Börn og menning - 01.09.2012, Page 21
Átta mánaða krdi og svooona stórt!
21
sýninguna og útlán barnabóka jukust. Það
má því segja að tilgangi sýningarinnar hafi
verið náð. Hún er auðvitað enn í fullu gildi og
hefur hangið uppi í Háskólanum á Akureyri
síðan á afmæli skólans í byrjun september. Þá
var Barnabókasetrið með sérstakt sýningar-,
lestrar- og kósírými fyrir foreldra og börn sem
var afar vel sótt.
Næsta stóra samfélagsverkefni er á leiðinni
UPP á Ijósastaura á Akureyri. Það er sýning
sem við köllum leshring eða göngulestur og
á að höfða til barnafólks á leið um bæinn.
Járnspjöld, eða opnar járnbækur, verða fest á
20-25 staura frá Amtsbókasafninu, gegnum
^niðbæinn og alla leið að Nonnahúsi. Á hvert
spjald er límdur kafli úr (slenskri barnabók
nneð nógu stóru letri til að auðvelt sé að
'esa en þó er textinn nógu mikill til að fólk
þurfi að staldra við. Markmiðið er sem fyrr
að kveikja lestraráhuga heilu fjölskyldanna,
fá foreldra til að lesa með börnunum og
sameina lestur og útivist. Svo má alltaf rölta á
nókasafnið og sækja bókina sem vakti mesta
forvitni... Menningarsjóður Akureyrar veitti
%rk til þessa verkefnis enda mun það án efa
kæta bæði ferðamenn og bæjarbúa. Helga
Birgisdóttir doktorsnemi í barnabókmenntum
var ráðin til að velja textana á spjöldin og eru
þeir mjög fjölbreyttir.
Frá því í febrúar og fram að skólalokum
1 vor stóð Barnabókasetrið reglulega fyrir
°Pnum fræðsluerindum á Amtsbókasafninu.
i^iarkmiðið var að ná til kennara, foreldra
°9 annarra uppalenda. I september stóð
Barnabókasetrið fyrir ráðstefnu um lestur
°9 læsi ásamt Skólaþróunarsviði Háskólans
á Akureyri. Á ráðstefnuna mættu á þriðja
hundrað kennarar og þar gafst því gott
tækifæri til að koma setrinu á framfæri.
Þarna ræddi ég um lestrarmenningu íslenskra
barna og mikilvægi bóklestrar. Stemningin á
þessari ráðstefnu var frábær og greinilegt að
kennarar hafa mikinn hug á að taka þátt í
að endurvekja, efla og viðhalda lestraráhuga
nemenda sinna.
Rannsóknir og nemendavinna
Barnabókasetrið hefur lagt metnað i að
sinna rannsóknum á barnabókmenntum og
lestri barna og veita nemendum tækifæri til
þátttöku í rannsóknum á þessu sviði, eins
og kveðið er á um í stofnskrá. Setrið sótti
um styrk til Nýsköpunarsjóðs námsmanna í
vor og fékk aura til að ráða tvo nemendur í
að framkvæma rannsóknina „Lestrarvenjur
ungra bókaorma" með það að markmiði
að komast að því hvað gerir börn að virkum
lesendum. Kristín Heba Gísladóttir og
Þorbjörg Ólafsdóttir fengu sumarvinnu hjá
setrinu en þær eru báðar MA-nemar við
Háskólann á Akureyri (þó að Þorbjörg hafi
að vísu tekið svolítið hlé, lagt sjó undir
fót og gerst kennari I Grímsey). Umsjón
með rannsókninni hafði auk mín Herdís
Anna Friðfinnsdóttir, barnabókavörður á
Amtsbókasafninu. Rannsóknin fór fram á
sumarlestrarnámskeiðum Amtsbókasafnsins
þar sem þær Kristín Heba og Þorbjörg
ræddu við rýnihópa ungra bókaorma úr
3. og 4. bekk. Þær ræddu jafnframt við
börn í samanburðarhópum, annars vegar af
íþróttanámskeiði hjá KA, og hins vegar börn
sem ekki voru ( neinu tómstundastarfi.
Margt merkilegt kom fram í viðtölunum,
það er í raun efni í heila grein að gera grein
fyrir svörum barnanna. Það er þó hægt að
nefna að bókaormarnir höfðu mun skýrari
hugmyndir en samanburðarhóparnir um gildi
lestrar. Aðeins eitt barn í samanburðarhópi
gat nefnt kost við að vera góður í lestri og
þá að það væri auðveldara að lesa dæmin
í stærðfræðinni! Annað sem vakti athygli
var að bæði feður og mæður komu að
lestraruppeldi bókaormanna, þ.e. höfðu lesið
fyrir börnin, en eingöngu mæður nærri allra
barnanna í samanburðarhópunum. Það var
líka sláandi að lestrarhestarnir höfðu allir
mjög virka lesendur sem fyrirmyndir heima
en börnin í viðmiðunarhópunum höfðu sum
hver engar fyrirmyndir þegar kom að lestri.
Enn og aftur sannaðist að heimilin gegna
lykilhlutverki í að móta lestrarvenjur og
lestraráhuga barna. Almennt virtust börnin þó
óvön því að ræða um bækurnar sem þau voru
að lesa. Rétt um helmingur lestrarhestanna
hafði rætt við einhverja um lestur og bækur
og þá aðallega fjölskyldumeðlimi. Þarna er
augljóslega sóknarfæri. Með því að gera börn
meðvitaðri um gildi lestrar og þjálfa þau í að
ræða um lestur og bókmenntir má styrkja
sjálfsmynd þeirra sem lesenda, virkja þau til
jafningjafræðslu og efla áhuga barnahópsins
á bóklestri. Svo má ekki gleyma að nefna
að lestrarhestarnir kvörtuðu yfir úrvalinu á
skólasöfnunum sem þeir heimsækja mjög
oft. Það ætti ekki að koma neinum á óvart,
bókakaupafé skólasafnanna var skorið
niður um að meðaltali helming við hrunið
mikla og hefur ekki verið uppfært aftur (sjá
grein mína „Skólasöfn á krepputímum" í
Þjóðarspeglinum 2011). Bókaormarnir ræddu
jafnframt um mikilvægi góðrar aðstoðar
á skólasafni, að starfsfólk þyrfti að þekkja
bækurnar vel og vita hvaða bækur hentuðu
þeim og höfðuðu til þeirra.
Næst á dagskrá
Næsta rannsókn er í burðarliðnum en
Barnabókasetrið fékk styrk úr Háskólasjóði
KEA til að rannsaka fjölskyldulestur á
Akureyri. Rannsóknin er hugsuð sem viðbót