Börn og menning - 01.09.2012, Side 22

Börn og menning - 01.09.2012, Side 22
22 Börn og menning við rannsóknina á lestrarvenjum bókarorma en markmiðið er sem fyrr að grafast fyrir um hvað það er sem mótar lestrarvenjur barna og unglinga. Með því að kortleggja heimilislesturinn er hægt að vinna markvissar að því að styrkja foreldra í lestraruppeldinu og efla með því lestrarmenningu barna og ungmenna. Stærsta verkefnið framundan er barnabókaveisla í kringum dag íslenskrar tungu í nóvember. Dagskráin hefst í Háskólanum á Akureyri, föstudaginn 16. nóvember, þar sem starfsemi Barna- bókasetursins verður kynnt, farið yfir rannsóknarniðurstöður sumarsins og rætt um lestrarhvatningu vítt og breitt. í kjölfarið verður aðalfundur Barnabókasetursins haldinn með hefðbundnum aðalfundar- störfum. Á laugardeginum verður athyglinni beint að börnum, foreldrum þeirra og fjölskyldum um leið og við færum okkur í menningarhúsið Hof. Þar verður létt og skemmtileg kaffihúsastemning, rithöfundar lesa úr glóðvolgum barnabókum og leikarar frá Freyvangsleikhúsinu troða upp með brot úr Skilaboðaskjóðunni. Nýjar og forvitnilegar - jafnt sem gamlar og sígildar - barnabækur verða til sýnis. Markmiðið er auðvitað að auka áhuga barna, unglinga og allra sem standa þeim nærri á bóklestri og vekja athygli á mikilvægi þess að lestri barna og útgáfu fyrir börn sé sýndur áhugi. Við vonumst til að sjá sem flesta lesendur Barna og menningar á þessari barnabókamessu. „Barnabókasetrið, góðan dag" Stjórn Barnabókasetursins fundar reglulega en þó ekki nógu oft, við höfum gert margt en þó ekki nógu mikið. Mann langar jú að lyfta fjalli! (að minnsta kosti grettistaki). En við höfum hreinlega hvorki tíma, hendur né orku til að sinna öllum þeim hugmyndum og verkefnum sem okkur langar að ráðast í. Við Hólmkell og Haraldur erum öll í fullu starfi og Barnabókasetrið líður einfaldlega fyrir það að hafa ekki starfsmann. Upplýsingar um setrið eru til að mynda ekki aðgengilegar á vefnum ennþá sökum anna en við erum á Facebook (uppfærum þegar tími gefst til). Kynningarstarf fer að mestu fram á ráðstefnum, ég kynnti t.d. starfsemi setursins á landsfundi Upplýsingar í september. Öllu þessu mikilvæga kynningar- og upplýsingastarfi myndi draumastarfsmaðurinn náttúrlega sinna, sem og ýmsum erindum sem okkur berast. Setrið vantar líka nauðsynlega lógó til að festa sig í sessi, við höfum hreinlega ekki haft svigrúm til að splæsa í slíkt. Reyndar vantar það líka heimilisfang, það á í raun bara heima inni á skrifstofunni minni við Háskólann á Akureyri og bækurnar frá Sigrúnu Klöru bíða eftir hilluplássi. Að visu fer mjög vel um setrið í Háskólanum, þar tengist það kennslu og rannsóknum í barnabókmenntum og tómstundalestri barna og fær auk þess bókhaldsþjónustu og góðan stuðning við ýmis verkefni. Barnabókasetrið á þó víðar samastað, bæði á Amtsbókasafninu og í Nonnahúsi sem er í umsjón Minjasafnsins. Við tókum meðvitaða ákvörðun um að hafa sem flesta opinbera viðburði á vegum setursins í Amtsbókasafninu þar sem markmið okkar hefur verið að ná til foreldra og sameina fjölskyldur í lestri. Það er margsannað að lestraráhugi barna helst mjög í hendur við menntun foreldra þeirra, börn foreldra með grunnskólapróf eru mun líklegri til að vera bóklaus en séu foreldrarnir með háskólapróf. Sá hópur sem helst þarf að ná til gerir sér einfaldlega sjaldan erindi í háskólann. Það er líka ágætt að minna á það hérna að Amtsbókasafnið er draumastaður fyrir þá sem vilja hella sér í rannsóknir á barnabókum. Það er skylduskilasafn sem þýðir að til á að vera eintak af öllum útgefnum barnabókum á Islandi á safninu. Vinnuaðstaðan er ágæt og kaffið og maturinn líka. Barnabókasetrið tekur með gleði á móti fræðimönnum og getur veitt ýmsa aðstoð gegn því einu að viðkomandi haldi skemmtilegan og fræðandi fyrirlestur. Svona er nú staðan eftir átta mánaða starf. Barnabókasetrið er skriðið af stað og enn er það auðvitað ekki búið að slíta barnsskónum. Við sjáum að unginn er efnilegur og jafnvel svolítið bráðþroska. Það er þó langt þar til hann verður stór og margt þarf að gerast til að hann nái fullorðinsaldri. Samfélagið þarf að styðja hann og hlúa að honum. Þarf ekki einmitt heilt þorp til að ala upp barn? Við eigum eftir að teygja okkur víðar og láta reyna á ýmsa samstarfsmöguleika, innanlands sem utan. Við sjáum t.d. fyrir okkur að sýningin Yndislestur æsku minnar geti heimsótt aðra bæi. Hugmyndir að næstu samfélagsverkefnum eru líka farnar að safnast upp. Við í stjórn setursins erum í raun alltaf opin fyrir nýjum hugmyndum, verkefnum og samstarfi. Innan skynsemismarka þó, eins og mamma Fíusólar myndi segja. Höfundur er rithöfundur og dósent við Háskólann á Akureyri

x

Börn og menning

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.