Börn og menning - 01.09.2012, Page 15
Að sakna þess sem er ekki til
15
borð við golfleiki og langsetur yfir Facebook.
Nostalgían - þessi rótgróna þrá eftir fegurri
heimi - fann sér stað í lestrinum sjálfum.
Það er orðið sjaldgæft að bækur hafi þessi
áhrif á mig í seinni tíð. Ég er alltof upptekinn
af umbúðum, frásagnartækni og almennum
vinnubrögðum höfundar til að láta heillast
jafn óhikað inn í heim sem þokar öllu öðru
í burtu. Ef ég legg frá mér hálfnaða bók
sem ég kann að meta og er staðráðinn í
að klára er það I mesta lagi til að fara inn
í eldhús að sækja harðfisk eða tebolla,
ég tek mér jafnvel hlé frá lestrinum til að
skoða tölvupóst og sinna köllum sem eiga
ekkert skylt við nostalgíu, eru þvert á móti
niðurnjörvuð í þrásviptan og gráklipptan
hversdagsleikann, ég skoða fasteignasíðu
eða fer að hugsa um hvernig eigi að mála
gamla viðarkommóðu í skærum lit til þess að
lífga hana svolítið upp.
Hæfileikinn til að þjást og kljást inni í
öðrum heimi - heimi bókanna - hefur tekið
á sig annað form, hið fullorðinslega form
skynsemisverunnar sem keppist við að vega
og meta allt sem fyrir sjónir hennar ber (stað
þess einfaldlega að njóta. Ég stend upp eftir
latteþeytingi og einset mér að afbyggja ekki
neitt. Ég ætla að hugsa um framhaldið af
Bróður mínum Ijónshjarta, þar sem Snúður
°g Jónatan vakna saman f Nangilima. Og
þó ég viti að sú bók verður aldrei skrifuð
get ég allavega ímyndað mér efni hennar;
glaðst yfir því að sakna þess sem er ekki
einu sinni til.
Höfundur er skáld og rithöfundur