrabókanna. Fögnuðurinn yfir síðunum
fól I sér kvíða yfir því hversu ört og stöðugt
þeim fækkaði. Bráðum yrði ég búinn með
þær allar, og hvernig lifði maður þá? Ég átti
bágt með að skilja að viðlíka snilld væri ekki
framleidd I nægilegu magni til að endast
manni út ævina. Hvers vegna skrifaði Blyton
ekki um Ævintýrakafbátinn? Ævintýraskýið?
Ævintýraheiðina og Ævintýraskóginn?
Möguleikarnir virtust endalausir og að sama