Börn og menning - 01.09.2012, Page 18
Börn og menmng
Panem
„Bæjarstjórinn segir sögu Panem,
landsins sem reis úr ösku þess svæðis
sem einu sinni hét Norður-Ameríka. Hann w
telur upp hamfarirnar, þurrkana, óveðrin, 'M *
eldana, hafið sem svelgdi I sig ómælt i ( 1
land, miskunnarlausa styrjöldina um það m JjgarCNjjk ■
litla viðurværi sem eftir var. Upp úr þessu “ 1
öllu varð Panem til, skínandi Kapítól
umkringd þrettán umdæmum sem færði borgurum sínum frið og velmegun. Síðan
kom Myrkratíðin, þegar umdæmin risu upp gegn Kapítól. Tólf voru borin ofurliði, það
þrettánda þurrkað út. Með Landráðasáttmálanum fengum við ný lög til að tryggja
friðinn og til að minna okkur á það á hverju ári að Myrkratíðin mætti aldrei endurtaka
sig færði sáttmálinn okkur Hungurleikana." (Hungurleikarnir, bls. 22.)
Þórey Jónsdóttir gerði nýlega úttekt á bókum
sem höfðu verið vinsælar á unglingsárum
hennar og benti á að „yfirgengileg áhersla"
væri lögð á ástarsambönd í stórum hluta
þeirra, sérstaklega þeim sem fjalla um
stelpur.2 * Þessi áhersla er kunnugleg öllum
sem lesið hafa fleiri en eina og fleiri en tvær
unglingabækur og það segir töluverða sögu
að áhugaleysi Katniss á kærastastússi skuli
teljast óvenjulegt.
Reyndar eru Hungurleikabækurnar
ekki lausar við ástarsögu en eins og
ótalmargt fleira í þríleiknum er rómantíski
þráðurinn margþættari en gengur og
gerist. í sjónvarpsviðtali í aðdraganda
Hungurleikanna gerir Peeta lýðum Ijóst að
hann sé ástfanginn af Katniss og hún sér að
það geti gagnast þeim báðum að hún láti
eins og tilfinningarnar séu endurgoldnar.
Meint ástarsamband verður eitt helsta vopn
þeirra í Hungurleikunum en af hálfu Katniss
er það uppgerð, hluti af leikritinu sem hún
leikur með fullri meðvitund, t.d. hugsar
hún eitt sinn: „... ég man hve mikilvægt er
að halda leikaraskapnum um ógæfusömu
elskendurna við lýði svo að ég halla mér
yfir Peeta og kyssi hann lengi og innilega.
Ég ímynda mér tárvot andvörp stíga upp
frá Kapítól og þykist strjúka af mér tár."
(.Hungurleikarnir, bls. 286.)
Þótt afstaða Katniss til Peeta breytist
2 Helga Þórey Jónsdóttir: „Rómantíkín getur verið
sjúk." Knúz, feminiskt vefrít, 26. september 2012,
www.knuz.is/2012/09/26/romantikin-getur-verid-
sjuk-2/.
þegar líður á þríleikinn og að auki myndist
ástarþríhyrningur þar sem Gale, vinur
hennar, er þriðja hornið, þá er rómantíkin
alltaf aukaatriði í frásögninni og tilveru
Katniss. Helstu markmið hennar eru að lifa
af og halda ástvinum sínum á Iffi og í
tímans rás verður uppreisnarandinn sífellt
veigameiri. I allri þessari baráttu beitir hún
ýmsum brögðum en þar er þykjustuleikurinn
lykilatriði.
Sannur sýndarveruleiki
Lffið í Panem byggist á uppspuna en jafn-
framt harðri lífsbaráttu. Skýrastur verður
sýndarveruleikinn á vettvangi Hungurleikanna
en spuni stjórnvalda kemur fram á ótal öðrum
sviðum, t.d. fhugar Katniss snemma lygina um
dánarorsök fjölmargra þegna: „Hungurdauði
er ekki óalgeng örlög ÍTólfta umdæmi. Hver
hefur ekki séð fórnarlömbin? [...] Hungur
er aldrei opinber dánarorsök. Hún er alltaf
flensa eða vosbúð eða lungnabólga. En það
blekkir engan." (Hungurleikarnir, bls. 32.)
í viðureign við samfélag sem byggist á
ofbeldi og lygi beitir Katniss sömu brögðum.
Velgengni hennar byggist þó ekki einungis
á því. Þegar Katniss reynir að fylgja handriti
sem aðrir hafa samið verður útkoman til
dæmis oft ótrúverðug. Bestum árangri
nær hún með því að spinna leikritið sjálf,
enda á barátta hennar rætur að rekja til
einlægrar umhyggju fyrir fjölskyldu og vinum
til viðbótar við eindreginn lífsvilja og löngun
til að kollvarpa stjórnvöldum. Þótt heimurinn
í Hungurleikabókunum sé óvæginn og
Suzanne Collins hlífi lesendum ekki við að
horfast í augu við margvíslega þjáningu og
vægðarleysi, þá er alltaf mennskur hljómbotn
í frásögninni og sennilega er það eitt af
ástæðunum fyrir því að grimmdin verður
lesendum ekki óbærileg.
Reyndar einkennast sögurnar mjög af
þversögnum. Fólk getur bæði búið yfir
góðum og slæmum eiginleikum. Grimmd
og umhyggja fara stundum saman. Ein
stærsta þversögnin sem liggur sögunum
til grundvallar er síðan hversu náið
samband getur verið milli sannleika og lygi
og flækjurnar I því sambandi eru ítrekað
gerðar að umtalsefni. Það er ekki endilega
hægt að treysta minningum eins og Peeta
fær að reyna þegar hann lendir í haldi
Kapítól og er heilaþveginn til að trúa því
að Katniss hafi sóst eftir lífi hans. Eftir það
á hann í erfiðleikum með að vita „hvað
er raunverulegt og hvað er skáldskapur"
(Hermiskaði, bls. 289). I uppreisninni beita
Katniss og samherjar hennar gjarnan einhvers
konar blöndu af sannleika og uppspuna.
Þau nota t.d. sviðsetningar og ímyndarvinnu
óspart sem lið í að koma til skila einhvers
konar staðreyndum og vandlega unnu
sjónvarpsefni er beitt markvisst í áróðursskyni
á báða bóga. Og ein veigamesta þversögnin:
þótt lífið byggist á sýndarveruleika er það
jafnframt dauðans alvara.
Höfundur er íslenskufræðingur
Hungurleikabækumar:
• Suzanne Collins: Hungurleikarnir. Magnea J.
Matthíasdóttir þýddi. JPV-útgáfa, Reykjavík,
3. útg. 2012. (Á frummáli: The Hunger
Games, 2008.)
• Suzanne Collins: Eldar kvikna. Guðni
Kolbeinsson þýddi. Mál og menning,
Reykjavik, 2. útg. 2012. (Á frummáli:
Catching Fire, 2009.)
• Suzanne Collins: Hermiskaði. Magnea J.
Matthíasdóttir þýddi. Mál og menning,
Reykjavík, 2. útg. 2012. (Á frummáli:
Mockingjay, 2010.)